Vikan


Vikan - 21.11.1968, Page 8

Vikan - 21.11.1968, Page 8
EFTIR LÚPIIS SSfll $ Embætti forseta sameinaðs þings telst ekki vaklamikið fremur en lögsögumannsins forðum, en virðing þess orkar naumast tvímælis. Hann er húsbóndinn á heimilinu, sem kallast löggjafarsamkoma þjóðarinnar, og fer að auki í fjar- veru og forföllum landsföðurins með vald hans ásamt for- sætisráðherra og forseta hæstaréttar. Birgir Finnsson hefur gegnt þessari tignarstöðu um skeið við góðan orðstír. Sá frami Birgis var raunar hending eins og fleiri mannvirð- ingar hans. Embættið losnaði allt í einu eftir kosningarnar 1963, þegar Friðjón Skarphéðinsson hvarf af þingi. Birgir reyndist þá hlutskarpastur af tiltækum liðsoddum Alþýðu- flokksins í keppninni um þennan háa sess, og gátu þó víst Benedikt Gröndal og Eggert G. Þorsteinsson hugsað sér að veljast þangað. Sannaðist þar á Birgi Finnssyni gamli máls- hátturinn, að kemst þó að hægt fari. Birgir fæddist á Akureyri 19. maí 1917 og er sonur Finns heitins Jónssonar alþingismanns og ráðherra og fyrri konu hans, Auðar Sigurgeirsdóttur. Hann fluttist með foreldrum sínum til Isafjarðar barn að aldri, en faðir hans gerðist þar brátt skeleggur foringi í sveit jafnaðarmanna. Birgir varð stúdent í fæðingarbæ sínum nyrðra 1937 og stundaði hag- fræðinám í Stokkhólmi tvo vetur, en hvarf þá heim og tók innan skamms við ýmsum störfum af föður sínum á Tsa- firði og öðrum trúnaði. Birgir hefur átt sæti í bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar samfleytt frá 1942 og var forseti henn- ar 1952—1962. Þótti hann strax farsæll í starfi, en ekki aðsópsmikill í baráttu. Atti hann þess vegna örðugt um vik framan af, þar eð samherjar hans vestra eru margir nokkuð harðlyndir og kappsamir. Ilrslitum réði, að Birgir er ein- lægur maður og traustur, drengur góður, og hefur því aldrei goldið hæglætis og prúðmennsku. Landsmálaafskipti Birgis Finnssonar komu seint til sög- unnar. Faðir hans var þingmaður Isfirðinga langa hríð, en Hannibal Valdimarsson erfði ríkið í aukakosningu 1952 að Finni látnum. Það gekk Hannibal úr greipum ári síðar, er hann féll óþyrmilega fyrir Kjartani lækni Jóhannssyni. Hanni- bal gerðist 'stafnbúi á barða Alþýðubandalagsins við kosning- arnar 1956 og tryggði sér öruggt þingsæti í höfuðborginni. Alþýðuflokkurinn bauð fram aðkomumenn á ísafirði þá og við fyrri kosningarnar 1959 og fór mjög halloka fyrir Sjálf- stæðisflokknum og persónulegum vinsældum Kjartans lækn- is. Virtist því engan veginn horfa vænlega fyrir Birgi Finns- syni, er hann valdist efstur á lista Alþýðuflokksins í Vest- fjarðakjördæmi við haustkosningarnar 1959, enda var Hanni- bal Valdimarsson þá lagztur í hernað þar gegn fyrri sam- herjum og barðist af móði. Birgi vegnaði hins vegar bæri- lega, fékk 680 atkvæði og var kjördæmakosinn með 22 at- kvæði uinfram Hannibal, sem hlaut að láta sér nægja upp- bótarþingsæti. Birgir féll hins vegar fyrir Hannibal 1963 með 52 atkvæða inun, en varð landskjörinn. Svo snerist hjólið aftur Birgi í hag við síðustu kosningar, enda tefldi Alþýðu- bandalagið þá Steingrími Pálssyni fram á móti honum á Vest- fjörðum eftir að Hannibal geystist þaðan til stórorrustu í Reykjavík. Birgir vann júngsætið á ný sem kjördæmakosinn, fékk 93 atkvæðum fleira en Steingrímur og mætti bjartur yfirlitum til þings og forsetadóms. Varð kosning Birgis sam- herjum hans ærið fagnaðarefni. Frami Birgis Finnssonar er geðfelldur og táknrænn. Hann temur sér háttvísi og kurteisi, berst lítt á, en fer sínu fram og reynist vonum framar. Sumir ætla hann auðsveipan, en það er misskilningur. Birgir fellur hins vegar aldrei ótil- neyddur í freistni áhættusamrar baráttu, því að honum eru slík ævintýri fjarri skapi. Ilann trúir á þróun og víkur livergi af þeim vegi, þó að móti blási. Eigi að síður er hann róttæk- ur í skoðunum, þó að frjálslyndi einkenni málflutning hans og afstöðu. Ilann er sannfærður jafnaðarmaður, sem kann skil á fræðikenningum, en hefur og mótazt af erlendri og islenzkri reynslu. Birgir Finnsson er nógu gamall til þess að 8 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.