Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 26

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 26
% Mimi Mimi býr nú í fínu einbýlishúsi í námunda við Bourne- mouth ásamt kettinum Tim, sem John kom heim með fyrir mörgum árum. Þetta er fallegt hús og sólríkt og stendur niður við sjóinn. Sérstök höfn fylgir húsinu, en síðan koma steintröppur, sem liggja alla leið að garð- inum, sem umlykur húsið. Húsið kostaði 20.000 pund. Það stendur á mjög afskekktum stað. Aðeins að sum- arlagi, þegar snekkjur sigla upp og niður Pool Bay, getur Mimi átt á hættu, að verða fyrir ónæði. Þegar þær sigla framhjá húsinu, heyrir hún tilkynnt í hátal- ara: „Þetta er hús Johns Lennons. Þarna býr Mimi, frænkan, sem ól hann upp.“ Þegar hún heyrði þetta í fyrsta sinn, varð hún svo reið, að hún þaut út, hljóp niður tröppurnar, staðnæmd- ist í neðsta þrepinu, steytti hnefa í áttina að skipinu og kallaði: „Þegiði!“ Að þessu fráskildu býr hún í fásinni og einangrun. Ákafir aðdáendur Johns hafa að vísu nokkrum sinnum stolið útidyralömpum frá henni og öðru hverju sér hún fólk taka myndir af húsinu, en það er ekki oft. Hún segist halda símanúmerinu og heimilisfanginu leyndu. Samt virðast allir leigubílstjórar í Bournemouth vita það. Innanstokksmunir eru nýlegir útlits, en þeir eru samt flestir úr gamla húsinu hennar í Liverpool. Þegar svo ólíklega vihli til fyrir nokkru, að blaðamaður slapp óséður inn til hennar og fékk áheyrn hjá henni, var hann svo óheppinn að segja: „John hefur verið hugulsamur að kaupa handa þér svona fallegt innbú.“ Hún fleygði honum umsvifalaust á dyr! Á sjónvarpstæki hennar er orða drottningarinnar, sem John fékk, þegar Bítlunum var veittur sá mikli heiður. Hún lætur hana vera þarna, enda þótt hún hafi stundum áhyggjur af því að það kunni að vera drottningunni til vansæmdar. John kom einn daginn askvaðandi, nældi orðuna framan á brjóstið á Mimi og sagði: „Þú átt miklu fremur skilið að fá orðu en ég!“ I forstofunni og fyrir ofan rúmið í svefnherberginu hefur hún hengt nokkrar af gullplötum Bítlanna, en slíkar plötur fá þeir, sem leika eða syngja inn á plötur, sein seljast í yfir milljón eintökum. I sveí'nherberginu hangir einnig silfurslcjöldur, sem John hefur geíið henni. Á hann stendur letruð setningin, sem Mimi var vön að segja við John í æsku: „Þú verður að gera þér ljóst, að þú getur aldrei unnið fyrir þér með því að spila á gítar!“ Ytri kjör foreldra allra Bítlanna hafa gerbreytzt fyr- ir tilverknað sona þeirra. En þeir hafa brugðizt við breytingunni á mjög misjafnan hátt. Mimi er sú eina, sem ekki hefur breytt framkomu sinni gagnvart John, þótt hann sé orðinn bæði frægur og flugríkur. Foreldr- ar hinna Bítlanna þriggja líta á syni sína sem hetjur og dýrlinga og hegða sér gagnvart þeim samkvæmt því. Mimi setur enn út á klæðnað Johns og útlit, alveg eins og hún gerði, á meðan hann var hjá henni. Hún hefur orð á því, ef henni finnst hann vera of horaður og spyr, hvort hann fái ekkert að éta. Hún ávítar hann fyrir að eyða og spenna peningum í alls konar vitleysu, þótt hann viti varla aura sinna tal. Hún kvartar yfir því, að hann geti aldrei talað eins og maður; ljúki aldrei við setningarnar og tali tóma bölvaða vitleysu. For- eldrar hinna Bítlanna voga sér aldrei að gagnrýna syni sína hið minnsta. Mimi hefur ekki breytt lífsháttum sínum, þótt hún hafi flutt inn í þessa lúxusvillu. Hún borðar jafn fá- brotinn mat og áður og tekur ekki í mál að hafa vinnu- konu, hvað þá þjón. Henni geðjast vel að húsinu, en samt segist hún mundu vilja fórna því og öllu öðru til þess að John væri orðinn lítill aftur. „Eg veit að þetta er eigingjarnt af mér,“ segir hún. „En ég get ekki að því gert. I mínum augum er John alltaf lítill strákur, að vísu dálítið baldinn og fyrir- ferðarmikill, en skemmtilegur og góður inn við beinið. Eg hef ekki haft eins mikla ánægju af neinu í lífinu og að fá að ala hann upp.“ tJc Jim McCartney Mesti hamingjudagur í lífi Jims McCartneys rann upp 1964, þegar Paul kom til hans og sagði honum, að hann þyrfti ekki að vinna framar. Jim var þá 62 ára gamall og átti eftir að vinna í þrjú ár til þess að kom- ast á eftirlaun. Hann hafði unnið við sama fyrirtækið síðan hann var 14 ára gamall, og var fyrir löngu búinn að fá nóg af því. Laun hans voru ekki nema 10 pund á viku, þrátt fyrir svo langan starfstíma og mikla reynslu. Samdrátturinn í baðmullariðnaðinum síðustu árin hafði gert starf hans stöðugt erfiðara. Hann var dauðhræddur um, að hann yrði settur af og yngri mað- ur látinn taka við starfi hans. Paul keypti handa honum einbýlishús í Wirral í Cheshire, sem kostaði 8750 pund. Ári síðar kvæntist Jim öðru sinni, eftir að hafa verið ekkjumaður í næst- um tíu ár. Hann hafði aðeins hitt Angelu þrisvar sinnum, þeg- ar hann bað hana að kvænast sér. Hún var ekkja, fimm árum ynsíTÍ en hann, og átti eina dóttur. Hún hafði búið í einu herbergi í Kirby, síðan maðurinn hennar fórst í bílslysi. ..Við vorum bæði jafn einmana,“ segir Jim. Þau eru bersýnilega mjög hamingjusöm. Jim hefur mikið dálæti á Ruth, dóttur Angelu, enda er hún bæði lagleg og vel gefin og gengur vel í skólanum. Þær mæðg- urnar eru fjörugar og líflegar. Jim hefur yngzt um helm- ing, siðan hann kvæntist aftur. Hann klæðir sig nú samkvæmt. nýjustu tízku; gengur í níðþröngum bux- um, — sams konar buxum og hann bannaði Paul að ganga í í gamla daga. 26 VIKAN 46- tM-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.