Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 21
væri í stöðugri lífshættu. Þegar hann fékk skeytið var eins og hon-
um létti, þótt það væri auðvitað alvarlegt að veikjast af taugaveiki.
En honum fannst að svo lengi sem drengurinn væri rúmfastur, þá
væri hann þó ekki í hættu fyrir stöðugu kúlnaregni.
En taugaveikin reyndist skæð. Daglega komu fréttir um það í
blöðunum að svo og svo margir hefðu látizt úr taugaveiki.
Síðar um daginn, þegar hann var að mála undir eikartrénu, kom
Holly til hans. Hún var í hjúkrunarnámi hjá Rauða Krossinum, eins
og June, og hún hafði þroskazt mikið á þessum þrem mánuðum
sem hún hafði verið á sjúkrahúsunum.
Guði sé lof að það er June en ekki Holly, sem ætlar að fara til
Suður-Afríku, hugsaði hann, þegar dóttirin nálgaðist.
Holly settist, ósköp hljóðlát, í róluna. Jo sá að hún var líka
áhyggjufull út af fréttunum af Jolly. Þegar hann sá að hún starði
fram fyrir sig, sagði hann: — Þú skalt ekki vera leið út af þessu,
litla stúlkan mín, — Jolly væri kannski í enn meiri hættu, ef hann
væri á vígvellinum.
Holly stóð upp af rólunni. Það er svolítið sem ég verð að tala
um við þig, pabbi minn. Það var mín vegna að Jolly lét innrita sig
og fór í stríðið.
Hvernig má það vera?
— Meðan þú varst í París urðum við Val Dartie ástfangin hvort
af öðru. Við fórum oft í reiðt.úra í Richmond garðinum, og svo trú-
lofuðumst við. Jolly komst að þessu og vildi koma í veg fyrir trú-
lofun okkar. Þess vegna skoraði hann á Val að innrita sig í her-
inn. Þetta var allt mín vegna, pabbi. Og nú vil ég sjálf fara þang-
að. Því að ef það skeður eitthvað með annan hvorn þeirra, þá
kemst ég aldrei yfir það....
Jo starði, alveg dolfallinn, á hana. — Hefurðu talað um þetta við
June?
•—- Já. Hún er búin að lofa því að sækja um leyfi til að hafa mig
í klefanum sínum. Það er auðvitað einsmannsklefi, en önnur hvor
okkar getur sofið á gólfinu. Ef þú gefur þitt leyfi, fer ég strax inn
til borgarinnar, til að fá leyfi frá stjórnarvöldunum.
- Þú ert of ung, elskan mín, þeir gefa þér tæplega leyfi til að
fara þangað....
— June á kunningjafólk í Höfðaborg. Ef ég fæ ekki að vinna
strax á hersjúkrahúsinu, þá get ég búið hjá þeim, þar til ég hef
lokið þjálfun minni. Lofaðu mér að fara, heyrirðu það, pabbi!
Jo brosti, til að leyna því að hann var að því kominn að bresta í
grát. — Ég banna aldrei neinum að fara að eigin geðþótta....
Holly vafði örmunum um háls hans og sagði blíðlega: — Ó, þú
ert bezti pabbi í allri veröldinni.
Ætli ég sé ekki sá lélegasti, hugsaði Jo. — Ég er ekki í sem beztu
áliti hjá fjölskyldu Vals, og ég þekki hann varla, en ég veit að
Jolly er ekkert um hann.
Augnaráð Hollyar varð dreymandi og fjarrænt. — En ég elska
hann innilega.
- Þá er ekkert meira um það að segja, sagði Jo rólega, og
kyssti hana.
Að kvöldi næsta dags fylgdi hann June og Holly til Surbiton,
og horfði á lestina bruna af stað, með dæturnar. Þær voru vel bún-
ar að öllum farangri, peningum og meðmælum. Enginn af Forsyte-
ættinni gæti látið sér til hugar koma að fara út í heiminn, án þess
að vera vel búinn að heiman. . . .
Það var indælt veður, þegar hann kom aftur heim til sín. Hann
borðaði nokkuð seint, og þegar hann hafði lokið við máltíðina, gekk
hann út á veröndina og horfði á stjörnubjartan himininn. En hon-
um fannst yndislegt júníkvöldið, með angan af blómum, grasi og
hunangi, ekki vera eins dýrðlegt, þegar hún, sem var ímynd þess
fegursta sem hann hafði kynnzt, var svo langt í burtu. Og hugur-
inn hvarflaði líka til sonarins, sem var svo alvarlega veikur og
langt í burtu.
En næsta morgun kom bréf frá henni:
— Þú verSur líklega undrandi, þegar þú kemst að því að ég er
þér svo nálœg, skrifaði hún. Ég gat ekki verið lengur í París. Ég
bý á Green Hotel í Richmond, og mig langar til að sjá þig, ég þarf
lika að leita ráða hjá þér. Ég hef ekki haft neinn til að tala við,
síðan þú fórst frá París. Það veit enginn ennþá, að ég er komin til
borgarinnar ....
Hún var þá svona nálæg! Um hádegið lagði Jo af stað, fótgang-
andi gegnum Richmond garðinn, og var kominn að Green Hóteli
klukkustund síðar. Honum var vísað inn til Irenu, sem sat við
píanóið í dagstofu, sem var full af húsgögnum og smáhlutum þeirra
tíma. Þau voru bæði mjög snortin við endurfundina.
Þegar þau höfðu matazt gengu þau út í garðinn.
— Þú hefur ekki sagt mér hvað gerðist í París, eftir að ég fór,
sagði Jo.
— Ég varð vör við að ég var elt, ég var undir stöðugu eftirliti,
hvert sem ég fór, sagði Irene. — Og það endaði með því að Soames
kom sjálfur til Parísar að hitta mig. Það var gamla sagan, þú veizt,
hvort ég vildi ekki koma til hans aftur....
— Þetta er óskiljanlegt, sagði Jo.
Irene hafði snúið sér undan, þegar hún sagði honum þetta, en
svo sneri hún sér snöggt við og horfði beint í augu hans. Og augna-
ráðið sagði greinilegar en nokkur orð: Ég þoli þetta ekki lengur,
ég get ekki verið ein lengur. Ég er reiðubúin, ef þú vilt mig....
Jo var hljóður af geðshræringu. Orðin: Irene, ég tilbið þig, voru
komin fram á varirnar á honum, en þá sá hann Jolly fyrir sér. . . .
— Drengurinn miim liggur hættulega veikur í Suður-Afríku, sagði
hann hljóðlátlega.
Irene stakk hönd sinni undir arm hans. — Við skulum halda
áfram. Ég skil þig.
Já, það var alltaf þannig, Irene þurfti aldrei neinar langar skýr-
ingar. Hún skildi. Þau gengu langa stund undir trjánum, milli
burknarunnanna og töluðu um Jolly. Tveim tímum síðar kvaddi
hann hana við Richmond hliðið og hélt heimleiðis.
En hún veit hvernig mér er innanbrjósts, hugsaði hann. Auðvit-
að vissi hún það. Irene gat ekki verið í vafa.
Soames sat og drakk kaffi við lítið marmaraborð, í afsíðis horni
í klúbbnum sínum. Hann tók upp bréf með rithönd Polteeds, njósn-
ara:
Herra Forsyte lögmaður.
Eftir fyrirskipun frá yður höfum við haldið áfram rannsóknum
í máli yðar hérlendis, og höfum komizt að mjög fullnœgjandi niður-
stöðum. Með{því að fylgjast með 47 höfum við fundið samastað 17,
á Green Hóteli í Richmond. í síðustu viku voru þau daglega sam-
an í Richmond garðinum. Það hefur ekki verið hœgt að finna neitt
sem gæti fellt þau. En samvistir þeirra í París í vetur, myndi lík-
lega vera nœgileg sönnun fyrir dómstólana. Við höldum áfram starf-
inu þangað til við heyrum frá yður.
Virðingarfyllst,
Claud Polteed.
Nægileg sönnun fyrir dómstólana! hugsaði Soames reiðilega. Þessi
fjandans frændi hans. Hann skyldi hefna sín á honum í augliti
barna hans.
En um leið og hann stóð upp til að fara, datt honum í hug að
hann yrði að tala við Polteed, áður en hann færi til að fá aðstoð
lögfræðings. Soames var hikandi, en það var þó engin undankoma
að láta það sanna í Ijós við Polteed. Svo gat það líka verið að þessi
slóttugi njósnari væri fyrir löngu búinn að komast að því sanna í
þessu máli.
En Soames náði sér brátt, og það gat hann þakkað sínu takmarka-
lausa sjálfsáliti. Hann gekk inn á skrifstofu Polteeds. — É'g hef
fengið bréf yðar, sagði hann skælbrosandi, og ég ætla að haga mér
eftir því. Ég býst við að þér vitið hver viðkomandi dama er?
— Góði herra Forsyte, sagði Polteed, með uppgjafasvip. — Segið
mér, hvers konar asni haldið þér að ég sé....?
Framhald á bls. 48.
46. tbi. VIIÍAN 21