Vikan


Vikan - 21.11.1968, Page 13

Vikan - 21.11.1968, Page 13
Hún lagði annan handlegginn ásiúðlega yfir axlir honum. — Það var rán, sem enn er ekki upplýst, sagði hún. — ráns- fengurinn var mikill og hver fékk sinn hluta. En það er enn mikið eftir. Þetta gerðist, skömmu áð- ur en Brent var tekinn. — Jæja, sagði A1 og var hugsi á svip. — Þetta var mikið fé. — Hve mikið? — Næstum 300.000 dalir, og samt eru hinir búnir að fá það sem þeim bar. Hann stundi þungan. Svona há upphæð gat naumast verið raun- veruleiki. Þetta hlaut að vera draumur, sem aldrei mundi ræt- ast. — Brent skipulagði þetta rán, sagði Lili, — En það kom ekki fram í réttarhöldunum? — Nei. Enginn vissi, að Brent hafði verið riðinn við þetta rán. — Alls enginn? — Bara ég. — Þú verður að segja mér all- an sannleikann, Lili. — Þá það. Þetta var banka- rán. Allir höfðu fengið sinn skerf nema tveir — Brent og annar til. Brent faldi peningana á örugg- um stað. Hann horfði beint framan í hana. Hún deplaði öðru auganu: — Og ég veit, hvar pening- arnir eru faldir, skilurðu? — Á ég að trúa því, að þú vitir, hvar Brent faldi næstum 300.000 dali? — Já. Nú varð honum l.oksins ljóst, hvað hún hafði sagt. Rödd hans var hás af geðshræringu, þegar hann sagði: — Ef þú veizt hvar peningarn- ir eru, hvers vegna sækirðu þá ekki? Hvers vegna ertu ekki bú- in að sækja þá fyrir löngu? — Nú kemur til þinna kasta. Hann sat og velti þessu fyrir sér nokkra stund. — Viltu hjálpa mér að ná í þá, Al, spurði hún. — Þá þarf hvorugt okkar að hafa áhyggjur af peningum fyrst um sinn að minnsta kosti. Hvort hann vildi hjálpa henni að ná í þá? Hún þurfti ekki að spyrja um það. Hann sagði: — Það var annar maður með í spilinu, var það ekki? — Jú, það er rétt. Það var ann- ar maður, sem vissi, hvar pen- ingarnir eru faldir. — Hver er það? Og hvar er hann? Hún sveiflaði annarri hendinni um leið og hún svaraði: — Tja, skilurðu, hann er horf- inn. Hún dreypti á glasi sínu. — Þú þarft ekki að hafa nein- ar áhyggjur af honum. — Hvar eru peningarnir fald- ir? — Ég skal sýna þér það. Við skulum aka þangað á eftir. — Ef þú ert að leika á mig Lili, þá .... — Þetta er dagsatt, Al. Ég vildi bara bíða með að segja þér frá þessu, þar til ég væri orðin viss um, að þér væri annt um mig. En nú veit ég, að ég get treyst þér. Hann heyrði ekki hvað hún sagði, því að í sama bili faðmaði hún hann að sér. Nú hafði hann loksins dottið í lukkupottinn. Hann fann það á sér. Maður veit aldrei, hvenær slíkt gerist. Mað- ur bíður bara og bíður eftir að eitthvað gerist. Stundum bíður maður árangurslaust allt lífið. En stundum, allt í einu, einn góðan veðurdag, eins og núna ... Hann varð að fá að vita, hvar peningarnir væru geymdir. Hann varð að vera fullviss, að hún ætlaði ekki að gabba hann. — Hvert eigum við að aka, spurði hann. — Langt í burtu, sagði hún. — Við þurfum að fara að búa okkur af stað. Því fyrr, því betra. Þau óku alla nóttina. Er þau óku í gegnum lítið þorp, sagði hún, að þau skyldu kaupa sér riffil og skotvopn. Hann rakst á sportvöruverzlun, þar sem opið var og keypti riffilinn. Hún sagði, að þau yrðu að hafa riffil með til öryggis. Þau mundu fara út af þjóðveginum og upp í hin snarbröttu fjöll í Vestur-Virgin- íu, og þar væri hætta á að villi- dýr yrðu á vegi þeirra. A1 fannst líka öruggara að hafa riffil með- ferðis. Hann hugsaði margt á meðan þau óku. — Hversvegna ertu ekki búin að sækja peningana fyrir löngu? — Af því að þeir eru í helli. Ég mundi aldrei komast þangað ein. Þú skilur það, þegar við komum á staðinn. Hann leit á hana. Hún virtist örugg. Það var ekki hægt að sjá nein merki um ótta eða geðs- hræringu. Honum hlaut að hafa tekizt betur upp í kynnum sín- um við þessa stelpu en aðrar. Brent Morgan hafði vissulega þurft að sjá á bak góðri stelpu, þegar hann var settur inn. En líklega var þó bezt að vera við öllu búinn og sýna fyllstu varkárni. Þau stönzuðu við bensínsölu, sem hafði opið alla nóttina. Með- an tankurinn var fylltur, brá Lili sér inn á salerni. Honum hug- kvæmdist svolítið, á meðan hún var í burtu. Hún kom aftur, brosti út undir eyru og síðan óku þau áfram. — Nú erum við bráðum komin, sagði hún. — Já, ég vona það, sagði hann. Þessir fjallavegir eru hættulegir, sérstaklega á nóttunni. Vegurinn varð stöðugt þrengri og erfiðari yfirferðar, bæði hol- óttiu og bugðóttur. Tvisvar sinn- um urðu þau að aka yfir árfar- vegi. A1 var satt að segja ekki farið að lítast á blikuna. — Hér verðum við að skilja bílinn eftir, sagði hún loks — og fara fótgangandi að hellinum. Þau gengu upp snarbratta fjallshlíð, þar sem allt var fullt af þyrnóttum rósarunnum. Það var tekið að birta af degi, þegar þau komust loks inn í hellinn. Þetta var stór og mikill hellir með klettaveggjum á allar hlið,- ar. Hátt yfir höfðum þeirra var hvelfing og sylla fremst. Þau gengu hljóð inn í hellinn. Loksins stanzaði Lili við hinn snarbratta klettavegg, sem lá upp að syllunni. Hún var með ljós- ker í annarri hendi og lýsti, þar til hún kom auga á litla holu. Upp úr henni dró hún kaðal, rétti A1 hann og sagði. — Nú kemur til þinna kasta. Þú ert vanur að fást við svona- lagað, er það ekki? Sérðu kletta- sylluna þarna hátt uppi? Hann kinkaði kolli. — Þar eru peningarnir, í litlu kofforti. A1 fékk hjartaslátt um leið og hann virti fyi'ir sér aðstæðurn- ar. Lili sagði honum, hvernig hann ætti að fara að því að kom- ast upp á sylluna. Hann þyrfti að fara það í áföngum, af einum stallinum til annars. — Á ég að trúa því, að ein- hver annar maður hafi farið þetta á undan mér? — Já, þér er óhætt að trúa því. En Brent gat það ekki. Hann er heldur ekki loftfimleikamað- ur eins og þú. En Brent vildi fela peningana á öruggum stað og það má segja, að honum hafi tekizt það. Framhald á bls. 40 46. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.