Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 36
DANISH GOLF Nýr stór! gódur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindilljsem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid í dag DANISH GOLF í þægilega 3 stk.pakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK sjö prósent landsmanna, nutu fullkomins jafnréttis við Letta í einu og öllu; fengu og ríkis- styrk til að halda uppi eigin skólum og menntalifi. Af fólki af erlendum uppruna í landinu voru Rússar sem fyrr fjölmenm astir, hinir flestir Gyðingar, Þjóðverjar og Pólverjar. Þegar ieið fram að annarri heimsstyrj- öld var íbúafjöldi landsins aftur kominn upp í um tvær milljónir. ÞRUMUKROSSMENN OG LAPPÓLIÐAR Þrátt fyrir góðan vilja var lýð- ræðisreynsla Letta lítil, og kom það þeim illa í koll. Kosninga- lögin voru svo yfirmáta frjáls- leg að svo aumur smáflokkur skaut naumast upp kollinum hjá þeim að hann kæmi ekki manni á þineið, sem þar í landi hét Saeima. Var þetta haft þann- ig sumpart af tillitssemi við þióðernisminnihlutana. Afleið- ingin varð sú að þingflokkarnir urðu óhóflega margir og smáir að sama skapi. Um þingmeiri- hluta eins flokks var ekki að ræða, og varð því að mynda samsteypustjórnir, sem urðu skammlífar. Á tímabilinu 1918— 1934 sátu þannig að völdum í Lettlandi átján stjórnir. Þróun- in í stiórnmálunum þessi árin var til hæeri, bannig að bænda- flokki Ulmanis jókst fylgi á kostnað sósíaldemókrata og ann- arra vinstri flokka. Átti upp- gangurinn í landbúnaðinum mestan þátt í því. En flokkafjöldinn og skamm- lífi stjórnanna leiddi af sér vissa stjórnmálalega ringulreið, sem hafði aftur í för með sér fylgis- aukningu fasískra afla í landinu. Það lá í hlutarins eðli: milli- stríðsárin voru tímabil fasis- mans. 1926 tóku hálf- eða alfas- ískir einræðisherrar völdin í ft- alíu, Póllandi og Litháen. 1933 kom Hitler til valda í Þýzka- landi. í Finnlandi lét Lappó- hreyfingin svokallaða mikið að sér kveða, og náðu áhrif hennar einnig verulega til bræðraþjóð- arinnar Eistlendinga. Notaði for- seti Eistlands, Konstantin Pats, sér þetta til að taka sér einræð- isvald 1934. Sama ár kom Doll- fuss fasísku skipulagi á í Aust- urríki. Næstu árin komust ein- ræðisstjórnir til valda í Búlgar- íu, Grikklandi, Rúmeníu og Spáni. Um 1930 tóku fasísk sam- tök, er nefndu sig Perkonkrusts (Þrumukrossinn) að láta að sér kveða í Lettlandi. Önnur fasísk hreyfing í landinu var Baltneska bræðralagið (Baltischer Briider- schaft), sem þýzki þjóðernis- minnihlutinn í landinu stóð að og náði einnig til nágrannaland- anna; markmið þeirra samtaka var að sjálfsögðu sameining við Stór-Þýzkaland. Kommúnistar færðust einnig töluvert í aukana á þessum árum og höfðu nokkur áhrif í verkalýðsfélögum, þótt a'ð í þingkosningum fengju þeir aldrei yfir sjö prósent atkvæða. GRIÐASÁTTMÁLAR 1934 leiddi glumrugangur of- beldisflokka þessara til þess að Karlis Ulmanis, sem þá var for- sætisráðherra, tók sér einræðis- vald með tilstyrk heimavarnar- liðsins, sem hafði innan sinna vébanda bæði karla, konur og unglinga. Bændaflokkurinn fylgdi leiðtoga sínum einnig að málum í þessu tiltæki. Leiðtog- ar andstöðuflokkanna voru hand- teknir, sumir dæmdir í fangelsi eða vísað úr landi. Fáeinir líf- látsdómar voru einnig kveðnir upp að tilhlutan stjórnarinnar. Efnahags- og framleiðslukerfi landsins var breytt í samræmi við fyrirmyndir frá nasistum og fasistum. Það má því með nokkr- um rétti kalla Ulmanis fasískan /-------------------------N HIIAR ER ÖIKIN HANS NÓA? Það er alltaf sami leikur- inn í henni Yndisfríð okk- ar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðand- inn er auðvitað Sælgætis- gerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verð- launin: Ilörður Magnússon, Mosa- barði 11, Hafnarfirði. Nafn Heimili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja í skrif- stofu Vikunnar. 46. V_____________________________/ 36 VIKAN 46- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.