Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 30
Framhald af bls. 23. Hann var m|ór með sítt, svart hár, sem hann greiddi aftur og hélt í skefjum með hárlakki. Andlitið á honum var langt og þunnt, hann hafði svartar kúlur fyrir augu,- og ég man að hann var í röndóttri skyrtu og flibbinn var tekinn sam- an undir bindinu með teini og skrúfuðum perlum á báðum end- um. Hann starði ó mig eins og hann vildi að ég tæki eftir því að hann var að fylgjast með mér. Hann fylgdist með mér með ódulinni ákefð og þegar ég reis upp til að stíga úr vagninum við Hundrað sextugustu og áttundu götu, reis hann einnig á fætur, fylgdi mér, gekk við hlið mér á pallinum, klappaði á handlegginn á mér og sagði: — Lykilinn, félagi. Eg var hræddari og óstyrkari en ég hefði átt að vera, jafnvel með tilliti til þess að flest verðum við hrædd, þegar múrarnir, sem halda manni inn í sjálfum sér ( New York, eru rofnir. Þið verðið að minnast þess að þeir höfðu verið rofnir tvisvar þetta kvöld. Þótt við lifum í heimi, þar sem ofbeldi er haft hér um bil í eins miklum hávegum og kynlíf í dagblöðum og í sjón- varpi, á kvikmyndatjaldinu og í bókum og tímaritum erum við enn ekki orðin vön því sem hluta af sjálfum okkur. Ég hafði lent f orr- ustu, þegar ég var sextán ára, en síðan ekki. Sem fullorðinn maður hafði ég aldrei slegið mann, né verið sleginn og ef til þess kæmi vissi ég ekki hvað ég ætti að gera. Svo ég gerði það, sem flest fólk hefði gert undir slíkum kringum- stæðum. Ég hélt áfram og reyndi að láta sem ég sæi ekki þennan þunnleita mann, sem vildi ekki láta mig komast upp með það, ekki með neinu móti — og þegar við kom- um upp þrepin sem lágu upp á götuna, þreif hann í handlegginn á mér og sveiflaði mér þannig að ég sfóð augliti til auglitis við hann og sagði kuldalega en lágt: — Ég reyndi að vera kurteis, fé- lagi, en þú vilt ekki kurteisi. Láttu mig hafa lykilinn. Síðustu dreggjar fólksins úr lest- inni runnu framhjá og við vorum einir eftir á þrepunum. — Ég veit ekki hvað þú ert að fara, sagði ég. — Ég veit ekki hver þú ert eða hvað þú vilt og ég er orðinn of seinn Ég reyndi að slíta mig af honum, en krumlan, sem hann hafði um handlegg mér var eins og skrúfstykki og hann glotti. — Þvæla! — Slepptu mér! — Þú lætur mig hafa lykilinn og ég sleppi þér! — Hvaða lykil? Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. — Lykilinn sem gamli maðurinn gaf þér. 30 VIKAN 35-tbl- r HINAR VIÐURKENNDU ENGLISH ELECTRIC N SJALFVIRKU ÞVOTTAVÉLAR 2 GERÐIR GERÐ 474 GERÐ 484 • Heitt eða kalt vatu til áfyllingar. • Innliyggður hjólabúnaður. • 8 þvottastillingar — skolun — vintlun • Afköst: 4,5 kg. • 1 árs ábyr'gð ■ Varahluta- og viðgerðaþjónusta. ocfIílœj ^ Laugavegi 178 Sími 38000 H 1 1 N ENGLISH ELECTRIC þurrkarann niá tengja viS þvottavélina (474) CADIZ er eldfast postulín CADSZ er allt selt í stykkjatali CADIZ er gæSavara frá Luxemborg CADIZ fæst aðeins í Verzluninni Hamborg HAMBORG, BANKASTRÆTI 11 HAMBORG, HAFNARTSRÆTI 1 HAMBORG, KLAPPARSTÍG — Hvaða gamli maður? — Shlakmann! Shlakmann! — Reyndu ekki að slá mig út af lag- inu,- það þýðir ekki að beita brögð- um. Ég veit ekki hver þú ert eða hvernig þú ert kominn inn í þetta. Kannske þú vitir það ekki heldur! Kannske Shlakmann gamli hafi bara valið þig úr hópnum. Mér er and- skotans sama um það. Ég vil fá lykilinn! — Ég veit ekki einu sinni hvaða lykil þú ert að tala um. — Ég gæti gubbað á þig, sagði hann. — Ég só gamla manninn gefa þér lykilinn. Er það nóg? Ég hristi höfuðið. — Ég þarf að ná í vagn. Mér þykir þetta leitt. Nú lækkaði hann röddina, hún varð að hvísli, köldu og ógnandi og hann dró vinstri höndina upp úr vasanum með hnúajárn sem glitraði á í daufri skímunni. — Þú lætur mig hafa lykilinn, félagi. Annars verð ég að taka þig í mín- ar hendur og slíta þig í sundur og leita að honum í afganginum. En þá kemur þú ekki til með að líta betur út en Shlamann Nú var einhver að koma niður þrepin inn á stöðina og hann slak- aði takið á handlegg mér. Ég hratt honum frá mér og hann missti jafn- vægið eftir fyrir sig, hrasaði niður þrjú eða fjögur þrep, áður en hann náði í handriðið. Ég beið ekki eft- ir að sjá hvað yrði um hann, en þaut upp á götuna, yfir hana og stakk mér inn á afgreiðslustöð vagn- anna. Vagninn til Felton var að fyll'- ast. Másandi og skjálfandi réðst ég inn í hann. Það var ekki hetjuleg hegðun, en ég var engin hetja. Þegar vagninn lagði af stað, stóð maðurinn fyrir utan gluggann minn, kuldalegur og hugsi. — Er eitthvað að? spurði feita konan við hliðina á mér. — Er yður illt? Ef yður er illt skal ég láta stöðva vagninn. Þetta var fallegt og hugsunar- samt af henni. I kjöltu hennar voru tveir gríðarstórir innkaupapokar frá Gimbels og hún var með lítil, um- gerðalaus gleraugu, sem virtust sér- staklega gerð fyrir feitar, rosknar konur; en ég held að ég hefði kyrkt hana hefði hún seilzt í snúruna til að stöðva vagninn. Ég sagði henni að það væri allt í lagi með mig. — Ég hljóp til að ná í vagninn, frú, en það er allt í lagi með mig núna. Þakka yður fyrir. Já, það var allt í lagi með mig, en í staðinn fyrir maga hafði ég einhvern harðan klump og hjartað barðist ákaft, mér var illt í höfð- inu og ég minntist þess hve yfir- gengilega hræddur ég hafði verið, þegar sá þunnleiti stöðvaði mig í þrepunum og sýndi mér hnúajárn- in. Við eigum að vera hughraust og djörf. Við lesum um hughraust fólk, þar til þessi hreystihugmynd síast inn í okkur og við förum sjálf að trúa því að við séum hughraust og hörð af okkur og svo fyllumst við smán, þegar við rekum okkur á að við erum hvorugt. Minningin berst

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.