Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 11
I*essi varð- turn gæti vel verið frá Ausch- witz eða Tre- blinka, arkitekt- úrinn er sá sami. En sovézkur er hann. 4 Lettneskir her- menn úr svokall- aðri Kalpaks- battaljón, sem tók þátt í frels- isbaráttu þjóðar- innar í lok fyrri heimsstyrjaldar. Á lettneskri járnbrautarstöð. — Liðsmenn úr sovézku leyniþjónust- unni standa vörð yfir gripavagni, fylltum handteknum Lettum, sem senda á í dauðabúðir Síberíu. ÞÆTTIR ÚR SÖGU LETTLANDS SÍÐARÍ HLUTI Lettneskar mæður í Síberíu. — Eftir dauða Stalíns urðu blóöugar upp- reisnir víða í þrælabúðum Sovétríkj- anna, og þóttu Lettar ganga þar sér- staklega vel fram. Sovétmenn bældu uppreisnina niður af dæmigerðum ruddaskap og beittu meðal annars skriðdrekum gegn vopnlausum múg fanganna. og Rússum og áttu lengst af illa ævi. f lok fyrri heimsstyrjaldar náðu þeir loks sjálfstæSi. En það Bezta fólk þjóðarinnar var þá myrt eða herleitt til Síberíu, en leifarnar hjara við hlífðarlausa und- fyrstu var Elísabet, sem síðar varð drottning allra Rússa og barðist grimmast við Friðrik mikla Prússakóng í sjö ára stríð- inu. Sem kunnugt er, snerist stríðs- gæfan í Norðurlandaófriðnum mikla gegn Svíum í orrustunni við Poltava, og í ófriðarlok urðu þeir að láta Rússum eftir öll lönd sín austan Eystrasalts og sunnan Kirjálabotns. Á síðari hluta átjándu aldar, þegar pólska ríkinu var skipt á milli Prússa, Austurríkismanna og Rússa, kom Suður-Lettland ásamt Litháen í hlut þeirra síðastnefndu. Voru þeir þá orðnir einráðir í Eystra- saltslöndunum þremur og voru það fram að heimsstyrjöldinni fyrri. Eins og nærri má geta stór- versnuðu kjör Letta undir rúss- neskri stjórn. Einkum áttu þeir slæma daga á átjándu öld, en þá sátu lengst af drottningar á keisarastóli Rússlands. Þetta kvenfólk hossaði aðlinum tak- markalítið og leyfði honum að arðræna og pynda bændaalþýð- una að vild. í Lettlandi og Eist- landi voru hinir þýzkættuðu riddaraniðjar og aðalsmenn nú digrari en nokkru sinni fyrr. Meira að segja þýzka var opin- bert mál þessara landa en ekki rússneska. Til dæmis um kjör lettneskra bænda þá má nefna, að ef þeir yfirgáfu jörð sína í óleyfi aðalsmanns þess, er þeir heyrðu undir, voru þeir í refs- ingarskyni brennimerktir á enni eða þá skorin af þeim eyru og nef. Einnig var höfðingjum í Lettlandi og Eistlandi frjálst að drepa hjáleigumenn sína, ef svo bar undir. Um kjör bænda í þessum löndum segir ennfremur í samtímaheimild: „Eistar og Lettar eru ekki persónur, heldur hlutir sem seldir eru við verði eða látnir í skiptum fyrir hesta, hunda og reykjarpípur. í Lív- landi er fólk ódýrara en negrar í nýlendunum.“ í tíð Svía hafði þjóðardrykk- ur Letta og Eista verið öl, en nú lögðust þessar aumingja þjóðir í óhemjulegt brennivínssvall að rússnesku fordæmi. Stjórnar- völdin og aðallinn hvöttu menn sem ákaflegast til drykkjunnar, því þessir aðilar höfðu einkarétt á framleiðslu og sölu brenni- víns. Klerkar lúthersku kirkj- unnar bættu hér ekki úr skák, enda flestir innfluttir frá Þýzka- landi, illa mæltir á tungur lands- manna og viljalaus verkfæri yfirstéttarinnar. Hafði svo raun- ar verið að mestu síðan kristni var troðið upp á Letta og Eista, og því engin undur þótt þessar þjóðir væru heiðnar í hug og hjarta fram á átjándu öld. Fyrsti kristindómur, sem lettnesk al- þýða virðist hafa tileinkað sér af heilum hug, voru þýzkar heittrúarstefnur, einkum Herrn- hut-hreyfingin frá Bæheimi, sem um þessar mundir barst til Eystrasaltslanda. Boðberar þess- arar hreyfingar voru yfirleitt einlægir menn og heiðarlegir og tóku svari hinna undirokuðu landsins barna. Auðvitað varð þetta til þess að herrnhut- arnir urðu sjálfir fyrir ofsókn- um yfirvalda og aðals. Síðar hugkvæmdist forkólfum rúss- nesku kirkjunnar að nota and- styggð lettneskra og eistneskra bænda á hinni lúthersku kirkju þýzku aðalsdrottnanna til að véla nokkra þeirra til að taka við orþódoxri trú. Hagur Eista og Letta tók að batna á nítjándu öld, en þá sátu aftur á keisarastóli Rússa karl- menn, sem ekki létu aðalsmenn- ina vaða jafnt gegndarlaust yf- ir hausinn á sér og kvenfólkið hafði gert. Meira að segja á dög- um Nikulásar fyrsta, sem þótti þó illur dólgur og afturhalds- samur, fór kjörum þegna hans í Eystrasaltslöndum heldur fram, ef nolckuð var. Þjóðernisstefnu óx um þetta leyti fylgi í Rúss- landi sem annarsstaðar, og varð hún til þess að Rússar tóku nú að þrengja kosti þýzk-baltnesku aðalsmannanna, sem til þessa höfðu verið að mestu einráðir í Eistlandi og mjög áhrifamiklir Framhald á bls. 30. 46. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.