Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 18
Ólafur Gaukur hefur nú um nokkurt skeið verið með hljómsveit sína á Hótel Borg og gert þar lukku, eins og vænta mátti, en hljómsveitin hefur verið ráðin til að lcika á Borginni í vetur. Engar breytingar hafa orðið á hljómsveitinni og Iagavalið er enn sem fyrr rrtiðað við, að eitíhvað sé fyrir alla. Á myndinni sjá- um við, frá vinstri talið, Svanhildi, Ólaf Gauk, Andrés Ingólfsson, Karl Möller, Pál Valgeirsson og Rúnar Gunnarsson. Það hallar undan fæti fyrir Carnaby Street, þeirri frægu Popgötu í London. Færri og færri leggja leið sína Jjangað til innkaupa og það þykir ekki lengur verulega fínt að fara þangað. Elísabet II drottning hefur af þessu áhyggjur þungar, það lítur nefnilega út fvrir að hún niuni tapa á þessu drjúgum skildingi. Hún var viss um, að Carnaby Street myndi gefa ríkulega af sér, svo hún lét hina konunglegu fjár- málamenn kaupa nokkur hús við títtnefnda götu. Nú hrakar verðmæti þessara húsa dag frá degi og aum- ingja Elísábet getur ekki einu sinni selt. Hvað er nú til ráða? MARGI ER SKRÝTIB í KÝRHAUSNUM Það hefur tæpast farið fram hjá þeim, sem fylgzt liafa með ferli Bítlanna, að hin nýja vinkona John Lennon, Yoko Ono hin japanska, er að mörgu leyti mjög sérstæður karakter. Hún hefur hneykslað marga með furðulegu hátterni sínu, og hér birtum við myndir, sem renna stoðum undir það hald rnanna, að hún sé ekki með öllum rnjalla. Hér situr hún uppi á leik- sviði, hreyfingarlaus, og býður þeim er vilja, að koma til sín og klippa utan af sér spjarirnar. Endar leikurinn á þann veg, að hún situr berstrípuð eftir frannni fyrir furðu lostnum áhorf- endurn. V________________;____________________________________________________/ Slönguskinnsjakkinn og bassatroinman eru kennimerki Don Partridge. Hvort- tveggja jafn gamalt og slitið. DON PARTilDGE FÉLAGI NR. 16 í SAMTÖKUM GÖTUSÖNGVARA Hann er félagi í U.B.S.P. (The Union of Buskers and Street Players). Á íslenzku: Samtök farand- og götusöngvara. Hann er félagi nr. 16, og hann hefur þrjár reglur að fara eftir: 1) Það eru engar reglur til. 2) Allir götusöngvarar eru manneskjur og eiga að koma fram sem slíkar. 3) Allir götusöngvarar verða að geta drukkið 1 Htra af bjór á skemmri tíma en 1 mínútu. Don Partridge er virtur félagi í U.B.S.P. Hann hlítir reglum samtakanna og greiðir sín félagsgjöld. Hann segir: — Fólk heldur, að ég syngi á götunni vegna þess eins, að ég sé latur og 18 VIKAN 46 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.