Vikan


Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 16

Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 16
— Ó, Harriet! HvaS hugs- arðu! —- Allar búðir voru lokaðar. — Já, en — ég meina . . . „fish and chips“! Með Tchaikov- sky? Með „Rómeó og Júlíu“? Með ásökun í hverjum drætti og hverri hreyfingu át hann kvöldmatinn og lét ekki svo lít- ið að opna flösku af víni með honum. Harriet var hljóð og hógvær. Hún hreyfði sig ekki, fyrr en hann var kominn upp í svefnherbergið að hafa fata- skipti. Þá sótti hún trönurnar fram í geymsluna og setti þær upp við arininn. Þegar Robert kom aftur, brosti hann umburðarlyndur til henn- ar en sagði ekkert. Á stundum sem þessum sagði hann sjaldnast neitt. Hann einbeitti sér að því að komast í rétt skap fyrir það sem til stóð það kvöldið. Meðan Harriet raðaði málningunni sinni á hilluna neðst á trönunum, dró Robert stjórnnallinn á sinn stað, lagði opið nótnaheftið á nótna- stæðið og dró vírinn með fjar- stýringunni á grammófóninum, þvert yfir stofuna. Tveir skellir með hælnum . . . svo sneri hann höfðinu, þegar Harriet varð það á að hósta . . . síðan reis tónsprotinn og féll. Það tók undir í húsinu af inn- gangshrinunni í deilu Montagues og Capulets. Robert brosti geisl- andi brosi. Hann stjórnaði nú á fyrstu fiðlu og k'nkaði kolli snöggt til áherzlu. Tveir bollar í postulínsskápnum fóru að nötra með. Harriet leit á auðan strigann fyrir framan sig og dró á hann rautt strik, í tilraunask-'mi. Allt í einu ropaði Robert óvænt. Tónsprotinn hvikaði ekki, en hann greip með vinstri hend- inni fyrir bringspalirnar. Önnur meltingatruflun dró úr athygli hans eitt andartak. en síðan rétti hann mvnduglega úr sér á ný. Harriet sá óljóst fyrir innri siónum daufar útlínur af hold- legri sveitalífsmynd á strigan- um. Hún hratt henni frá sér. Hún var þegar komin af sveita- stieinu og raunar var hún nú að yfirstíea raunsæisstig borgarlífs- ins. Hún blandaði litum og bar þá á léreftið af skyndilegum krafti og komst að þeirri niður- stöðu, að það væri mál til kom- ið að hún að hún sneri sér að andlitsmyndamálun, og eftir að hún hafði dregið nokkrar und- irstöðulínur, sá hún, að andlits- myndin myndi verða af andliti Ambrose, og það gat ekki gengið. f flýti breytti hún kjálkalín- unni í abstrakt gormsveigju. Abstraktmálaralistin var ör- uggari. Hún varð að gefa sig á vald innlifun augnabliksins, hinni hreinu sköpun, óskiptri af hömlum efnishyggjunnar. Hlýja — hreinar línur og hreinir litir, sérstaklega þýðingarmiklir vegna þess að þeir voru lausir við lufsulega spennitreyju menning- arinnar. Mm, sagði Harriet. Og utan úr engu dró hún beina línu á léreftið. Æðasláttur tónlistarinnar ólg- aði og slokknaði. Út úr bombald- anum kom löng, ljóðræn lag- lína. Robert fór að sveigjast á stjórnpaliinum. Robert var bein- línis skáldlegur, næstum þokka- fullur, þegar hann sveigðist svona. Harriet sá, að það sem hún hafði teiknað var pallustákn, það fór ekki milli mála. Það gat ekki gengið. Hún faldi það í flýti í alls konar krossum og krókum og hófst handa í öðru horni strig- ans. Hún reyndi að gefast tón- listinni á vald og samtímis að hugsa um eitthvað, sem hvíld væri í, eitthvað, sem myndi róa hana á sál og líkama. Rómeó og Júlía, i túlkun Ro- berts, með nokkurri hjálp fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Berlín. Rómeó og Júlía, tákn hinnar saklausu, ungu ástar. Nújæja var hann kannske ekki svo ýkja saklaus. Ekki, ef þessi gamla fóstra vissi, hvað hún var að tala um. Hún reyndi að hugsa um fjalla- læki. Um köld böð. tónlistinni og reyndi að hugsa fallega. Mildi og ljós, sagði hún við sjálfa sig. Fallegar hugsanir gera mann fallegan, þær eima mann, hvað sem það nú þýðir. Gegnum litabálið á striganum dansaði lifandi vera. Var það ein af músunum hennar? Nei, þetta reyndist vera Ambrose í balletbúningi, hann hringsnerist á tánum eins og Nurejev á gala- sýningu. Hann teygði sig í átt- ina til hennar. Hún beygði sig undir vilja hans og var reiðubú- in að fallast í faðma við hann — eingöngu andlega, auðvitað - en kóreografían krafðist þess að hann þeyttist, eins og haldinn illum öndum, þvert yfir sviðið, rétt sem hún lét fallast við fæt- ur hans! Harriet drúpti höfði. Hún þráði. Hún var Júlía á lík- börum og beið eftir Rómeó, og Rómeó myndi koma of seint — og það kom henni ekki á óvart með tilliti til þess, hve hann ein- beitti sér að því að dansa entre- chat einhvers staðar í áttinni að svissnesku landamærunum. Harriet teygði hendurnar í ör- væntingu í áttina til þessarar heillandi hugveru. Robert hafði stöðvað plötu- spilarann og bankaði nú með tónsprotanum í nótnastatívið til merkis um að hann óskaði eftir r Framhaidssaga eftir John Burke 3. HLUTI Copyriglit: John Burke 1968 Um bókina sem hún hafði ver- ið að lesa í síðustu viku — sög- una úr Suðurríkjunum, glóandi af grófum ástríðum, ruddalega sögu af fátækum, hvítum bónda, sem þröngvaði sér í drykkjuæði upp ó ljóshærða suðurríkjastúlku og.... Nei . . . hún dró til sín pensil- inn, því hún vissi, hvernig hann myndi koma upp um hana á lér- eftinu. Það var miklu betra að ímynda sér Rómeó og Júlíu í Verónu, heldur en þetta hræðilega fólk i Ole Virginny. Hún gaf sig á vald grípandi þögn. —■ Nei, herrar mínir. Nei. Hann rýndi í nóturnar. Tchai- kovsky segir appassionata hérna. Appassionata, herrar mínir — og það er ekki það sama og rubato. Alls ekki. Nú. Við skulum byrja aftur á, hm - hann taldi með endanum á tónsprotanum aftur eftir nótunum. — Tveir, þrír — á fjórða striki eftir H. Harriet starði tómlátlega á strigann. Robert lyfti tónsprotanum. Harriet hóstaði skyldurækin. Ro- bert hleypti í brýrnar og svo sló hann niður með sprotanum. Það var samt þögn. Hann sá í flýti hvaða mistök hann hafði gert og setti plötuspilarann aftur af stað. Hljómsveitin hraðaði sér að láta að stjórn hans. Harriet hallaði sér aftur á bak. Hún var ör- magna á sál og líkama. Hún lok- aði augunum, eins og hún væri í rauninni á symfóniuhljómleik- um. Ambrose kom stökkvandi inn í vökudrauma hennar öðrum megin á sviðinu og sveif út af því hinum megin. Henni varð hugsað til æsku sinnar og unglingslegra vona. Síðan skýjaborga hennar sem konu og vonbrigða hennar sem konu. Hún hafði komið frá Col- umbus, Ohio, til að leita að heim- inum, og hvað hafði hún fund- ið? Hið venjubundna líferni heima hafði verið svo leiðinlegt og niðurdrepandi að hún leitaði til Evrópu í von um að finna eitthvað nýtt, en um leið eitt- hvað gamalt og þroskað, vegna þess að erfðavenjur gamla heims- ins stóðu svo djúpum rótum. Til að leita, til að finna og síðan til að staðna. Endaði allt þannig? Þrettán ár í London, þar af tólf með Robert. Og nú hafði London um hríð verið the swinging city og hún hafði ekki einu sinni tekið eftir því. Þótt einhvers staðar væri eitthvað á ferð og flugi, var það sannarlega ekki á þessu heimili. Hún drúpti syfjulega höfði. Ambrose var konungur í Babý- lon og hún var kristin ambátt. Eða var hann Egypti og hún fal- leg Gyðingaambátt? Eða var hún drottningin af Karþagó og hann. Það var eins og tónlistin end- urtæki sig hvað eftir annað. Sami lagstúfurinn glumdi við hvað eftir annað. Alit í einu heyrðist smellur og öllu var lokið. Gripin samvizkubiti hristi Harriet af sér doðann og byrj- aði að klappa. Gott, Robert. Þý varst mjög vel upplagður í kvöld. — Við erum ekki búnir, sagði Robert fýlulega. Hann fiktaði eitthvað við stjórntæk'n og tón- iistin hófst aftur, til þess eins að endurtaka enn einu sinni sama lagstubbinn. Platan var biluð. Harriet drap tittlinga. Hún virti fyrir sér hökuna á Robert; hún stóð út í loftið eins og hún stóð alltaf út í loftið, þegar hann var reiður. Hann var nú í raun og sannleika engill. Henni þótti svo vænt um hann. Já, það var satt. Henni þótti reglulega og sannarlega vænt um hann. Hann var svo traustur; og svo elsku- legur. Svo áreiðanlegur. Það var ekkert spennandi eða æsandi við Robert, en það varð heldur eng- inn fyrir áföllum af að búa með honum. Og þegar allt kom til alls, var ekki hin jafna, rólega ánægja mun betri en hin óáreið- 16 VIKAN 35- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.