Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 10
FJÖLDAGRAFIR ÞRÆLAHALD -A- Herleiddir Baltar og Eistar í Dsjeskasgan-þrælabúðunum í Kasakst- an, þar sem unnið er kopar og mang- an. Heilbrigðisástandið á þeim stað má marka af því, að 1948 dóu í ein- um búðunum átta hundruð manns úr blóðkreppusótt, af alls fjögur þúsund sem þar voru. 4 Legstaðir útlag- anna. Þannig voru fórnardýr þrælabúð- anna urðuð á túndr- unni og spýtum stungið niðrí graf- irnar til að merkja þær. Þeir sem dóu að vetrarlagi voru látnir liggja í fönn til vors. Frá því á þrettándu öld voru Lettar undirokaðir af erlendum þjóðum, Þjóðverjum, Svíum, Pólverjum misstu þeir aftur eftir aðeins tvo áratugi, er land þeirra kom í hlut Stalíns er þeir Hitler sömdu. irokun heima fyrir. - GREIN: DAGUR ÞORLEIFSSON Upphaf Norðurlandaófriðar- ins mikla var að miklu leyti að kenna hinum þýzkætt- aða aðli Lettlands og Eistlands, sem var óánægður með að fá ekki að kúga og arðræna bænd- ur iandsins jafn frjálslega og fyrir valdatíð Svía. Sérstaklega þótti hinum riddaralega aðli að sér kreppt á dögum Karls ell- efta Svíakonungs, en hann gerð- ist sem kunnugt er einvaldur í ríki sínu með tilstyrk borgara- stéttarinnar og braut þannig á bak aftur vald aðalsins. Til að auka tekjur krúnunnar var þá drjúgur hluti jarðeigna aðalsins lagður undir hana. Þetta þótti aðalsmönnum Lív- óníu ósköp sárt og fyrirliði þeirra óánægðustu, er Patkul hét, leitaði á náðir Ágústs sterka, kjörfursta Saxa og kon- ungs Pólverja, og bað hann liðs, lofaði honum konungdómi yfir gervöllum Eystrasaltslöndum ef hann tryggði aðlinum þar öll sín fornu réttindi. Þetta varð upp- hafið að bandalagi Ágústs við Dani og Rússa, sem einnig sátu um færi á að klekkja á sænska stórveldinu, sem um skeið hafði betur haft en allir þess óvinir og réði nú öllu sem það vildi á Eystrasalti og með ströndum þess. Úr þessum samblæstri varð fyrrnefndur ófriður, sem varð til þess að Eistland og Norður-Lett- land komust undir rússnesk yf- irráð, gagnstætt áætlunum Pat- kuls og hans manna, sem sízt af öllu höfðu ætlað sér í bland með rússnesku barbörunum. Stríðið byrjaði nógu vel fyrir Svía. Karl tólfti sigraði Dani í leifturstríði og sundraði rúss- neska hernum við Narva, á aust- urtakmörkum Eistlands, en síð- an gerði hann alvarlegt glappa- skot. Hann leit á Rússa sem vita- duglaust pakk og sneri sér því gegn Pólverjum og Söxum. Með- an hann var að ganga frá þeim, sem tók æðitíma, kom Pétur sar fótum undir her sinn að nýju og tók að herja lendur Svía aust- an Eystrasalts. Fóru Rússar þar fram af sömu villimennskunni og venjulega, að þessu sinni samkvæmt beinni skipun keisar- ans. Pétur hafði sem sagt ekki meira sjálfsálit en svo, að hann gerði sér enga von um að geta haldið löndunum til lengdar fyr- ir Svíum, og heldur en ekkert vildi hann því eyðileggja þau gersamlega. Stór héruð voru lögð í eyði, fólkið annaðhvort drepið eða herleitt til fjar- lægra héraða í Rússlandi. Einn af hershöfðingjum Rússa hældi sér af því opinberlega að hafa gengið svo um garða í Eistlandi og Lettlandi, að í mörgum hér- uðum þar heyrðist hvorki „hund- ur gelta né hana gala.“ Lét mik- ill meirihluti landsmanna lífið í þessum hörmungum. Meðal þeirra herleiddu var sóknar- presturinn í bænum Aluksne og fósturdóttir hans, forkunnarfög- ur bóndadóttir kúrlenzk, að nafni Marta. Var hún þá gift sænskum dragón, en litlar nytjar hafði hann konu sinnar upp frá þessu, því að hershöfðingi einn rúss- neskur gerði hana að frillu sinni og gaf hana síðan sér til frama Mensíkof, aðalráðgjafa og hægri hönd Péturs mikla. Mensíkof gaf hana aftur keisaranum, sem unni henni með slíkum ærslum að hann gerði hana að drottningu sinni. Hlaut hún þá að kasta sinni lúthersku barnatrú og gerast orþódox; hét eftir það Katrín. Fyrir utan beina útlits- fegurð var hún búin þó nokkr- um íþróttum, til dæmis drykkju- kona með ágætum, og var sagt að sá eiginleiki hennar hefði um aðra fram tryggt henni hylli Péturs keisara, sem sjálfur var hryllilegur drykkjusvoli að rússneskum sið. Eftir dauða Péturs varð þessi lettneska kot- ungsdóttir og hermannskona um hríð einvaldsdrottning alls Rússaveldis frá Eystrasalti til Kyrrahafs. Hafi einhverjir land- ar hennar glaðzt af upphefð hennar, var miiður hennar, sænski dragóninn cigi þar á með- al. Sótti hann um hjónaskilnað og fékk hann umyrðalítið. Dótt- ir þeirra Péturs og Katrínar 10 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.