Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 29
Hún starði á mig, svo kinkaði hún kolli. Shlakmann var þegar lagður af stað upp stigann. Ég fylgdi honum. Þegar hann kom upp hikaði hann og fyrir aftan hann hafði ég augun rétt upp yfir borð- stokknum. Ég sá þilfarið, stórt og rúmgott, tvo hægindastóla með mynstruðu áklæði og fjóra sólstóla. Til annarra hliðar var færanlegur bar, glas, flöskur og ísfata. Frammi í stafni var breiður íbjúgur bekkur eða sófi og ég sá ekki strax manninn, sem lá þar. Svo tók ég eftir honum og ég hélt að hann væri sofandi, en þegar Shlakmann sté inn á þilfarið stökk þessi maður á fætur. Þetta var Angie og fyrst í stað sá hann mig ekki, ég var að mestu leyti ofan í stiganum og bak við borðstokkinn. — Shlakmann! sagði hann. — Hvern fjandann ertu að gera hérna? Sendi Montez þig? Ég heyrði ekki í neinum báti. — Var það ekki, sagði Shlak- mann og hló. Ég notaði mér tímann til að stökkva upp á borðstokkinn og í þremur skrefum var ég komín að káetudyrunum. Slhakmann var milli mín og Angies og þegar ég opnaði káetudyrnar og starði inn í myrkrið heyrði ég Angie hrópa. — Shlakmann. Hver djöfullinn var þetta ? — Camber. — Camber! Ertu brjálaður? Hver sagði þér að koma með Camber hingað? — Enginn sagði mér að koma með Camber hingað. — Veit Montez um þetta? — Montez veit ekki nokkurn and- skotans hlut, Angie. Ekki nokkurn andskotans hlut. — Ertu orðinn vitlaus, Shlak- mann? — Ég er brjálaður eins og hund- ur. Samræður þeirra voru baksviðið. Ég heyrði annað. Ég stóð þarna í svartamyrkri káetunnar, hjartað í mér barðist eins og mótor og kven- mannsrödd kallaði: — Ert þetta þú, Angie? Ég sagði þér að koma ekki hingað inn. Barnsrödd sagði: — Lenny? Lenny? Svo kviknaði á lampa. Lenny settist upp á dívaninn, sem hún hafði legið á, með hendina enn á Ijósarofanum og starði á mig, van- trúuð á svip, og á hinum endanum á þessum langa dívani lá dóttir mín með gullna hárið undir grárri kápu. Andartaki seinna þrýsti ég henni að mér og allur líkami minn skókst af þurrum ekka, en hún kvartaði: — Pabbi, þú kreistir mig of fast. Úti kallaði Angie: — Shlakmann, þú ert orðinn brjálaður. Það er það, sem að þér er. Þú ert genginn af göflunum. Vitlaus! Það vottar ekki fyrir heila í andskotans þverhausnum á þér. Tíminn þjappaðist saman; hann þaut áfram, hann náði sjálfum sér og byrjaði upp á nýtt og svo stóð hann kyrr. Ég reyndi að hugsa, áætla og gera eitthvað, en skjálf- andi hendur mínar fundu engan lykil ( kápuvösum Pollýar. — Lykilinn, heyrði ég Shlakmann segja. — Lykilinn, hreytti ég út úr mér framan í Lenny. — Hvar er hann? Hann var í kápuvasa hennar. — Nei. — Pabbi, ég er svo syfjuð, sagði Pollý. — Leitaðirðu? spurði ég Lenny. — Auðvitað leitaði ég. Heldurðu, að mér hafi ekki dottið það í hug? — Hverjir eru hér fleiri? — Engir fleiri. Við erum bara hér tvö, og Shlakmann er úti. Hvernig komst hann hingað? Hvern- ig komust þið hingað? Hvar er Montez? Ég svaraði ekki spurningum hennar. — Passaðu Pollý, sagði ég, og svo fór ég til dyra. Shlakmann stóð aðéins' tvö fet frá káetudyrunum og sneri við mér baki. Angie fikraði sig fimlega í áttina til hans. Hann var með hnúa- járnin og það glampaði á þau í hægri hendi hans, en í vinstri hend- inni sá ég dósahnífinn gægjast fram. Bak við hann var Alísa í stig- anum, utan við borðstokkinn, og ég rétt greindi höfuð hennar og herð- ar í myrkrinu. — Svona nú, Angie, ögraði Shlakmann sönglandi röddu. — Komdu nú til mín, helvítis tíkar- sonurinn. — Komdu, komdu, komdu Angie! Á ég að segja þér, hvað ég ætla að gera? Ég ætla að brjóta hvert bein í andskotans skrokknum á þér, hvert bein. Ég er búinn að leggja þetta rækilega niður fyrir mér, Angie. Veiztu, hvað ég hef sagt fyrir löngu við sjálfan mig: Einhvern tíma ætla ég að brjóta Angie Cambosia í parta. Angie stökk að honum. Ég hef aldrei áður séð mann hreyfa sig svo snöggt. Hann lét líka eftir sig nokkur vegsummerki. Shlakmann rak upp reiðiöskur og stökk á eftir honum. Angie vatt sér undan. Shlak- mann sneri nú móti mér. Jakkinn opinn, skyrtan skorin frá skrokkn- um og niður eftir bringunni að framan var langt, dökkt strik, þar sem dósahnífurinn hafði rist gegn- um holdið. Shlakmann horfði fast á Angie og glotti. Ég kalla þetta glott, en það var það ekki. Það var nokkuð, sem Shlakmann hafði lært að gera við munninn á sér, hann dró þess- ar þunnu varir frá tönnunum. Hann stóð þarna, glotti við Angie og for- mælti honum og svo stökk hann að honum og sló. Höggið hefði drepið Angie; mannleg bein og hold er ekki gert til að þola högg eins og þau, sem Shlakmann greiddi, en Angie vék sér undan aftur og Shlakmann missti fótanna, féll á barinn, svo flöskurnar og glösin flugu í allar áttir, og um leið og hann riðaði framhjá Angie, keyrði Angie hnúa- járnin í kjammann á honum eins og svipu. Shlakmann riðaði við og aft- ur greiddi Angie honum högg, sömu megin á andlitið. Þessi tvö högg rifu upp kinnina á Shlakmann, svo skein í beinið. Hann var sterkur eins og uxi, en holdið var mjúkt og viðkvæmt eins og á öðrum mönnum. Öskrandi og beljandi af sársauka og reiði réðist hann á Angie með handaslætti, sem Angie tókst á undraverðan hátt að víkja sér und- an, en hnúajárnin og dósahnífur- inn gerðu sitt gagn. Angie vatt sér að honum og hjó og skar og skar og hjó. Skyrta Shlakmanns og jakki héngu I tætlum. Höfuð hans var þakið blóði og blóð rann úr háls- inum og handleggjunum og bring- unni og bakinu. Hnúajárnin skullu á munni hans; þau söxuðu eyrað, breyttu því í sköpulagslausa kássu, þau lentu hvað eftir annað á beini; en Angie var tekin að þreytast. Hann hreyfði sig of hratt og of mikið og lagði of mikið á likamann — og að lokum misreiknaði hann sig. Hann var ekki nógu snöggur. Ekki nógu til að sleppa að fullu undan hægri hnefa Shlakmanns. Höggið hitti, af svo miklu afli, að Angie lyftist upp og flaug yfir sóf- ann, án þess að koma við. Shlak- mann sparkaði sófanum til hliðar og stakk sér eftir Angie, sem komst á fætur og slapp undan Shlakmann. En nú var Angie búinn að fá nóg. Hann reyndi að komast út að borð- stokknum, en Shlakmann náði í öxl- ina á honum og kastaði honum aft- ur inn á þilfarið. Þegar Angie klöngraðist aftur á fætur slöngvaði Shlakmann tveimur stórum hrömm- um utan um hálsinn á honum og lyfti honum upp á þilfarið. — Jæja, tíkarsonurinn þinn! hrópaði Shlakmann, með munninn svo fullan af blóði, að hann kom varla orðunum upp úr sér. Hann dinglaði Angie eins og pendúl. Angie sló hann í andlitið með hnúajárninu, klóraði í hann með dósahnífnum, en Shlakmann lyfti handleggjunum og herti takið. Það heyrðist brestur, þegar hann braut hálsinn á Angie og hnúajárnin og dósahnífurinn féllu á þilfarið. Svo sleppti Shlakmann honum og lét hann detta eins og poka. Ég veit ekki, hve langan tíma þessi orrusta stóð. Á eftir var Alísa viss um, að þetta hefði gerzt mjög snöggt; í mínum huga teygði þessi atburður sig yfir endalausa eilífð. Ég var dáleiddur af hræðslu og kvíða, því allt frá upphafi vissi ég, hvert mitt hlutverk yrði að lokum. Ég þurfti ekki að hugsa um eða velta því fyrir mér. Ég vissi það. Ég býst við, að maður viti þegar dauðinn kemur, og ég geri ráð fyrir, að það sé fátt, sem maður veit með eins mikilli vissu — þar kemst enginn efi að. Ég leit tvisvar inn í káetuna með- an á bardaganum stóð. í fyrra skiptið var Lenny að horfa á hann. Framhald á bls. 44. --- -\ FRAMHALDSSAGAN 12. HLUTI EFTIR E. V. CUNNINGHAM - TEIKNING BALTASAR 40. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.