Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 5
vera „andlega krumpaðar“ þótt þið eigið við tíma- bundin, sálræn vandamál að stríða. En hér kemur þá stóridómur um sálarhróin ykkar: 'GÓGÓ: Sálarlíf þitt er tiltölulega einfalt og ætti ekki að þurfa að vera ýkja flækt. Þú ert viðkvæm og mjög kvenleg að eðlisfari, glaðlynd og skemmtana- gjörn, en skortir enn stað- festu og viljastyrk. Þú ert áhrifagjörn og þarft að varast að lenda í slæmum félagsskap. Þú ert sam- vizkusöm og verður að gæta þess vel að láta ekki leiða þig út í neitt, sem þú veizt innst inni að er sjálfri þér ósamboðið. GÍGI: Sálarlíf þitt er miklu flóknara en vinkonu þinnar. Þú ert dul í skapi og átt erfitt með að tjá hug þinn. Þú ert fjörmikil á yfirborðinu og hefur gam- an af að skemmta þér, en framkoma þín gefur sjald- an rétta hugmynd um raunverulega liðan þína. Þú ert listræn að eðlisfari og munt líklega finna mikla fróun í að lesa góðar bækur og fást við listsköp- un af einhverju tagi. LEIT AÐ FRAMHALDI Þú Póstur! Núna er ég alveg fjúk- andi vond út í Vikuna. Þannig liggur í því, að ég les allt ætilegt í blaðinu og má leita að framhaldi á hverri blaðsíðu, því að enda þótt standi, að fram- hald eigi að vera á blaðsíðu þetta og hitt, er það alveg sérstakt tilfelli ef það pass- ar. Þannig að þegar ég finn loksins framhaldið, er ég alveg búin að gleyma byrj- inni og má gjöra svo vel og byrja upp á nýtt. Finnst þér þetta hægt? Fyrir utan þennan mínus er þetta alveg stórkostlegt blað. Sem stendur freistar Forsyte mín mest. En smá- sögurnar geta oft verið anzi snjallar, svo ég minnist nú ekki á Póstinn. Hann er glettilega góður. Punktur og basta. Nasasýna. Það kann að koma fyrir, eins og raunar í flestum blöðum, að framhald sé ekki á réttum stað. En að það sé „alveg sérstakt til- felli ef það passar“ — því neitum við harðlega. Við biðjum „Nasasýnu“. (hvað þýðir þetta ágæta nafn, með leyfi?) að skrifa okk- ur aftur og tilgreina dæmi um framhöld á skökkum stað. Að öðru leyti þökkum við kærlega fyrir hólið. í FULLRI ALVÖRU Kæri Póstur! Það er nú smátt og smátt að koma í ljós, að hérumbil allir eru sammála um, að dagskrá sjónvarpsins hafi hrakað svo mjög, að varla sé horfandi á hana lengur. í fyrravetur gat ég horft á stjónvarpið næstum á hverju einasta kvöldi og hafði alltaf eitthvað gam- an af. Nú er ekkert sjá- andi lengur, nema Saga Forsyteættarinnar. Þótt hún sé góð nægir hún alls ekki til þess að bera uppi dagskrár allrar vikunnar. Þú varst um daginn að leggja til, að aðdáendur Dýrlingsins og Harðjaxls- ins söfnuðust saman í mót- mælaskyni fyrir framan sjónvarpið. Þetta átti víst að vera eitthvað fyndið hjá þér. En ég segi í fullri al- vöru, og mæli áreiðanlega fyrir munn fjöldans, - að ef dagskráin batnar ekki, er vissulega ástæða til að grípa til róttækra aðgerða. Það er dýrt að kaupa sér sjónvarpstæki og það mun- ar um afnotagjaldið á þess- um síðustu og verstu hörm- ungartímum. Með þökk fyrir birting- una. Ein bálreið heimasetukona. P.S. Meira að segja barna- tíminn er ekki lengur svip- ur hjá sjón. Þetta er aðeins eitt bréf af mörgum, þar sem les- endur kvarta yfir dagskrá sjónvarpsins — en vel að merkja það harðorðasta. HINIR SÍÐUSTU VERÐA FYRSTIR Kæra Vika! Hvernig á ég að venja manninn minn af þeim óvana að fara alltaf lang síðastur úr öllum sam- kvæmum? Með fyrirfram þökk. Nanna. Með því að eiga alltaf nóg vín heima og kaupa þér nýjan náttkjól! HOOVER KEYMATIC DE LUX 91 Nýjasta gerð, sjálfvirk þvottavél með 16 þvottaaðferðum Hoover þvottavélar 8 gerðir Hoover kæliskópar 5 gerðir Hoover ryksugur 8 gerðir Hoover bónvélar 2 gerðir Hoover rafmagnsofnar 3 gerðir Hoover straujórn 3 gerðir Hoover uppþvottavélar Hoover hórþurrkur Hoover hrærivélar Hoover teppaburstar Hoover eldavélahimnar Hoover vörurnar fóst í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavík, sími 14376. Einnig víða i verzlunum úti á landi. Varahluta- og viðgerðaþjónusta að Hverfisgötu 72, sími 20670. Einkaumboð: MAGNÚS KJARAN Umboðs- & heildverzlun 46. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.