Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 23
annar þeirra bút af reiðhjólskeðju upp úr vasa sínum og sló henni framan í barnið. Piltarnir hlupu síð- an inn I næstu hliðargötu og sóst ekki tangur eða tetur af þeim þeg- ar lögreglan kom á vettvang. Farið var með barnið á sjúkra- hús og þurfti að sauma sár þess saman með fimmtón sporum. Vopn bófanna eru margs konar. Erlendur maður talaði við sextón ára dreng, sem hafði að vopni flug- beittan hníf með fjörutíu og fimm sentimetra löngu blaði. Hann sagð- ist aldrei hafa drepið neinn, en hins vegar beitt hnífnum í sjálfs- vörn. Ég er of ungur til að deyja, sagði hann. Þetta gæti verið replikka úr glæpamynd, en er þess í stað blá- kaldur veruleiki. Glasgow lifir í stöðugri skelfingu við samvizku- lausa táninga, sem í rauninni ráða lögum og lofum í borginni. Um hverja helgi þarf sjúkrahúsið í Glasgow, The Royal Infamery, fimmtíu lítra blóðs handa fólki með sár eftir hnífa, sem tínt er upp af götunum. Um hverja helgi misþyrmir glæpalýðurinn og særir fimmtán til tuttugu og fimm saklausar mann- eskjur. Stundum rýkur sú tala upp í fimmtíu. Venjulega eru það hníf- ar unglinganna sem hlut eiga að máli. Táningabófarnir hafa með sér klikur, sem heita nöfnum eins og The Tongs, The Mini Torch og The Young Derry. Hver þeirra hefur sitt eigið hverfi til umráða. Ef ein- hver úr einni klíkunni lætur sjá sig á yfirráðasvæði annarrar, á hann von á því versta. — Ég fer aldrei fet án þess að taka með mér hnífinn. Og ég hef sjálfur legið á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið hníf ( kviðinn. En ég sagði lögreglunni að ég hefði dott- ið á minn eigin hníf, sagði fimmtán ára liðsmaður úr The Young Derry. Mikill hluti miðborgar Glasgow og sum úthverfanna eru skugga- hverfi sem eru meðal þeirra verstu í Evrópu. Fimm til fimmtán persón- ur búa í flestum íbúðanna, stund- um meira að segja í einu herbergi. I bakgörðunum eru haugar af drasli og úrgangi, og húsveggirnir eru kolsvartir af sóti úr verksmiðju- reykháfunum. Og á götunum lifa menn eftir e'gin lögum. Bófaflokkarnir berjast um áhrifasvæði, drottna á krám og dansstöðum. — Bófaflokkarnir ( Glasgow hafa sínar erfðavenjur, segir aðstoðar- lögreglustjórinn í Glasgow, W. A. Rathcliffe. — Þeir rekja rætur sínar allt til fyrri heimsstyrjaldar. En með- limir bófaflokkanna hafa aldrei ver- ið eins ungir og nú, og þeir hafa ekki fyrr stundað að vaða út á göt- ur og slasa saklaust og óviðkom- andi fólk. Stríð milli bófaflokkanna sjálfra eru engin ný bóla fyrir okk- ur, og lengstaf skáru þeir ekki eða ristu nokkra nema hvern annan. Ekki saklausa vegfarendur. En nú reyna klíkurnar meira en áður að halda frið sín á milli. En til að sýna og sanna sjálfum sér og öðrum að þeir séu ekki það sem kallað er „kjúklingar", ráðast bófarnir á þann fyrsta sem fyrir verður. Ur þessu verða stundum morð, og oft slasast fórnardýrin svo að þau bera þess ekki bætur alla ævi. Þessi stöðuga sláturtíð er orðin umræðuefni manna og hneykslunar- hella um allt Bretland. Einn þekkt- asti söngvari landsins, Frankie Vaughan, hefur boðizt til að miðla málum milli glæpaflokkanna og fá þá til að afhenda lögreglunni vopn sín. Ekki finnst öllum jafnmikið til um tilboð þetta. Lögreglan í Glas- gow hefur marglofað bófunum sak- aruppgjöf, ef þeir afhentu vopn sín. En lögreglan segir: Við slík tækifæri afhenda krakkarnir aðeins tiltölulega ómerkileg áhöld, hjól- keðjur, smáhnífa, ryðguð sverð og loftbyssur. Bófaflokkarnir halda eftir hættulegustu vopnunum. — Við náum meira magni vopna í venjulegri húsrannsókn en sakar- uppgjöf, segir Rathcliffe lögreglu- stjóri. — Og bófaflokkarnir vilja bara auglýsa sig. Þeir þekkja vald sitt og vita hvernig á að nota það. Dennis Young, sextán ára með- limur í The Mini Torch, segir: — Við síðustu sakaruppgjöf afhenti ég öll vopn sem ég hafði heima. En auð- vitað getur hugsazt að ég geymi vopn annars staðar. Ef ég afvopn- aði mig gersamlega lifði ég ekki til næsta dags. Það þarf ekki annað en að líta í skozku dagblöðin til að sjá hvílík- ur háskastaður Glasgow er árið 1968. I einu mánudagsblaðinu gat að líta eftirfarandi lista: Patrick McGill, tuttugu og fimm ára, varð fyrir árás utan við krá. Hann fékk margar hnífstungur í kviðinn og andlitið. Læknarnir saum- uðu andlitsáverka hans saman með þrjátíu og sex sporum. Kviðsárin halda honum enn á sjúkrahúsi. Geoffrey Howart, þrjátíu og átta ára, fannst á götu með höfuðið al- blóðugt. Það þurfti fimmtíu og sex spor til að rimpa saman á honum andlitið. Þar að auki kom brestur í höfuðkúpuna. James Ballantyne, tuttugu og eins árs, reikaði alvarlega særður inn á sjúkrahús í Glasgow. Þrjátíu og tvö spor þurfti til að sauma sam- an höfuðsár hans. Tveir fimmtán ára piltar höfðu ráðizt á hann. Andrew Brady, tuttugu og eins Framhald á bls. 43 46. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.