Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 3
r 4 K VIKU BROS — En mamma, ég fékk hann gefins! — Það getur verið að þetta sé ekki eins gómsætt og töfl- urnar mínar, en þú færð ekk- ert annað! H r_ _oc 'Æ “~f ' !M 3icz: LZZJC M w. * J. — Ég kemst ekki burt fyrr en málningin er þornuð! IÞESSARIVIKU POSTURINN ......................... Bls. 4 DAGLEGT HEILSUFAR ................. BIs. 6 MIG DREYMDI ................... Bls. 7 PALLADÓMAR UM ALÞINGISMENN......... Bls. 8 FJÖLDAGRAFIR OG ÞRÆLAHALD ......... Bls. 10 KRÓKUR Á MÓTI BRAGÐI .............. Bls. 12 SÆLURÍKI FRÚ BLOSSOM............... Bls. 14 ONASSIS ........................... Bls. 16 EFTIR EYRANU....................... Bls. 18 SAGA FORSYTEÆTTARINNAR ............ Bls. 20 GLASGOW - GLÆPAHREIÐUR NORÐUR-EVRÓPU Bls. 22 SAGA BÍTLANNA ..................... Bls. 24 ALÍSA ............................. Bls. 29 VIKAN OG HEIMILIÐ ................. Bls. 46 SAGT UM ÁSTINA: ★ Tvennt er það í lífinu, sem ekki er með nokkru móti hægt að leyna: ást og kvef. ★ Aðeins ein regla gildir, þegar ástin er annars vegar: að engin regla er til. VÍSUR VIKUNNAR: Það vilja margir láta ljós sitt skína og leita jafnvel fanga um himingeiminn og þeir sem tryggja í Wall Street velferð sína völdu Nixon til að frelsa heiminn. En áfram heldur heimsins raunasaga með höpp og ólán jafnt í sókn og vörnum þó ala sumir draum um betri daga og dætur Lyndons hlaða niður börnum. FORSÍÐAN: Smurt brauð er alltaf vinsælt, sérstaklega þegar samkvæmi eru haldin í heimahúsum. í seinni tíð leggja margar húsmæð- ur meiri áherzlu á það en blessaðar kökurnar. Á forsíðunni sjáum við að þessu sinni fjórtán mismunandi tegundir af smurðu brauði. Nánar er sagt frá því í þættinum Vikan og heimilið inni í blaðinu. VIKAN — ÚTGEFANDI: IIILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst. I NflESTU VIKU Óðum líður að jólum, og eitt hið fyrsta sem húsmæðurnar hugsa um í sambandi við þau er jólabaksturinn. í næsta blaði birtum við á fjórum síð- um kökuuppskriftir ýmiss konar, sem vonandi verða öll- um húsmæðrum kærkomnar. Fyrir jólin ár hvert frum- sýnir Þjóðleikhúsið nýtt barnaleikrit. Kardimommu- bærinn hefur náð mestum vinsældum af öllum barna- leikritum hér á landi, en það er eins og kunnugt er eftir Norðmanninn Thorbjörn Egn- er. Barnaleikrit Þjóðleikhúss- ins í ár er einmitt nýtt leikrit eftir Egner, sem heitir á norskunni Musikanterne kommer til byen, en verður líklega kallað á íslenzku Sí- kátir söngvarar. Af núlifandi höfundum hefur fáum tekizt betur en Egner að skrifa fyrir börn. Hann var upphaflega auglýsingateiknari, en réðist síðan til norska útvarpsins og vann við barnatímann þar. Upp úr því fór hann að skrifa sögur og þætti fyrir börn, þar á meðal Karíus og Baktus, sem margir kannast við. — I næsta blaði segjum við nánar frá Egner og nýja leikritinu hans. í þættinum í sjónmáli er sagt frá dagskrá sjónvarpsins fyrsta kvöldið, sem sjónvarp- ið sést á Akureyri og víðar um Norðurland. Sú dagskrá verður nálega öll helguð Norðlendingum. Og ekki má gleyma fram- haldsefni blaðsins: greinunum um Onassis og Bítlana og hinni vinsælu Sögu Forsyte- ættarinnar. 46. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.