Vikan - 04.06.1970, Side 5
Dósaorgel
Þrír nemendur við tækniskóla
í Kanada fengu þá flugu í höf-
uðið dag nokkurn, að gaman
væri að búa til orgel úr blikk-
dósum. Og þeir létu ekki sitja
við orðin tóm, heldur hófustþeg-
ar handa. Eftir fjóra mánuði
hafði þeim tekizt að búa til ó-
venjulegt orgel, þar sem ein-
tómar blikkdósir eru notaðar í
staðinn fyrir pípur; fáar dósir
fyrir lága tóna, en margar fyrir
háa. Það fylgir sögunni, að
hljómurinn úr þessu dósaorgeli
hafi verið afar sérkennilegur —
en hvort hann hefur verið fall-
egur eða ekki — þess er ekki
'getið.
Bílstjórinn sneri við frá líkhúsinu
Kemur í skólann
á þyrlu
Kicki Lindholm býr á afskekktri
eyju í Svíþjóð, Gallnö, og það
er engan veginn auðvelt fyrir
hana að ganga í skóla. Næsti
skóli er í 40 kílómetra fjarlægð
og þarf að fara yfir gríðarstórt
vatn. Hún hefur oft átt í mestu
brösum með að komast í skólann,
sérstaklega á veturna.
En vandamálið leystist, þegar
pósturinn á eynni fékk sér þyrlu.
Nú flýgur hann með Kicki á
hverjum mánudagsmorgni. Eyja-
skeggjar hafa heldur betur tekið
tæknina í sína þjónustu. Faðir
Kicki á til dæmis vélknúna snjó-
þotu, og bíður eftir Kicki sinni á
hverjum laugardegi ,og ekur
henni heim á snjóþotunni um
leið og hún stigur út úr þyrlu
póstsins.
Hin 23 ára gamla Hydeh Java-
her hafði tekið inn of mikið af
svefntöflum á hóteli í Brighton.
Læknirinn, sem kom að henni,
úrskurðaði, að hún væri látin,
hringdi á sjúkrabíl og gaf bíl-
stjóranum fyrirskipun um að
fara með stúlkuna í líkhúsið, En
á leiðinni tók bílstjórinn eftir
ofurlítilli hreyfingu í einum
vöðva stúlkunnar. Hann brást
fljótt við, sneri þegar í stað bíln-
um við frá líkhúsinu og hélt
til næsta sjúkrahúss. Eftir mán-
aðar tíma var ungfrú Hydeh orð-
in heil heilsu, og hið fyrsta sem
hún óskaði eftir var að fá að
hitta manninn, sem hafði bjarg-
að lífi hennar. Hann reyndist
vera 53 ára gamall, Ted Eliott
að nafni. Á meðfylgjandi mynd
sjáum við, þegar þau hittust.
Tólf fingur og tólf tær
Brezka fjölskyldan Streeton er
að i því leyti til óvenjuleg, að
meðhmir hennar hafa svo lengi
sem vitað er, allir fæðzt með tólf
fingur og tólf tær. Fyrir tveim-
ur árum brá þó skaparinn út af
þessu, en þá fæddist réttskap-
aður drengur í fjölskyldunni —
með tíu fingur og tíu tær. Það
var ekki laust við, að foreldr-
arnir yrðu súrir á svip, því að
þetta hefur verið einkenni fjöl-
skyldunnar í áraraðir og hún
hefur verið stolt af því frem-
ur en hitt. En í fyrra fædddist
nýr einstaklingur í fjölskylduna
og hann hafði til að bera aðals-
merki ættarinnar; tólf fingur og
tólf tær ...
Hafa karlmenn Ijóta
fætur?
Því hefur oft verið haldið
fram, að karlmenn hefðu ljóta
fætur. Roaylity Theatre í Lon-
don hefur tekið að sér að af-
sanna þetta. Eitt vinsælasta atr-
iði revíunnar, sem leikhúsið hef-
ur sýnt að undanförnu, er lappa-
sýning karla, sem klæddir eru
eins og fegurðardísir. Og eftir
meðfylgjandi mynd að dæma
verður ekki annað sagt en „döm-
urnar“ séu girnilegar ásýndum.
Og fætur þeirra eru síður en svo
ljótar — eða hvað? Allavega
hafa leikhúsgestir látið blekkj-
ast og ekki trúað sínum eigin
augum, fyrr en grímurnar voru
látnar falla og í ljós kom, að
hér var um karlmenn að ræða.
• vísur vikunnar
Nú syngja hér fuglar suðrænna þróunarlanda
og sólfar er meir en áður,
um hádegisbilið frá heiðum til yztu stranda
er hitinn um átta gráður.
Þótt flestir yfirleitt uni vel sínum högum,
er afleitt til þess að vita,
að þeir eru til á þessum vorbjörtu dögum
sem þjást af kosningahita.
23. tbi. VIKAN 5