Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 28
nú fáum við um £00 bréf á mánuði. Ég kemst vel ytir að svara þeim.“ Bítlaaðdáendur, sem hún hefur staðið í bréfaskiptum við, hafa stundum allt í einu skotið upp kollinum heima hjá henni. Einu sinni kom hópur af Ameríkönum til hennar og hafði lagt á sig mikið erfiði til að ná fundi hennar. „Þeir höfðu verið á ferð um Evrópu, en England var ekki meðal þeirra landa, sem leið þeirra lá um. Hins vegar gistu þeir hálfan mánuð í Parísarborg. Þeir ákváðu að fljúga frá París til Manchester og taka síðan leigu- bíl þaðan og hingað — eingöngu til að geta heimsótt mig!“ Mikið skal til mikils vinna, eins og þar stendur. Frú Harrison hefur alltaf haft mikla ánægju af að standa í bréfaskiptum. I nálega þrjátíu ár hefur hún skrifazt á við tvo pennavini, sem hún eignaðist í gegnum viku- blað. Annar þeirra býr í Ástralíu. Frú Harrison hefur sagt honum allt hið helzta, sem borið hefur til tíðinda innan fjölskyldu hennar allar götur síðan 1936. Þegar Bítl- arnir fóru til Ástralíu, birtust myndir í þarlendum blöð- um af George, þegar hann var lítill. Enginn vissi hvað- an þessar myndir voru fengnar. George sjálfur mundi ekki eftir að hafa séð þær fyrr. Það kom í ljós að lok- um, að pennavinur frú Harrison hafði átt þær í fórum sínum, og frú Harrison hafði sent honum þær fyrir langalöngu. „Fólk ætlast til þess, að við hegðum okkur öðruvísi nú en áður, af því að George er orðinn heimsfrægur,“ segir frú Harrison. „Við vorum viðstödd brúðkaup eins tryggs aðdáanda George fyrir skömmu. Þetta var ósköp venjulegt og fremur fátækt alþýðufólk. Margir voru hissa á því, að við skyldum fara þetta. Fólk virðist ætlast til, að ég gangi í minkapels upp á hvern einasta dag! Ég veit ekki hvernig stendur á þvi, en fólk virð- ist vilja, að við séum öðruvísi en annað fólk. Meðan Harry stundaði enn vinnu sínu, sagði fólk við hann: „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú sért enn að vinna?“ Hr. Harrison lét af störfum 1965 eftir að hafa ekið strætisvagni í 31 ár. „Hvað færðu mikið í kaup,“ spurði George mig dag nokkurn. „Tíu pund og tvo shillinga,“ svaraði ég. „Það hlýtur að vera á dag,“ sagði George. „Nei, á viku,“ svaraði ég. Þá hristi George höfuðið og bauðst til að láta mig hafa þrisvar sinnum hærri laun fyrir að gera ekki neitt.“ Ilr. Harrison lætur sér jafn annt um aðdáendurna og konuna hans. Þau hjónin njóta þess í miklu ríkari mæli en foreldrar hinna Bítlanna að eiga svo frægan og vinsælan son. Forelclrar Rincjós Hinn raunverulegi faðir Ringós, sem einnig er kall- aður Ritchie Starkey, hefur mjög sjaldan séð son sinn, eftir að hann skildi við móður hans, þegar Ringo var fijmm ára gamall. Ringo man ekki eftir að hafa séð föður sinn nema einu sinni, síðan í bernsku. Það var 1962. Hann var þá enn ekki orðinn einn af Bítlunum, heldur lék í hljóm- sveit Rory Storms. „Það vildi svo til, að hann var staddur hjá afa og ömmu, þegar ég kom þangað dag nokkurn,“ segir Ringo. „Ég var þá ekkert smábarn lengur og bar engan kala til hans. Iíann sagði við mig: „Ég sé, að þú hefur eignazt bíl.“ Ég var nýbúinn að kaupa mér Zodiac. Ég spurði hann, hvort hann vildi koma út og líta á bílinn. Hann svaraði því játandi. Og síðan fórum við út og skoðuð- um bílinn. Það var allt og sumt! Síðan hef ég hvorki séð hann, né haft neitt samband við hann.“ Síðar flutti faðir hans frá Liverpool. Hann býr nú í Crewe og vinnur í bakaríi. Hann er kvæntur aftur, en á engin börn í síðara hjónabandi sínu. Hann hefur alla tíð neitað að eiga viðtöl við blöðin og hefur helzt ekki viljað láta sín getið í sambandi við frægð sonar sins. Hann segir, að frægð Ringós komi sér alls ekkert við. Iíann vill ekki láta blanda sér inn í hana. Móðir Ringós, Elsie, og stjúpfaðir hans, Harry Graves, búa nú í luxusvillu í Wolton í Liverpool. Hún kostaði 8000 pund. Hún stendur ekki alllangt frá þeim stað, þar sem Epsteinfjölskyldan bjó áður fyrr. Elsie og Harry eru einu foreldrar Bítlanna, sem enn búa í Liverpool. Villan stendur langt frá veginum á einni ekru lands, þar sem skiptast á fallegir grasfletir og rósarunnar. Þetta er í hæsta máta nýtizkulegt hverfi. Miklu er líkara því, að hér sé um að ræða sýningu á nútíma byggingarlist, en ekki íverustaði lifandi fólks. Þegar inn kemur er allt með svipuðu sniði og úti: uppstillt og nýtízkulegt, en ekki ýkja heimilislegt. Á veggjum hanga gullplötur og á sjónvarpstækinu stendur mynd af Ringo og Maureen og börnunum þeirra. „Þegar ég lít um öxl, held ég að stórfenglegast hafi verið að sitja í Palladium og hlusta á áheyrendaskar- ann hrópa af fögnuðu,“ segir Elsie. „Einnig var ánægju- legt að vera á frumsýningu á kvikmynd Bítlanna. Ringo hefur sem betur fer ekki miklazt af velgengn- !’ann er onn alveg eins og hann var í gamla daga. Og Maureen er mjög hógvær og eðlileg.“ ..Mér þótti meira gaman að gömlulögunum þeirra,“ Marry. „Lögin þcirra hafa breytzt mikið. Auðvit- að urðu þeir að fitja upp á einhverju nýju. Þeir gátu ekki haldið stöðugt áfram á sömu brautinni. Nýjustu lögin þeirra eru flóknari. Maður þarf að hlusta oft á þau til þess að kunna að meta þau.“ Foreldrar Ringós urðu síðastir til að flytja í nýtt og glæsilegt húsmuði. „Ég vildi alls ekki flytja,“ segir Harry. „Við bjugg- um í Dingle, og ég kunni vel við staðinn og náarann- ana. Enda þótt strákarnir vrðu frægir, breyttist sem betur fer ekki viðhorf nágrannanna ti! okkar.“ Framhald í næsta blaði. 28 VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.