Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 20
k URDRfiTIUR UR SKfiLDSÖGU JOHNS GfiLSWORTHY 8. HLUTI Andrúmsloftið var nokkuð þyngslalegt, þegar Jo kom aftur heim frá París. — Mér fannst það vera skylda mín að bjóða mig fram, sagði Jolly við föður sinn. — É'g geri þetta ekki til að skemmta sjálfum mér. — Ég dáist að þér fyrir það, drengur minn. Ég hefði tæplega gert þetta á þínum aldri, ég er hræddur um að Forsyteeðlið hafi verið of sterkt í mér. ... Jolly brosti. — Ég er hræddur um að ástandið sé svipað hjá mér. Þetta kom hreinlega af því að ég skoraði á Val Dartie að bjóða sig fram, ef hann þyrði að fara að dæmi mínu. ■—- Hversvegna? —- Við erum óvinir, sagði Jolly stuttlega. Jæja, hugsaði Jo, —• fjölskylduerjurnar ná til þriðja ættliðs. Átti hann að segja syni sínum frá þessu? Nei, það þjónaði ekki neinum tilgangi. Hann myndi ekki geta sagt rétt frá, þegar hann kæmi að sinni hlutdeild í því stríði.... Og Jolly hugsaði: Holly verður sjálf að segja pabba frá þessum náunga. Ef hún gerir það ekki, þá er það vegna þess að hún vill ekki að faðir okkar viti um þetta, og ég fer ekki með slúður. En nú er ég þó að minnsta kosti búinn að stöðva þessa vitleysu í bili.... Síðan verða örlögin að ráða.... Fréttin um það að Jolly hafði boðið sig fram til herþjónustu flaug eins og eldur í sinu meðal fjölskyldunnar. Svo var sagt að June hefði ekki viljað standa hálfbróður sínum að baki, svo hún lét inn- rita sig í Rauða Krossinn, til að fá þjálfun sem hjúkrunarkona. Öllum fannst þetta eitthvað svo fjarrænt, þetta var svo ólíkt öllu, sem áður hafði skeð innan fjölskyldunnar, að þeim fannst nauð- synlegt að standa nú saman. Á hverjum sunnudegi fylltust stof- urnar hjá Timothy frænda af fjölskyldumeðlimum, sem hvískruðu og pískruðu. — Það væri gaman að vita hvernig þessi sonur Jos lítur út, sagði Juley frænka og andvarpaði. — Að hugsa sér, við höfum aldrei séð hann. Faðir hans hlýtur að vera hreykinn af honum. Faðir hans er í París, skaut Frances, dóttir Rogers frænda inn í. Hester frænka yppti öxlum, eins og til að stöðva næstu athuga- semd frá Juley, en það var of seint. . . . — Við fengum heimsókn í gær, það var kunningi okkar, sem kom beint frá París, sagði Juley. — Og hvern haldið þið að hún hafi séð þar? Irenu! Hugsið ykkur bara . . . eftir öll þessi ár! Hún var í fylgd með karlmanni, manni með ljóst skegg. Og hún leit ekki út fyrir að vera einum degi eldri. Hún hefur nú alltaf verið ákaf- lega lagleg... — Ó, segðu okkur eitthvað um hana, frænka, sagði ein af ungu stúlkunum. — Irene var svarti sauðurinn í fjölskyldunni, var það ekki? Var Soames frændi mjög hrifinn af henni? Hester frænka var hneyksluð á svipinn og herpti saman varirnar, en Juley svaraði, án þess að blikna: Já, frændi þinn var alveg sérstaklega hrifinn af henni. — Strauk hún með einhverjum manni? — Nei, alls ekki, — það er að segja — ekki beinlínis. . . . Já, en hvað skeði, frænka? Winifred Dartie, móðir Vals, stóð upp, ákveðin á svipinn. — Nú verðum við að fara. ... Eftir miðdegisverðinn sátu gömlu konurnar einar í dagstofunni. Juley frænka missti niður lykkju af prjónunum sínum, það gerði hún oft, þegar henni var mikið niðri fyrir. - Hester, ég man ekki hvort ég hef heyrt það einhvers staðar að Soames vilji óður og uppvægur fá Irene aftur til sín .... Svo sat hún þögul og hugsandi. Stofuklukkan tifaði og eldurinn snarkaði. Juley missti aftur niður lykkju.. . . — Hester, mér datt nokkuð hræðilegt í hug! Ég vil ekki heyra það, sagði Hester og bandaði frá sér. — Jú. Þú skalt! Þú getur ekki hugsað þér hve hræðilegt það er. Það er sagt . . . fólkið segir að Jo . . . að Jo sé með ljóst skegg. Hún hvíslaði þetta svo lágt að það heyrðist varla. Soames barðist við að vera þolinmóður fram á vor. En það reynd- ist honum erfitt, — tíminn leið, án þess að hann þokaðist skrefi nær takmarkinu. Polteed njósnari hafði gefið skýrslur um stefnumót Irenu og Jos í París, en þau voru, því miður, alltof saklaus, og síð- an hafði njósnarinn hreinlega ekki haft nokkrar fréttir að færa. Aðeins að hann hefði stöðugt gát á Irene, og það kostaði auðvitað mikla peninga. Val og frændi hans voru farnir af stað til Suður- Afríku, og þaðan voru fréttirnar fremur góðar upp á síðkastið. Fað- ir Vals, Monty Dartie, var kominn aftur heim til sín, og hafði verið tiltölulega hógvær, síðan Winifred tók hann í sátt. Faðir Soames, James gamli var hress, og viðskipti gengu svo vel að það var næst- um ótrúlegt. Nei, Soames þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu, nema einkamálum sínum, en það var ærið nóg. Hugsunin um eiginkonu og son fylgdu honum stöðugt. Hann þurfti að eignast konu, til að geta talað við hana um málefni sín. Það var það minnsta sem maður gat krafizt af tilverunni. í seinni tíð hafði hann viljandi haldið sig frá Soho, en síðdegis einn daginn tók hann á sig rögg, fór snemma af skrifstofunni og hraðaði sér til Restaurante Bretagne. Madame Lamotte var ein heima. Vildi moniseur ekki vera svo lítillátur að drekka te með henni? Soames hneigði sig hæversklega og þáði boðið. — Það er nokkuð sem mig langaði til að ræða um við yður ma- dame, sagði hann, þegar þau sátu andspænis hvort öðru í litla bak- herberginu. Móðir Annette leit upp, og Soames sá að hún hafði lengi beðið eftir þessu. Hún drakk einn munnsopa af teinu, og það sama gerði Soames. Augu þeirra mættust. . . . Ég er kvæntur, sagði Soames. — En það eru mörg ár síðan ég bjó með konu minni. Nú hef ég stigið spor til þess að fá skilnað. Madame Lamotte sagði, án þess það vottaði fyrir meðaumkun í röddinni: - Nei, er það satt? En sorglegt. Ég er auðugur maður, bætti Soames við. — Það er auðvitað tilgangslaust að segja meira nú, eins og sakir standa. En við skilj- um hvort annað, er það ekki? Madame leit fast í augu hans. — Við höfum tíma til að bíða, sagði hún stuttlega. — Viljið þér meira te? Soames svaraði því neitandi. Hann kvaddi, greip hattinn sinn og flýtti sér heim á leið. Nú var það gjört. Hann gat örugglega treyst því að Annette myndi bíða. En hve langt yrði þangað til hann gæti beðið hennar form- lega? Honum fannst framtíðin eitthvað óraunveruleg. Honum fannst hann vera eins og fluga, sem hafði orðið föst í köngulóarvef, og horfði löngunarfullum augum út í frelsið. Einn daginn kom skeyti til Robin Hill. Það var þess efnis að Jolly hafði fengið taugaveiki, en væri ekki í lífshættu. Jo hafði verið sjúkur á sálinni síðan hann frétti að Jolly væri kominn til Höfðaborgar. Hann gat ekki sætt sig við að sonur hans 20 VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.