Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 22
Glasgow cr einliver Ijótast?., skítugasta og fátæklegasta borg Evrópu. Annarra elns skuggahverfa og þar má lengi leita. Algengt er að fimm til fimmtán manns búi í einu og sama herberginu. >> Þetta barn, tíu vikna gamalt, lá í vagni á gangstétt í Glasgow miðri. Unglingur sem átti lcið framlijá sló það í andlitið með hjólkeðju. Af stórborgum heimsins er Glas- gow sú sem næst er íslandi. Hún er nær Reykiavík en nokkur af höfuð- borgum Norðurlanda. Þangað hafa Islendingar mjög sótt ó síðari ór- um í innkaupaferðir þær, sem þeir eru frægir fyrir. Neyzluvatn sitt fær þessi borg, með nokkuð á aðra mi11jón íbúa og stærst í Skotlandi, úr því umsungna vatni Loch Lo- mond, sem kannski er fallegasti bleiturinn I landinu. Sjólf hefur Glasgow aldrei verið talin falleg, heldur óhrein og slammkennd. Og borgarbragurinn eftir því. Líti mað- ur í glæpadálka brezkra blaða, bregzt varla að afbrotin, sem sagt er fró, séu framin í Glasgow eða þó að minnsta kosti af Glasgowbú- um. Glasgow er mikil iðnaðarborg frá fornu fari og fótækt er þar meiri en í öðrum stöðum Bretlands. t'ang- að kemur margt fólk í atvinnuleit frá hinum harðbýlu vesturiöðrum Bretlandseyja, einkum Irlandi. Allt Donegal er í Glasgow, segia írar. Glasgow er trúlegast fátækleg- asta stórborg í Norður-Evrópu og ein af mestu glæpaborgum ólfunn- ar. Bófaflokkar unglinga rópa um göturnar og drepa fólk og særa til að ræna eða bara til að sanna „manndóm" sinn. Sjúkrahúsin eru stöðugt yfirfull af fórnardýrum þessa pakks. Sem dæmi mó nefna atburð, sem fyrir skömmu skeði um hóbjartan daginn á gangstétt fyrir utan verzl- un í borginni miðri. Kona hafði farið inn ( búðina en skilið eftir fyrir utan vagn með tíu vikna gömlu barni sínu. Bar þó að tvo unglinga, eitthvað fimmtón eða sextán óra, sem báðir voru klæddir í slitnar síð- buxur. Þeir námu staðar og horfðu á sofandi barnið. Al't í einu dró 22 VIKAN 46- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.