Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 45
andlitið og kjökraði eins og litlir kettlingar kjökra. í seinna skiptið, sem ég leit um öxl, sat Lenny ó dívaninum með höfuð Pollýar í kjöltu sér; hún starði ekki lengur ó dyrnar, heldur beint fram fyrir sig á vegginn hinum megin í ká- etunni. Alísa horfði. Hún var efst í stig- anum, gat ekki slitið sig burtu og farið aftur ofan í bátinn, þaðan af síður gat hún stigið ó þilfarið, þar sem mennirnir tveir börðust eins og óðir og hrösuðu í blóði Shlakmanns; hún var þarna kyrr og horfði. Sumt ætti enginn að horfa ó og þess á meðal var þessi bardagi og afleið- ingar hans,- samt var Alísa kyrr. Þetta kom mér til að hugsa um konuna, sem ég hafði gengið að eiga. Ef til vill var þetta ekki við- eigandi tími til að rifja upp fyrir sér samband sitt við eiginkonuna; en í minni vitund var þetta eini tíminn, sem ég ótti eftir, og það réttlætti tilhugsunina. Raunin var sú, að ég vissi ókaflega lítið um konur, skildi þær að engu leyti og var á þann hátt að nokkru leyti á leið úr þessum heimi, tómhentur. Ég held, að þetta hafi leitt huga minn frá öllu því, sem ég átti í vændum. Ég hugsaði um Alisu, og ef satt skal segja, hugsaði ég líka um hina konuna, sem .sat með höf- uð dóttur minnar í kjöltu sér. Ég hugsaði hratt, en ekki mjög skýrt og skipulega. Ég gat ekki rifjað upp fyrir mér, hversvegna ég hafði gengið að eiga Alísu. Mér virtist, eftir því samsafni af minningum, sem héngu saman eins og perlur á bandi, að við hefð- um bæði verið einkar einmana og hefðum haft örvæntingarfulla þörf hvort fyrir annað. Ég varð að leggja fyrir mig þá spurningu, hvort það hefði verið ást. Það var ekki sú rómantíska ást, sem er lýst sem hinni einu sönnu leið til hamingju. I raun og sannleika var það ekki hamingja, aðeins við og við nálg- aðist það hamingju. Það vantaði í þessa perlufesti, sem ég gerði úr minningunum; það voru eyður, þar sem Alísa var einfaldlega ekki til, og það var ekki aðeins áður en við giftumst, heldur líka eftir brúðkaup- ið. Og á mörgum köflum var hún aðeins tákn, eins og klippt mynd úr pappír, skuggamynd, sem nafn- ið kona var letrað á. N — - MIÐXPRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR hf Skipholti 33 - Sími 35320 AOslstræti 8 09 laimeii 164 Þetta var allt og sumt. Ég hafði í raun og veru aldrei kynnzt henni. Lélegasta námsefnið mitt ( skólan- um, það sem mér gekk verst með í prófum, það hafði ég lært betur en um þessa konu, sem ég hafði verið giftur í átta ár. Ég hafði ekki einu sinni spurt almennilega, hver hún væri. Þegar hlutar varðandi fortíð hennar skutu upp kollinum, eftir að við vorum orðin hjón, var ég frem- ur óþolinmóður en áhugafullur. Ég hafði aldrei gefið mér tíma til né heldur dottið í hug að spyrja hana almennilega um hvað hana dreymdi; það hafði verið nóg að blanda henni saman við mína eigin drauma, en ég hafði ekki skeytt neinu um henn- ar drauma né það, að enginn þeirra hafði rætzt. Hvað, sem úrskeiðis hafði gengið, hafði hún goldið fyr- ir það með þvi að láta mig komast upp með mína duttlunga, með því að halda höfðinu á mér uppi, vera móðir í stað eiginkona, til að byggja upp mína sjólfselsku og mína per- sónu, með því að hjúkra og lækna huga minn mjög blíðlega og af mik- illi leikni, svo ég gæti unnið annan dag í viðbót, annan mánuð í viðbót og svo ár eftir ár. Ár eftir ár hafði hún haldið sjálfum mér saman. En ég hafði enga minningu um hið gagnstæða: Að ég hefði hjálpað henni. Ég vissi ekkert um hennar drauma. Hafði ég nokkru sinni innt hana eftir þvi, hvað hún þráði? Ég þurfti þess ekki. Ég var góður og hugulsamur við hana og fullur fyrir- litningar i garð þeirra manna, sem misnotuðu eiginkonur sínar og sviku þær og meðhöndluðu þær eins og þjóna. Ég hafði aldrei meðhöndlað Alísu eins og þjón, bara eins og hækju, staf, haldreipi eða dragtóg. Hverju hafði hún verið gift? Hún hlýtur að hafa vitað það. Hún hlýtur að hafa horft á mig og hugsað um mig, og ef hún hefur gert það, hlýtur hún óumflýjanlega að hafa komizt að niðurstöðu. Svo hvað hafði hún séð, þegar hún horfði á mig? Hvað sá Lenny? Hvað, sem Lenny var, var hún ekki algjörlega heimsk. Engin kona vík- ur sér að sterkum manni með það tilboð, að hann yfirgefi konu sina og barn og fari í brúðkaupsferða- lag með fagurri skækju — ekki nema konan væri viti sínu fjær, og Framhald á bls. 48. 46. tbi. vikan 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.