Vikan


Vikan - 04.06.1970, Page 6

Vikan - 04.06.1970, Page 6
MIDA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SiMI 35320 HILLUSKILRÚM teiknuð af Þorkeli G. Guðmundssyni, húsgagnaarkitekt. Smíðum hilluskilrúm úr öllum viðartegundum. Leitið upplýsinga og fáið tilboð hjá framleiðanda. Sverrir Hallgrímssoi Smíðastofa, Skipholti 35, sími 36938. Voðalegt vandamál Kæri Póstur! Ég hef við voðalegt vandamál að stríða, eins og á stendur. Svo- leiðist stendur á að meðan mamma var fjarverandi fyrir skömmu, þá byrjaði pabbi að draga sig saman við stelpu sem var bezta vinkona mín þá. Ég veit þetta upp á víst, því að ég sá þau saman inni í svefnher- bergi þegar þau héldu að ég væri úti. Og nú er mamma kom- in heim og þau eru ekki hætt. En hún véit ekkert um það. Ég er í afskaplegri klipu. Á ég að segja mömmu þetta eða hvað á ég er gera? Ég þori ekki að tala við þau. Svaraðu mér fljótt. Ein sárkvíðin. Þetta er skiljanlega leiðinlegt fyrir þig, en engu að síður er trúlega bezt fyrir þig að láta sem þú vitir ekkert og segja engum neitt. Mál af þessu tagi eru viðkvæm og vandmeðfarin í hæsta máta, og afskiptasemi af þinni hálfu væri öllu líklegri til að gera illt verra en að bæta um fyrir nokkrum hlutaðeigandi. Freknur Kæri Póstur! Mig hefur lengi langað til að skrifa þér og spyrja þig hvort ekki sé hægt að gera eitthvað við freknum. Mér er ekkert illa við að hafa freknur, en allt er bezt í hófi. Ég fæ nefnilega svo ofsalegar freknur, aðallega þeg- ar ég fer upp í fjall og sól er. Mig langar líka til að spyrja þig hvort maður fær freknur þegar maður situr fyrir framan peru sem kölluð er háfjallasól. Ég bið þig að gefa mér góð svör og vera ekki með útúrsnúninga. Með fyrirfram þökk. A. P. Freknunum vex ásmegin við allt sólskin, ekki sízt háfjallasól- skin, hvort scm þú baðar þig í því uppi í fjalli eða undir peru inni í stofu. — Krem gegn freknum fæst í lyfjabúðum, og auk þess má benda á það gamla og góða húsráð að bera fífla- mjólk á þessa fegurðarbletti. Það var sólskin ... Kæra Vika! Ég ætla fyrst að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Að mínu áliti ert þú eina lesandi blaðið á íslandi, því að þú ert ekki að drukkna í pólitík. Eins vil ég þakka þér fyrir allar fram- haldssögurnar, þær eru alveg ljómandi skemmtilegar. Jæja, það sem ég ætlaði að koma á framfæri er það, að mér fyndist að Svavar okkar blessað- ur Gests ætti að gefa út plötu með Ásgerði Flosadóttur, með laginu „Það var sólskin þann dag“, sem hún söng á „Vettvangi unga fólksins“ og eins í þættin- um „í góðu tómi“. Að mínu áliti syngur hún mjög vel og hefur skýran textaframburð. Hún á eins góða möguleika á plötu- markaðnum og margur annar. Jæja, Póstur minn, ekki var það fleira að sinni, svo að ég segi bara bless. Vona að þetta lendi ekki í ruslakörfunni hjá ykkur. Plötukerling. P.S. Hvernig er skriftin og hvað sérðu út úr henni? Sama. Við þökkum hrósið, okkur þyk- ir það gott ekki síður en öðrum. Ekki höfum við frétt að plata með Ásgerði sé á leiðinni, en vonandi verður bréf þitt til að ýta undir framkvæmdir í því efni. Raunar höfum við heyrt fleiri áhugamenn á þessu sviði lýsa þeirri skoðun sinni að Ás- gerður hafi hæfileika og geti átt framtíð fyrir sér sem söngkona. Skriftin er vel læsileg, en svo- lítið yfirlætisleg. Ljósmyndunarnám Pósturinn, Vikunni. Komdu sæll, Póstur góður, — mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga í sambandi við ljósmyndunarnám. 1. Þarf maður að hafa gagn- fræðapróf? 2. í hvaða skóla fer maður? 3. Er eingöngu kennd stofu- ljósmyndun hér á Islandi? 4. Hvað tekur námið langan tíma? Ég vona að þú svarir mér fljótt og vel. Ég hef skrifað einu sinni áður og fékk ekki svar. Hvernig er stafsetningin? Spurull. 1. Nei, það mun ekki vera skil- yrði. 2. Iðnskólann í Reykjavík. 3. Hér áttu sennilega við port- rettljósmyndun. Hún er kennd hér á landi, en auk þess auglýs- inga- og iðnaðarljósmyndun, en í henni felst svo að segja allt 6 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.