Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 39
kornabörn, handtekin ef heim- ilisfaðirinn var talinn sekur. Var fólkinu staflað í gripavagna, þar sem aðbúnaður og heilbrigð- ishættir voru með svipuðu móti og í farartækjum þeim, er Eich- mann heitinn notaði við að safna Gyðingum til Auschwits. Þegar á áfangastað var komið, voru konur og börn — ef eitthvað af þeim hjarði enn — sett til vinnu- mennsku á samyrkjubú, en karl- mennirnir lokaðir inni í þræla- búðum, þar sem litlu eða engu betur var búið að mönnum en í stöðum eins og nýnefndri aðal- morðstöð nasista. Það er ekki að ófyrirsynju að nöfn eins og Vor- kúta og Kolýma eru oft nefnd í sömu andrá og Buchenwald og Dachau. „ÓAÍÐRI KYNÞÁTTUR“ Þegar kastaðist í kekki með Þjóðverjum og Rússum hernámu þeir fyrrnefndu Eystrasaltslönd, sem kunnugt er, og gerðu þau ásamt Belórússlandi að sérstöku landsstjórnajtsvæði er 'þeir nefndu Ostland. Þótt íbúar land- anna ættu á engu góðu von frá Þjóðverjum, þótti þeim eftir við- kynninguna við morðingjapakk Stalíns allt skárra en Rússar og urðu því þó nokkrir Lettar til að ganga í lið með Þjóðverjum. Var þó langt frá því að nasistar sýndu landsmönnum neina góð- mennsku frekar en annars stað- ar, enda voru Baltar óæðri kyn- þáttur samkvæmt skilgreiningu Rosenbergs, hugmyndafræðings Hitlers, sem sjálfur var fæddur í Lettlandi. Rúmlega níutíu þús- und Gyðingar bjuggu þá í Lett- landi og komu nasistar þeim flestöllum fyrir kattarnef. Þýzki minnihlutinn hafði hins vegar áður verið fluttur úr landi sam- kvæmt atriði í samningi Hitlers og Stalíns. Þegar halla tók undan fæti fyr- ir Þjóðverjum og herir Rússa nálguðust að austan, flýðu allir Eystrasaltslönd sem vettlingi gátu valdið, þar á meðal að minnsta kosti hundrað þúsund frá Lettlandi. Fóru þeir flestir til Þýzkalands og Svíþjóðar og þaðan sumir til Norður-Amer- íku. Hafa lettneskir útlagar enn með sér öflug samtök og halda þau uppi merkilegri menning- arstarfsemi. Nýlega héldu þau til dæmis söngvahátíð í Hannover í Þýzkalandi; höfðu að vísu fyrir- hugað að hafa hana í Vestur- Berlín, en það bönnuðu her- námsyfirvöld Vesturveldanna. Voru þau hrædd um að Rússum sárnaði þetta eitthvað. Meðal þeirra Letta sem kom- ust yfir til Svíþjóðar voru nokkrir, er barizt höfðu með Þjóðverjum. Heimtuðu Rússar þá framselda á þeim forsendum að þeir væru sovézkir liðhlaup- ar. Þorðu Svíar ekki annað en að ganga að þessum kröfum, og þótti mörgum þeim farast lítil- mannlega. Er þetta svartasti bletturinn á utanríkisstefnu Svía um langan aldur, og áreiðanlega löðurmannlegasta viðvik þeirra í allri stjórnartíð Erlanders. HERLEIÐING TIL HEIM- SKAUTASVÆÐA Þegar Rússar hernámu Eystra- saltslönd öðru sinni, hófst þar ógnaröld miklu verri hinni fyrri. Herleiðingunum var haldið áfram í miklu stærri stíl en fyrr. Talið er að til ársins 1953 hafi Rússar drepið eða herleitt að minnsta kosti sex hundruð þús- und Eista, Letta og Litháa, eða tíunda hvert mannsbarn af þess- um þjóðum. Hinir herleiddu voru fluttir til fjarlægra svæða víðs vegar um Sovétríkin, á túndrurnar norður við íshaf, til Úral og austur um alla Síberíu og Kasakstan. í stað þeirra voru Rússar fluttir inn í stórum stíl. Samkvæmt sovézku manntali frá 1959 voru íbúar landsins þá um tvær milljónir og tvö hundr- uð þúsund. Það þýðir að á milli þriðjungs og helmings lands- manna er nú af öðru þjóðerni en lettnesku. Borgir eins og Riga og Ventspils koma útlendingum fyrir sjónir sem rússneskar öllu fremur en lettneskar. Þetta sýn- ir ljóslega að markmið sovét- stjórnarinnar er hið sama og keisaranna áður: að tortíma minnihlutaþjóðernum ríkisins með því að útrýma forustufólki þeirra og blanda þeim innan um herraþjóðina. Allöflugar skærusveitir lett- neskar héldu uppi snarpri baráttu gegn Rússum mörg ár eftir stríðslok og ollu kúgurun- um miklu tjóni, þótt hljótt hafi verið um það stríð í heimsfrétt- unum. KVÍSLINGURINN PELSE Eftir dauða Stalíns hefur eitt- hvað dregið úr harðstjórninni á íbúum Eystrasaltslanda sem öðr- um Sovétmönnum. Á þrælabúð- irnar er ekki minnzt nú orðið, svo að líklega hefur hagur hinna herleiddu eitthvað verið bættur. Og sumum hefur meira að segja verið leyft að hverfa heim. En sovétstjórnin hefur enn ekki lát- ið af tilraunum sínum til að út- rýma þjóðerni Letta og nágranna þeirra, þótt vægari aðferðir séu notaðar nú en fyrr. Þannig var á tímum Krúséfs mikið gert til að ginna lettnesk ungmenni til landnáms í Kasakstan, í sam- bandi við miklar nýræktarfram- kvæmdir þar. Að nafninu til fara menn úr hópi lettneskra kommúnista með æðstu völd í sovétlýðveldinu Lettlandi, en rússneskir embætt- ismenn eru við hlið þeirra og gæta þess vandlega að þeim skriki ekki fótur á línunni. Einn helzti kvislingur Rússa í Lett- landi hefur verið Arvid nokkur Pelse, sem komizt hefur til nokk- urra metorða í stjórn Sovétríkj- anna. Hann var til dæmis í hópi þeirra ráðamanna sovézkra, sem fóru til samninga við Tékkósló- vaka fyrir innrásina, sem nú er öllum í sem ferskustu minni, og var þá talinn í hópi þeirra til- löguverstu. Baltneski glæpurinn er því miður einn af mörgum, sem heimurinn er farinn að sam- þykkja með þögninni, og einn sá versti. Meðan þess háttar líðst, er erfitt að gera sér háar hug- myndir um mannkynið og fram- tíð þess. dþ. Framhald af bls. 15. Robert brosti eins og sá sem hefur unnið góðverk og hefur, að sínu áliti, efni á að vera dá- lítið drjúgur yfir því. Og þannig mætti segja að Am- brose og Harriet hafi lifað ham- ingjusöm æ síðan. Ja, ánægð að minnsta kosti. Ja — þetta gekk þolanlega hjá þeim. Harriet varð betri kokkur en nokkru sinni fyrr og það átti hún að þakka kennslu og gagn- rýni Ambrose. Hún hugsaði um húsið, svo þar varð ekki blettur á fundinn. Hún hafði nægan tíma til að hugsa um málaralistina, meiri en nokki’u sinni fyrr — nú þegar Ambrose var í vinnunni allan daginn — og hver gat á- sakað hana, þótt hún hefði nokkra hneigð til að leggjast í dagdrauma. Hún átti, þegar allt kom til alls, svo óþrjótlegan sjóð safaríkra minninga. Ef til vill var lífið ekki eins æsilegt, þegar fram liðu tímar, eins og það hafði verið þessa gullnu daga, þegar sælan ríkti í risinu. Hinn bráðláti Appolló hennar steig heldur ekki lengur niður úr skýjunum -— eða að minnsta kosti ekki lengur niður skúffurnar á kommóðunni — til að gera síðdegi hennar að því, sem með skáldlegum sannleika hefði mátt kalla unaðslegt. En þau voru saman í notalegu, ró- sömu og þægilegu hjónabandi. 46. tbi. VIICAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.