Vikan


Vikan - 02.01.1970, Side 9

Vikan - 02.01.1970, Side 9
* Eftir stjórnarrof í febrúar 1921 jukust áhrif föður míns mjög. Konungurinn ungi, Akmed Sja, þekkti föður minn vel. Akmed var heilsutæpur og var langtím- um erlendis til lækninga. í fjar- veru hans voru stjórnartaumarn- ir einkum í höndum föður míns. Þrívegis krafðist íranska þingið þess af konunginum að hann sneri heim; hann játaði hverju sinni en kom ekki. Þess vegna var ekki nema eðlilegt að þing- ið setti af Kadjar-ættina, sem ríkt hafði yfir landinu í hundr- að og þrjátíu ár. Það var gert sumarið 1925. Sögu hinnar gömlu Persíu var lokið — hið nýtízka íran fætt. PABBI VERÐUR KEISARI Faðir minn kvæntist tvívegis í viðbót, en hafði móður mína áfram sem uppáhaldskonu. Þetta hljómar kannski undarlega í evrópskum eyrum, en lög fslams leyfa fjórar eiginkonur samtím- is. Siður þessi er nú smátt og smátt að leggjast niður, en enn- þá á fiölkvæni sér þó stað í af- skekktari hlutum lands okkar. Móðir mín, Tadj-ol-Molúk, fæddi fjögur börn. Tveimur ár- um eftir fæðingu Alis Resa tók pabbi sér aðra konu og eignað- ist einn son í því hjónabandi, Kólam Resa. Ári síðar kvæntist hann ungri, persneskri prinsessu, sem fæddi honum fjóra syni og dóttur. Kannski spyr nú einhver hvers vegna ég hafi ekki valið krúnu- erfingja meðal bræðra minna, þegar Soraja drottning fæddi mér ekki börn. En Ali Resa bróð- ir minn dó þrjátíu og þriggja ára að aldri, og samkvæmt lög- unum áttu hálfbræður mínir ekki tilkall til krúnunnar. Ég var mjög veikburða í bernsku. Ég var pervisinn eftir aldri og kvefaðist stöðugt á vet- urna. Dag einn var okkur sagt að pabbi væri orðinn keisari. Nú var hann ekki lengur Resa Kan, hershöfðingi, heldur Resa Sja. Mamma varð keisaradrottning og ég krónprins. Við tókum okk- ur fjölskyldunafnið Pahlavi. Hvað þýddi þetta fyrir strák á mínum aldri? Engin ósköp. Jú, eina leiðinlega breytingu — við fluttum úr gömlu dásamlegu vill- unni okkar í stórt hús, og trjá- garðurinn kringum það var full- ur af hermönnum. Við urðum íranskeisari og núverandi drottning hans, Fara Díba. ásamt krónprinsin- um, öll í viðhafnarskrúða. alltaf að vera ákaflega prúð og stillt, og gömlu leikfélagarnir komu ekki framar í heimsókn. Það var um þetta leyti, þegar ég var átta—níu ára, að mér birtust áðurnefndar sýnir. Þær báru fyrir mig með hálfs árs millibili. Eina þeirra bar fyrir mig um vetrartíma, þegar ég hafði verið alvarlega veikur Ég hafði fengið Framhald á bls. 29 Múhameð Resa (í fremri röð miðri) ásamt félögum sínum í íshockeyliði skóla þess, er hann gekk á í Sviss.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.