Vikan - 05.09.1968, Blaðsíða 33
50 BOUlH^
við raunveruleikann. Hversvegna
tók ég ekki á' móti honum? Hvers-
vegna spurði ég hann ekki hvern
andskotann hann héldi að hann
væri að tala við?
Ég hefði átt að segja við hann:
— Sjáðu nú til, væni minn, þú skalt
reyna að selja skóreimarnar þínar
einhvers staðar annars staðar.
Ég hefði átt að segja þetta á sér-
stakan hátt, þannig að hann héldi
að ég meinti það, en það gat ég
ekki og ég hafði aldrei sagt neitt
þvílíkt við neinn annan á ævinni.
Það er hliðstætt þeim sannleika
að ég er búinn að skrifa allt þetta
sem komið er, án þess að minnast
á það hvernig ég lít út. Og ég veit
ekki hvernig ég á að lýsa því; ég
veit ekki almennilega hvernig ég
lít út. Sumt fólk veit það, eða hlýt-
ur að vita það; ég er viss um að
það er til fólk sem veit það og það
getur hugsað um það og gert sér
hugmynd um það hvernig það lít-
ur út, vegna þess að það líkist ein-
hverjum ákveðnum. Það get ég
ekki. Stundum geng ég um göturn-
ar og ég sé tuttugu eða þrjátíu
manns sem minna mig á sjálfan
mig. Allir þessir menn eru í meðal-
lagi háir, hafa litaraft eins og ger-
ist og gengur, brún augu, skol-
brúnt hár og andlit, sem allt eins
gætu verið söguð út úr krossviði,
þokkaleg andlit, andlit áfjáð í ör-
yggi og von, en eins og ég segi
við sjálfan mig, ekki raunveruleg
andlit. Alísa, konan mín, myndi fá
áfall ef hún vissi að ég hugsaði
þannig. Henni fannst ég fallegur,
þegar hún gekk að eiga mig, og
kannske finnst henni það ennþá, en
það er skynjun þess sem ég er f
annarra augum, ekki mínum eigin;
og ímynd mfn í mínum eigin aug-
um hefur enga sérstaka mynd; en
kannske er ég f augum einhverra,
eins og feitu konunnar sem sat við
hliðina á mér, viðkunnanlegur og
meinlaus.
Það er óþarfi að fjölyrða svona
mikið um þetta, en henni hlýtur að
hafa sýnzt ég þess konar maður að
það væri óhætt að tala við mig I
strætisvagninum til Felton, jafnvel
þótt konum á hennar aldri sé óhætt
undir flestum kringumstæðum, eða
er ekki svo? Eða var ég ekki ör-
uggur einmitt núna; sá þunnleiti
varð eftir á pallinum við bílinn og
engar taugar gátu leitt hann til mín
aftur, með þessa hræðilegu vit-
leysu um lykil. Og hvað hét aftur
gamli maðurinn? Sherman, Shell-
man, Shlakmann? Já, það hét hann.
En hvað hafði Þunnleitur saman við
hann að sælda?
Og svo sofnaði ég við tilbreyt-
ingarlaust malið í strætisvagninum
og f þessum sérkennilega hálf-
svefni strætisvagnanna upplifaði ég
allt saman á ný; gamli maðurinn
greip f mig og svo flaug líkami
hans í gegnum loftið og lenti fram-
an við æðandi lestina.
Ég vaknaði með rykk og ósjálf-
rátt stakk ég hendinni í vasann,
þar sem ég geymi sígaretturnar, en
svo mundi ég að ég var í strætis-
vagninum og sleppti sígarettupakk-
anum, án þess að draga hann upp
úr vasanum og hafði af honum
fingurna. Svo dró ég upp úr vasan-
um flatan lykil, sem ég hafði aldrei
séð áður. Þetta var koparlykill að
öryggishólfi, einkennislaus og slétt-
ur, nema hvað f var efst á honum.
Svo gamli maðurinn hafði stung-
ið á mig lyklinum og Þunnleitur
hafði séð það,- og á þessari stundu,
þarna í strætisvagninum, gat ég
ekki annað en lagt þessa spurningu
fyrir mig: Hversvegna hafði ég
ekki stungið hendinni f vasann,
strax á brautarstöðinni? Því hefði
ég gert það, hefði ég látið Þunn-
leit hafa lykilinn undir eins og sagt
við hann: — Hérna er hann. Hér er
þessi andskotans lykill þinn og láttu
mig nú f friði og bendlaðu mig ekki
meira við þetta. Ég óskaði þess af
alhug að ég gæti fært klukkuna um
nokkrar klukkustundir aftur á bak,
að ég væri ennþá aðeins venjuleg-
ur teiknari að nafni John T. Camb-
er, þrjátíu og fimm ára að aldri,
kvæntur, með þriggja ára miðskóla-
nám og tvö ár í hernum og þrettán
ára tilbreytingarlaust starf að baki.
Ef það væri hola — eins og það
var — djúp og botnlaus — langaði
mig aðeins til þess að skríða ofan
í hana og fela mig þar.
En þetta var æsingur, sem jaðr-
aði við örvæntingu, en þegar ég
virti fyrir mér lykilinn og velti hon-
um fyrir mér hvarf spennan. Ég leit
á konuna með innkaupapokana frá
Gimbels og hún var að horfa á lyk-
ilinn. Ég stakk honum aftur f vas-
ann og ákvað að kasta honum frá
mér þegar ég kæmist út úr strætis-
vagninum. Kasta honum frá mér
inn á óbyggt, runnum vaxið svæði
og þá var ég laus úr öllu því, sem
ég hafði kannske verið í, án þess
að vita nokkuð og ég vildi ekki
vita neitt. Ég væri hreinn. Þunnleit-
ur væri í New York, á strætisvagna-
stöðinni, og það var ekki nema
einn möguleiki á móti tíu þúsund
að ég myndi sjá hann aftur.
Eða var það svo?
Þegar vagninn kom á leiðarenda,
steig ég út úr honum, en ég kast-
aði lyklinum ekki frá mér. Ég stakk
ekki einu sinni hendinni í vasann.
Ég snerti hann ekki. Mér hafði snú-
izt hugur.
Framhald í næsta blaði.
Vertn róleg, mamma, ég get sjálfur skrúfað frá!
35. tbi. VIKAN 33