Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 14
FRAMHALDSSAGAN 14. HLUTI - EFTIR JOHN BURKE COPYRIGHT JOHN BURKE 1968 Robert hafði um skeið óttazt að Harriet myndi nota þetta tækifæri til að endurskipuleggj a uppröðun húsgagnanna; og síðan kannske í miðjum klíðum myndi henni snúast hugur og hún færi að tefla stólunum fram og aft- ur eins og mönnum á taflborði. En hún var áfjáð í það eitt að skipuleggja heimili þeirra eins og það hafði áður verið. Allt var eins og það hafði áður verið. Hún hikaði ekki, þegar þessi síðasti hlutur kom inn. Upp á stigapallinn fór hann. Beint undir lúgugatið, sem hann hafði alltaf staðið undir. Robert fylgdi mönnunum upp. Verkstjórinn í hópnum lét ann- an endann síga og leit upp í gegnum þykk gleraugun. Það var eitthvað kunnuglegt við þetta andlit. Það hlaut að vera sá sami, 'nugsaði Robert og sá sem flutti þau út. Það virtist svo óralangt síðan. — Á þetta að vera hér? Robert áætlaði fjarlægðina frá stigabrúninni, hann vildi ekki vera of smásmugulegur, en hann vildi hafa allt í röð og reglu. Hann hafði lært sína lexíu. — Hún á að vera um það bil sex þumlungum meira til hægri. Þeir drösluðu henni til. — Var hún alltaf hér, herra? — Já. — Nákvæmlega hér. — Já, nákvæmlega hér. Flutningamaðurinn tók af sér gleraugun og sagði: — Jæja, það má þá kannske segja að hér ljúki málinu. Robert starði. Flutningamður- inn var Dylan leynilögreglufor- ingi. Og félagi hans, sem stundi um leið og hann nuddaði á sér bakið með hægri hendinni var áreiðanlega lögreglumaðurinn, sem einu sinni hafði skrifað nið- ur allt það sem Dylan sagði. Já, nú var enginn vafi á því; maðurinn tók upp blokkina sína og beið eftir merki frá Dylan. — Nei, komið. þér sælir, sagði Robert. — Eruð þér hættur í gamla starfinu? — Ég gefst aldrei upp, herra, sagði Dylan. — Ekki þegar ég hef læst tönnunum í eitthvað, og þetta hefur svo sannarlega reynzt umfangsmeira en mig grunaði í fyrstu. — Hvað eruð þér að tala um? — Morð. — Fyrirgefið? — Morð, sagði Dylan leynd- ardómsfullur. Svo flissaði hann allt í einu. — Morð, endurtók hann. — Ég skal segja yður að mig hefur alltaf langað til að segja þetta. Þetta er fyrsta morð- ið mitt. Fram að þessu hef ég aldrei fengizt við neitt alvar- legra en ósiðsamlegan klæðaburð. Hann gekk út að stigahandrið- inu og kallaði niður: — Komið með frú Blossom hingað upp, Vivian. Robert vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið en horfði á Harriet koma upp stigann með tvo flutn- inga menn á eftir sér, en þetta voru ekki flutningamenn; hann sá nú að þeir voru líka lögreglu- menn. Litli maðurinn, sem hafði tek- ið upp búsáhöldin var ekki með þeim. Ef til vill var hann svik- ari eða eitthvað í þá áttina, sem þeir höfðu haft með sér til að gera allt sennilegra. í öllum þess- um ósköpum var Robert ekki viss um hvað hann ætti að nefna hann. Dylan krosslagði handleggina og beið eftir því að Harriet kæmi. Þegar hún kom upp á stigapallinn sagði hann: — Leiknum er lokið, frú Blossom. — Nú? sagði Harriet skiln- ingssljó. — Þetta er enskur málsháttur sagði Dylan glettnislega, í raun- inni hef ég aldrei heyrt um að leikurinn væri hajinn, en það sem ég ætla að tilkynna yður frú Blossom er — að við erum tilbúnir að bera fram ákæruna og ég verð að vara yður við því að allt, sem þér segið verður skrifað niður og þér vitið hvað svo, þykist ég vita. — Flvaða ákæru? hreytti Ro- bert út úr sér. Um hvað eruð þið að tala? Nú var hin stóra stund Dyl- ans upprunnin. Hann tók að ganga um gólf. Hann minnti Ro- bert á einhvern, sem hann gat þó ekki gert sér fyllilega grein fyrir hver var. Perry Mason, Basil fursti, Sherlock Holmes ...? Allavegana ekki James Bond. — Við skulum hverfa fjögur ár aftur í tímann, sagði Dylan. — Ungur maður að nafni — hér — hann þagnaði og svo smellti hann fingrunum. Einn af aðstoð- armönnum hans vék ofurlítið til hliðar, maðurinn með blokkina sté fram og rétti yfirboðara sín- um blokkina, en tók aðra þegar í stað upp úr vasanum og bjóst til að skrifa í hana. ■— Já, að nafni Ambrose Tuttle, sagði Dylan. — Já, Ambrose Tuttle yfirgaf verksmiðju yðar og hefur ekki síðan sézt! Þegar ég uppgötvaði að verkfærin höfðu verið póstlögð aftur til verksmiðjunnar gerði ég að sjálfsögðu ýtarlega rannsókn. Það var trú mín og ég hafði fyrir því sannanir, sem ég taldi gild- ar með sjálfum mér, þótt þær dygðu ekki til dómsáfellis, að hin dularfulla kona, sem póstlagði áhöldin væri engin önnur en hin góða frú yðar. — Harriet? spurði Robert og leit á konuna sína. Á svip Harriet var ekkert að sjá, en hún var mjög föl. — Halló, sagði ég við sjálfan mig, hélt Dylan áfram. — Þegar ég fann þessa sömu konu þar sem hún var að skemmta — og ég nota þetta orð af ásettu ráði — heldur vafasömum, mexí- könskum herramanni, sem hún sagði að væri frændi sinn, varð þetta halló að halló, halló! — Tóm þvæla, sagði Robert. — Verið þolinmóður. Ég gekk út frá því vísu að þér vissuð ekkert um slíkan frænda, svo ég tók að halda stöðugan vörð um húsið. Og hvað sá ég? Dularfulla ljósgeisla berast ofan úr risinu. Svo, meðan þið voruð burtu í Eastbourne, lét ég tæknideildar- drengina laumast inn í húsið og skoða sig ofurlítið um.... Harriet saug upp í nefið. — Þegar ég fékk skýrslu þeirra, sagði Dylan. — Þá og aðeins þá, féll síðasti bitinn í púsluspilinu á sinn stað. Hann leit snöggt og skömm- ustulega á manninn, sem skrif- aði í blokkina, en sá braut í sama bili blýið í blýantinum og leit ásakandi á Dylan. — Þú sagðist ekki ætla að 14 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.