Vikan


Vikan - 21.11.1968, Qupperneq 47

Vikan - 21.11.1968, Qupperneq 47
1. KriiiKlótt heilhveitibrauð 450 gr heilhveiti, 1 sléttfull desert- tsk. salt, 1 sléttfull desertsk. sykur, saltlögur, gerlögur, 1 únza pressuger blandað í 1 pela volgt vatn eða 1 slétt- full tsk. sykri blandað í vatnið og sléttfullri tsk. þurrgeri stráð yfir. Ger- ið deigið með fyrri aðferðinni, sem lýst var hér að framan, hnoðið og lát- ið lyfta sér, hvolfið á hveitiborið bretti, sláið úr því loftbólurnar og hnoðið aftur. Gerið eitt stórt, kringl- ótt brauð eða tvö smærri og hnoðið þau saman, þar til þau eru slétt og rétt í laginu. Setjið á hveitistráða bökunarplötu og penslið með saltlegi og stráið mörðum cornflakes yfir, eða bara hveiti. Látið lyfta sér aftur. Bak- ið í miðju á meðalheitum ofni í 25— 30 mín. ef brauðin eru lítil, en 30—40 mín. stærri brauð. Kælið á vírgrind. 2. Hveitisnúðar 8 únsur (1 amerískur mælibolli) hveiti og heilhveiti blandað saman, 1 sléttfull tsk. salt, saltlögur, gerlögur: V2 peli volgt vatn blandað með V2 únsu pressugeri eða 1 sléttfullri tsk. sykur í vatnið og 2 sléttfullar tsk. þurrger. Gerið deigið samkvæmt fyrri upp- skrift og hrærið þar til deigið losnar við hliðar skálarinnar. Hvolfið á hveitistráð borð, hnoðið og látið lyfta sér. Sláið úr deiginu loftið, deilið því í 6 eða 8 jafnstór stykki og rúll- ið þeim saman í snúða. Setjið á hveiti- stráða, ósmurða bökunarplötu, penslið með saltlegi og stráið grófmörðu corn- flakes eða heilhveiti yfir. Látið standaj í polythene-plastpoka meðan það lyft-JL ir sér aftur. Þegar deigið er orðið létt* og hefur lyft sér nokkuð er það bak-f að í vel heitum ofni í 20—30 mín.j kælið á vírgrind. f 3. Cottage-brauð ^ 450 gr hveiti, 2 sléttfullar tsk. salt, eggblanda, gerlögur: V2 unsa pressuger blandað með 1 pela af volgu vatni, eða 1 sléttfull tsk. sykur blandað 1 vatnið og 2 sléttfullum tsk. þurrgeri stráð yfir. Gerið deigið eftir fyrri aðferðinni, hnoðið, látið lyfta sér og sláið úr því loftbólurnar, hnoðið síðan aftur laus- lega. Deilið í 1 þriðja hluta og 2 þriðju. Takið stærri hlutann, hnoðið létt í kringlótt brauð og setjið á bök- unarplötu, sem hefur verið smurð svo- lítið. Gerið kringlótta kúlu úr minni hlutanum og setjið hana ofan á brauð- ið. Dýfið haldinu á trésleif í hveiti og ýtið henni yfir miðjuna á báðum kúl- unum til þess að brauðið fái rétt lag. Penslið lauslega með eggblöndu og látið lyfta sér í polythen-plastpoka. Penslið aftur áður en brauðið er bak- að í miðju vel heits ofns í 25—30 mín. Látið kólna á vírgrind. Formbrauð má baka úr sama deigi, en þá er það látið lyfta sér einu sinni og loftið slegið úr því, síðan sett í stórt, smurt form. Þá{ er skorin rauf eftir því endilöngu og látið lyfta sér í forminu og bakað eins og hitt brauðið. 4. Blómsturpottabrauð 450 gr hveiti og heilhveiti, 2 slétt- fullar tsk. salt, saltlögur. marið corn- flakes, gerlögur: 1 peli volgt vatn blandað með 1 únsu pressugeri, eða 1 sléttfull tsk. sykur blandað í vatnið og 1 sléttfullri tsk. þurrgeri stráð yfir. Búið til deigið eftir fyrri aðferðinni, hnoðið, látið lyfta sér, sláið loftið úr því og skiptið því í 4 blómsturpotta, 2 ca. 8—10 cm í þvermál og tvo 13— 17 cm í þvermál. Þeir þurfa auðvitað að vera tandurhreinir, og látið þá þorna vel og penslið síðan vel með matarolíu. Setjið þá á bökunarplötu og bakið í mjög heitum ofni 1 15 mín. Látið kólna, penslið aftur með matar- olíu og þrýstið deiginu í pottana. Penslið að ofan með saltlegi og stráið mörðum cornflakes ofan á. Látið standa 1 polythen-plastpoka og lyfta sér þar til það er létt og nær næstum upp að barmi pottanna. Bakið í miðju í heitum ofni í 25—30 mín. eftir stærð. Takið úr pottunum og látið kólna. 5. Mjólkiirbrauð 900 gr hveiti, V2 1 volg mjólk, 1 únsa pressuger eða 1 sléttfull matsk. þurr- ger, 1 sléttfull tsk. sykur, 2 sléttfull- ar tsk. salt, 1 únsa smjör-eggblanda. Gerið þetta deig eftir síðari aðferð- inni, sem talað var um 1 kaflanum hér að framan. Látið lyfta sér, sláið úr loftið og hnoðið aftur. Mótið deigið í lengju sem er hæfileg í langt form, tveggja 1 stærð, smyrjið það vel. Eft- ir að það er komið í formið, er skor- ið eftir miðjunni, en sú rauf opnast meðan það lyftir sér og gefur þannig rétt lag. Penslið með eggblöndu og látið lyfta sér í polythen-plastpoka. Þegar deigið hefur lyft sér aðeins yfir formbrúnina er penslað aftur með eggblöndunni, sem svolitlu bræddu smjöri hefur verið bætt í. Bakið í miðju í vel heitum ofni í 20 mín., lækkið þá hitann og bakið áfram í 10 — 15 mín. 6. Austurrískt brauð 450 gr hveiti, 1 peli volg mjólk að frádregnum 3 matskeiðum, V2 únsa pressuger eða 2 sléttfullar tsk. þurr- ger, 1 sléttfull tsk. sykur, 2 sléttfull- ar tsk. salt, 1 únsa smjör, 1 egg, laus- lega þeytt, eggblanda, kúmen í horn- in, ef þau eru búin til úr deiginu, en úr þessu deigi má gera eina brauð- lengju og eitt horn. Búið deigið eftir síðari aðferðinni, hnoðið, látið lyfta sér, sláið loftið úr, ^hnoðið lauslega og skiptið í helming. iGerið langa rúllu, sem klipin er sam- |an á endunum. Setjið á smurða bök- runarplötu og penslið vel með egg- blöndu. Gerið nokkrar skorur á ská «að ofan og þær opna sig meðan það 'lyftir sér í annað sinn, en þá er brauðið aftur penslað með eggblöndu og bakað í miðju í vel heitum ofni í 20—25 mín. eða þar til það hefur lyft sér vel og er gulbrúnt. Hornin eru gerð þannig, að hinum helming deigs- ins er skipt í 3 hluta af sömu stærð. Rúllið í þrjár lengjur, sem hafðar eru nokkuð þykkari í miðju. Límið end- ana saman með eggblöndu og fléttið lengjurnar laust saman. Lyftið þeim varlega á smurða bökunarplötu. Penslið með eggblöndu og stráið kúm- eni ofan á. Látið aftur lyfta sér í polythen-plastpoka og bakið síðan rétt fyrir ofan miðju í heitum ofni í 20— 25 mín. 7. Smábrauð 450 gr hveiti, 1 peli blandað mjólk og vatn 1 únsa pressuger eða 1 slétt- full tsk. þurrger. 1 sléttfull tsk. sykur, 1 sléttfull tsk. salt, 1 únsa smjör, 1 egg, lauslega þeytt eggblanda. kúmen eða birkifræ. Gerið deigið eftir síðari aðferðinni, hvolfið því á bretti, sem hveiti hefur verið stráð á og hnoðið létt þar til það |er mjúkt og teygjanlegt. látið lyfta ,Jsér, sláið loftið úr og hnoðið lauslega aftur. Skiptið til helminga og skerið hvorn hluta í 8 jafnstór stykki. Gerið litla hringi og setjið á ósmurða plötu og stráið hveiti yfir. Úr hinum helm- ingnum eru gerðar kúlur, fléttur og lauf, sem stráð er á kúmeni eða birki eftir vild. Látið standa þar til það hefur lyft sér. Bakið í miðju í vel heitum ofni í 15—20 mín., eða þar til það hefur lyft sér og er gulbrúnt. Látið kólna. 8. Brioches 1 mælibolli hveiti, V2 sléttfull tsk. salt, 1 sléttfull tsk. sykur, 2 egg, laus- lega þeytt, 2 únsur smjör, brætt og kælt, eggblanda, gerlögur: V2 únsa pressuger blandað með ll,2 matsk. volgu vatni, eða V2 sléttfull tsk. syk- ur blandað í vatnið og 2 sléttfullum tsk. þurrgeri stráð yfir. Gerið deigið eftir fyrri aðferðinni, bætið eggjunum í og brædda smjör- inu. Hnoðið, látið lyfta sér, sláið loft- ið úr og hnoðið aftur, og skiptið svo deiginu í 12 jafna hluta. Smyrjið laus- lega 12 smáform eða muffinsmót og setjið þau á bökunarplötu. Skerið lít- ið stykki af hvcrjum 12 stykkjunum. Rúllið stærri stykkjunum í sléttar kúlur og setjið í botninn á formun- um. Rúllið smærri stykkjunum í litla hnappa, en hafið eins og lítinn hala á þeim. Gerið djúpa holu í miðju deigsins í formunum og notið til þess hald á trésleif, sem dyfið hefur verið í hveiti. Setjið hnappana þar ofan í, halann niður á við. Setjið formin í polythen-plastpoka og látið lyfta sér þar til deigið er létt og bungar upp. Penslið með eggblöndu og bakið í miðju í vel heitum ofni í 10 mín. Berið fram heitar. 9. Ávaxta-tebrauö 450 gr hveiti, 2 sléttfullar tsk. salt, 1 únsa hvít jurtafeiti, 1 kúfuð matsk. hunang hrært út í V2 pela af volgri mjólk, V2 mælibolli af rúsínum, sama af kurennum og sama af sykruðum ávaxtaberki eða súkkati, sykurlögur, glerlögur: V2 peli volgt vatn blandað með IV2 únsu pressugeri, eða 1 slétt- full tsk. sykur í volga vatnið og IV2 sléttfull tsk. af þurrgeri stráð út á. Sigtið hveitið og saltið saman, nudd- ið feitinni inn í og farið eftir fyrri aðferðinni. Blandið gerblöndunni sam- an við hungangsmjólkina og hnoðið þar til deigið er fast og teygjanlegt. Látið lyfta sér, sláið loftið úr, setjið síðan ávextina í og gætið þess að þeir fari jafnt í allt deigið, hnoðið. Skipt- ið til helminga, gerið tvær rúllur, sem eru hæfilegar í 2 eins punds form, smyrjið formin. Setjið í polythen- plastpoka þar til degið hefur lyft sér upp að brún formanna. Bakið í miðju í vel heitum ofni í 30—40 mín. Takið brauðin úr formunum, penslið með heitum sykurlegi og látið kólna. Ber- ið fram sneitt og smurt. 10. Yorkshire kryddbrauð 450 gr hveiti, 1 tebolli volg mjólk, 1 únsa pressuger eða 1 sléttfull tsk. þurrger, 1 sléttfull tsk. sykur, 1 tsk. sýróp (ljóst), V2 tsk. salt, 2 únsur hvít jurtafeiti, 2 únsur smjör, 1 sléttfull matsk. sykur, 8 únsur kúrennur og 4 únsur rúsínur, 1 únsa blandaður, sykr- aður ávaxtabörkur, V2 tsk, negull, V2 tsk. kanill, sykurlögur. Notið síðari aðferðina við tilbúning deigsins, setjið sýrópið saman við ger- ið, sykurinn og volgu mjólkina og hrærið matskeiðinni af sykri í eftir að feitinni hefur verið nuddað í hveit- ið. Hnoðið, látið lyfta sér, sláið loft- bólurnar úr og hnoðið aftur og setjið kryddið og ávextina vandlcga í, þann- ig að það verði jafnt yfir allt. Skiptið deiginu í Va hluta og 2/» hluta. Mótið tvær þykkar lengjur úr hvoru og setj- ið. í eitt eins punds form og annað 2ja punda form. Deigið á að fylla formin til hálfs. Setjið í polythen- plastpoka meðan það lyftir sér næst- um upp að brún formanna. Bakið í vel heitum ofni í 30 og 40 mín. eftir stærð, þar til þau eru gulbrún og hafa lyft sér vel. Penslið með sykurlegi meðan brauðin eru heit. 11. Maltbrauð 450 gr hveiti, 1 sléttíull tsk. salt, 3/a bollar þvegnar rúsínur, sykurlögur, gerlögur. V2 peli volgt vatn og 2 mat- sk. af vatni þar að auki, blandið pressugerinu í, eða 1 sléttfullri tsk. sykri 1 vatnið og stráið 1 sléttfullri matsk. af þurrgeri yfir, 3 kúfaðar matsk. maltextrakt, 1 matsk. dökkt treacle, 1 únsa smjör. Farið eftir fyrri aðferðinni og bæt- ið rúsínunum í. Bræðið maltið, tre- acle og smjör í potti þar til það hefur blandazt vel og kælið það áður en því er bætt í gerlögin. Hnoðið þar til deigið er mjúkt og teygjanlegt, en látið það ekki lyfta sér strax. Skiptið í tvo helminga, mótið tvær lengjur og látið í tvö 1 punds form, en smyrj- ið þau fyrst. Setjið í polythen-plast- poka og látið lyfta sér. Þegar deigið hefur lyft sér upp að brún formanna og fellur ekki þótt ýtt sá lauslega á það, er það bakað 1 miðju í heitum ofni í 40—45 mín. Meðan brauðin eru heit eru þau pensluð með sykurlegi og kæld á vírgrind. 12. Croissants 450 gr hveiti, 2 sléttfullar tsk. salt, 1 únsa hvít jurtafeiti, mælibolli smjör, eggblanda, gerlögur: 1 únsa pressuger í V2 pela af vatni að frá- dregnum 4 matsk. (vatnið auðvitað volgt), eða blandið 1 sléttfullri tsk. sykri í vatnið og stráið 1 sléttfuliri matsk. þurrgeri yfir, 1 egg lauslega þeytt. Notið fyrri aðferðina, sigtið hveitið og saltið, nuddið jurtafeitinni í og blandið saman við gerlöginn og eggið. Hnoðið þar til deigið er mjúkt og teygjanlet — í ca. 10—15 mín. Gerið langa lengju og skerið endana þvert fyrir. Skiptið smjörinu í þrennt og Framhald á bls. 44. 46. tbi. VIICAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.