Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 17
Skömmu eftir að Onassis hóf
skipaútgerðina, gerðu grísku yf-
irvöldin þá skissu, sem þau áttu
eftir að iðrast. Skip Onassis On-
assi Pinalopi, sem sigldi undir
grískum fána, kom eitt sinn frá
Argentínu til Rottedam, þar sem
losaður var helmingur af farm-
inum, en hinn helmingurinn átti
að fara til Kaupmannahafnar.
Cnassis var í London, þegar
hann fékk skeyti um það að skip-
ið fengi ekki að halda áfram til
Kaupmannahafnar. Messadreng-
ur skipsins hafði verið fluttur á
sjúkrahús og gríski konsúllinn
neitaði að brottskrá skipið, nema
fenginn yrði annar í hans stað,
en það hafði ekki reynzt mögu-
legt. Þetta var auðvitað furðuleg
ráðstöfun, að fastsetja skip, með
30 manna áhöfn, vegna þess að
messadreng vantaði.
Aristoteles Onassis fór strax
til Rottedam og fór á fund kon-
súlsins, sem var gamall kunningi
hans og skólafélagi. En konsúll-
inn stóð fast á því að það yrði
að fá grískan kokk, það var sam-
kvæmt lögunum.
En vegna gamallar vináttu
hringdi konsúllinn til yfirmanna
s!nna, og bað þá um að hliðra
til, en það kom fyrir ekki.
Onassis yfirgaf konsúlinn um
kvöldið, eftir nokkurra stunda
árangurslaust þras, og sagði að
skilnaði: — Komdu um borð til
mín á morgun.
Hann beið ekki boðanna, held-
Onassishjónin og börn þeirrp, Alexand-
er 03 Christina í Aþenu.
4 Tina og Ari í hcimsókn lijá Winston Churc-
hill.
Stavros Livanos og slúðurdálkaliöfunduvinn
Elsa sáluga Maxwell. $
* $ Systurnar Tina og Genie Livanos.
ur greip til sinna ráða. Með því
að nota síma og ritsíma, gat hann
náð í umboðsmenn, sem gátu
komið því til leiðar að skipið var
skrásett strax í Panama. Eftir
nokkra klukkutíma var þetta
klappað og klárt. og um morgun-
inn, þegar gríski konsúllinn kom
í heimsókn um borð í Onassi
Pinelopi, tók e'gandinn á móti
honum með freyðandi kampa-
víni.
Svo rétti hann konsúlnum
pakka, snyrtilega bundinn með
slaufum og böndum. — Hér hef-
irðu fánann þinn, vinur sæH,
sagði hann, — þú ert gestur um
borð í Panama-skipi.
Stöðugt fleiri af skipum On-
assis yvoru færð undir þægilegri
fána.
Onassis var mjög ánægður,
þegar hann fór frá Rottedam, en
þetta varð til að fleiri grískir
skipaeigendur breyttu um skrán-
ingarland skipa sinna. Nú var
hann tilbúinn að glíma við stærri
framtök.
Árið 1934 fór Onassis frá Bu-
enos Aires til Evrópu með ítalska
farþegaskipinu Augustus. Um
borð í skipinu hitti hann Lars
Christensen, sem átti eitt stærsta
hvalveiðafyrirtæki Noregs, og
hann var að koma úr ferð til
Antarktis. Þá fékk Onass's fyrst
áhuga á hvalveiðum, sem hann
átti eftir að hafa mikil afskipti
af.
Onassis var á leið til að heim-
sækja Götaverken í Svíþjóð, þar
sem hann var að láta byggja
fyrsta tankskipið. Þegar hann
lagði tillögur sínar fyrir verk-
fræðinga skipasmíðastöðvarinn-
ar, hristu þeir höfuðin. Hann
vildi fá 15.000 tonna skip, en það
var álitin geggjun í þá daga. —
Þér eruð ekki með fullu viti,
sagði forstjórinn. — Það er ó-
mögulegt, 9.000 tonn er venju-
legt og 12.000 tonn er algert há-
mark. Við getum þetta ekki og
olíuféiögin eru algerlega á móti
svo stórum skipum.
En hann gaf sig ekki, og síðar
hefir hann oft átt heimsmet, þeg-
ar um stærð tankskipa er að
ræða.
Þetta fyrsta stóra tankskip, sem
var kallað Aristo, var ekki ein-
ungis stærsta tankskipið, það
var líka með glæsilegustu vistar-
verum fyrir háseta og yfirmenn,
sem hingað til hafði heyrzt getið
um. Onassis hélt því fram að
synir hafsins væru bræður sín-
ir. Aðal lúksusinn um borð í
þessu skipi var sundlaug og flyg-
ill. — Þegar ég í fyrsta sinn gaf
fyrirmæli um þetta, segir Onass-
is, — ætlaði starfsfólkið við
Götaverken að rifna af hlátri.
Þegar Onassis var á yfirlits-
ferð um skipið í síðasta sinn, sá
hann annað skip, sem átti eftir að
hafa áhrif á síðari athafnir hans.
Þetta var fyrrverandi amerísk
freigáta, Ulysses, sem Anders
Jahre hafði keypt og var að láta
breyta henni. Hann var að koma
upp hvalveiðiflota, sem átti að
sigla undir amerískum fána.
Anders Jahre kunni vel við
Onassis, og seldi honum hlut í
skipinu, vinabragð, sem Onassis
gleymdi aldrei. Hann talar enn
um Jahre með mikilli virðingu.
Þetta fyrsta skref varð til þess
að hann fékk áhuga á hvalveið-
um, og það varð líka til þess að
hann var um tíma í brennidepli,
þegar stjórn Perú lagði hald á
hvalveiðiflota hans, tiltæki, sem
kostaði Lloyds í London þrjár
milljónir dollara.
Þegar Ari Onassis var í New
York bjó hann í íbúð í Ritz Tow-
ers, á horninu á Park Avenue og
57. götu, á sama gangi og íbúð
Gretu Garbo var. Þau mættust
á ganginum og í lyftunni, en
kynntust ekki meira en það að
þau kinkuðu kolli hvort til ann-
ars. Flestir af vinum Aris voru
skipaeigendur, og þrátt fyrir á-
gætis samkomulag milli þeirra í
einkalífinu, hlífðu þeir aldrei
hver öðrum, þegar út í viðskipta-
lífið kom.
Einn þessara vina var Stavros
Livanos, þekktur grískur skipa-
eigandi, sem bjó með fjölskyldu
sinni á New York Plaza hótelinu.
(Grískir skipaeigendur eru mik-
ið fyrir það að búa á hótelum)
Livanos hafði lengi fylgzt með
framgangi Onassis. Hann hafði
aðeins þrjú áhugamál — fjár-
sýslu, konu og börn, og það í
þessari röð. Börnin voru dæturn-
Framhald á bls. 41
46. tbl. VIKAN 17