Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 40
Verksmiðjan blómstraði: Harriet málaði og henni fór stöðugt fram, Ambrose hélt áfram að mennta sig og það var ótakmarkað ráð- rúm til þess. Einu sinni eða tvisvar minnt- ist Ambrose með söknuði á risið, en Harriet harðneitaði að taka þátt í þeim söknuði. Einu sinni eða tvisvar hafði hann fundið sér einhverja tylliástæðu til að þjóta upp á kommóðuna og opna iúgugatið. En risið var nú myrkt og tómt. Gólfborðin voru ber, eins og þau voru endur fyrir löngu og ryklag lá yfir öllu. Það sem var spennandi nú til dags, var það sem var spennandi í augum þroskaðs fólks með ríka ábyrgðarkennd. Eins og morguninn, þegar Harriet fann umslagið á mott- unn' undir bréfarifunni og sá orðin sem prentuð voru efst á það og kom þjótandi inn til Am- brose sem var að ljúka við morg- unmatinn sinn. — Ambrose.......! Hárið var orðið grátt við gagn- augun, augun hugsi og ofurlítið þreytuleg, bak við gleraugun, sem hann var nýfarinn að bera. Hann leit á hana yfir ristuðu brauðsneiðna. — Hvað er það, elskan mín? Hún reif upp umslagið, ias þessar fáu, mikilvægu línur. — , Lestu. Hann las það og ástúðlegt bros breiddist yfir andlit hans. — Tekin í akademíuna, sagði hann. — Harriet Tuttle, Royal aka- demían. Til hamingju. Ambrose reis á fætur og ýtti afganginum af ristaða brauðinu og marme- laðinu frá sér. Hann gekk að veggskápnum og tók fram tvö glös. — Þetta ber að halda há- tíðlegt! Harriet tók glösin tvö af hon- um. — Á þessum tíma dags? — Elskan, það er ekki á hverj- um degi sem þú ert tekin í.... — Þú ert orðinn of seinn á skrifstofuna, sagði hún með glettnislegum ávítunarhreim. — Þú ert orðinn of seinn. Ambrose leit á glösin. Svo leit hann á konuna sína. Svo sagð! hann með ofurlitlum vott af gamla gáskanum, með þessum gamla, drafandi hreim, sem hún þekkti svo vel. — Setjum nú svo að ég yrði kyrr heima í dag og...... — Risdagarnir eru liðnir. Hún var afar ákveðin. Ástúðleg en ákveðin. Henni þótti svo vænt um hann og endurminningin um liðna daga var henni jafn kær og honum, en hún hafði vissa ábyrgð. —Mmm, svaraði Ambrose og andvarpaði. Hann lagði af stað fram í anddyrið og tók frakk- ann sinn út úr klæðaskápnum. — Þú saknar þeirra ekki, er það? Ambrose hikaði og svo brosti hann. — Nei. Við njótum ekki Verið örugg — Rauðu Hellesens rafhlöðurnar svíkja ekki Transistor—Rafhlöður 2>A«££a^é£a/L A/ Raftækjadeild Hafnarstræti 23 Sími 18395 risdaganna lengur — en við eig- um hvort annað. Hann teygði sig eftir regnhlífinni sinni og kyssti Harriet ástúðlega á ennið. — Það væri gaman að vita hvernig Ro- bert gamla vegnar, hugsaði hann upphátt. — Síðast þegar við fréttum af honum var hann enn að íhuga þríhyrninginn. — Ég hugsa að hann yfirgefi tónlistina aldrei. Ambrose hló umburðarlyndur. — Við eigum nú eftir að sjá hann stjórna hljómsveit í Albert Hall. Hann leit á úrið. — Nei, hvað er nú þetta, sjáðu hvað klukkan er orðin. Og við sem eigum að taka myndir af vor- módelinu í dag. — Hvernig er nýja módelið þitt? — Nýja módelið? — Nú svoleiðis módel. Hún. — Já, hún, sagði Harriet. — Hún er ágæt. — Falleg? — Ég hef ekki veitt því at- hygli. — Nei þú veitir því ekki at- hygli lengur. Harriet kyssti hann þar sem hann stóð í dyrunum snyrtilegur og glæsilegur, tilbú- inn að takast á við vanda dags- ins. — En þú ert betri svona. Ég vil heldur hafa þig svona. — Friðsamari, sagði Ambrose. Hún horfði á hann ganga að bílskúrnum. Hann var einkar virðulegur, hún var stolt af að vera konan hans. Og hún naut kvöldanna þeirra saman. I nokk- ur ár höfðu þau haft morgnana og síðdegin en aldrei kvöldin. Það var eitthvað svo miklu dýpra og nánara við kvöldin — á sinn hátt, eitthvað virðulegra. Hún naut þessara hljóðu kvöld- stunda þegar hún málaði og Am- brose stóð grafkyrr á höfðinu og einbeitti sér að Sjálfsnámi í Yoga. Bíllinn rann hljóðlega niður að hliðinu. Dylan lögregluþjónn gekk framhjá, án þess svo mikið sem gjóta augum að húsinu. Hann heilsaði Ambrose með því að bera höndina upp að húfu- skyggninu, eða ef til vill var það bíllinn, þetta augljósa stöðutákn, sem hann var að heilsa. Harriet stóð og brosti ljúflega, þar til bíllinn var horfinn niður fyrir götuhornið. Þá fór hún aft- ur inn. Hún fór inn í eldhúsið og tók upp glösin tvö. Hún bar þau að billjard borðinu og setti þau var- lega frá sér á grænt klæðið. Svo tók hún skeið og sló snöggt en varlega í bæði glösin. Þau gáfu frá sér fullkominn tón. — Morgunmatur eftir þrjár mínútur, kallaði hún. Billjard borðið rann hljóðlaust frá henni. Lúguhleri í gólfinu opnaðist og lyfta úr gleri kom í ljós á uppleið. Harriet leit niður. Innan í henni var eitthvað sem söng svipað og glösin. Robert reis upp úr undirdjúp- unum. Tónlistin iðaði allt í kringum hann. Það var eins og stórkostlegt pípuorgel væri að boða dýrðlegt ævintýr — stór- kostlegasta sjónleik, ljúfustu ástarsögu, dýrðlegustu tveggja stunda skemmtun, sem heimur- inn hafði nokkru sinni orðið að- njótandi. Sem, þegar á allt var litið, var ekki svo órafjarri sannleikanum. — Elskan, sagði Robert. Undir öðrum handleggnum var hann með kampavínsflösku í ís- kæli. Undir hinum handleggnum var Dinkie, sem varð stöðugt feitari og latari. En Robert var ekki feitur. Og það var langt, langt frá að hann væri latur. Harriet færði sig nær honum. Robert losaði sig við Dinkie og kampavínið og faðmaði hana. Lyftan ómaði enn af dýrðlegri músik og uppi yfir þeim lokaðist lúgugatið á ný. Tónllstin varð æ meira lokk- andi, sömuleiðis Robert. Með Ambrose hafði Harriet svifið í upphæðir ástríðunnar, nú seig hún með Robert í undirdjúp unaðarins. Kæri Ambrose. Dásamlegi, ótútreiknanlegi Ro- bert. Hún var hamingjusöm kona. Hennar sæluríki var á heimilinu. Hennar sæla var að lifa þennan morgun og ekki bara morguninn heldur daginn, kvldið og nóttina. Sælan var tvöföld og Harriet var þakklát og hamingjusöm fyrir það. Að höndla sæluna, það varð frú Harriet Tuttle að viðurkenna, var hennar eftirlætis iðja. Endir. Krókur á móti bragSi Framhald af bls. 13. — Já, það er víst alveg áreið- anlegt. — Heldurðu að þú hafir þetta, Al, spurði hún og ofurlítils ó- styrks gætti í röddinni. Hann svaraði ekki, en tók að sveifla kaðlinum og reyna að festa hann við klettabrún, svo að hann gæti handlangað sig eftir honum. Hann þurfti að gera þetta aftur og aftur þar til það heppn- aðist. Hann var löðursveittur og smásteinar hrundu í allar áttir. Þetta var erfið ferð, en hún tókst hægt og hægt. Það leyndi sér ekki, að A1 var fyrrverandi loft- fimleikamaður. Ella hefði hann aldrei getað farið þetta. Loks var hann kominn upp á klettasylluna og horfði sigri hrósandi niður til Lili, sem hafði fylgzt með ferð hans milli vonar og ótta. — Þetta tókst hjá þér! — Já, auðvitað tókst það. — Reyndu að finna peningana. — Já, ég er búinn að því. Þeir eru hérna sem ég lifandi. — Al, kallaði hún. Þú skalt binda koffortið við kaðalinn og láta það síðan síga hingað niður 40 VIIvAN 4G- tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.