Vikan - 04.06.1970, Qupperneq 7
annað. Hvað portrettljósmyndun
snertir er einkum um að ræða
andlitsmyndir, eins og nafnið
bendir til.
. 4. Fjögur ár.
Þér hefði verið nær að spyrja
um skriftina, hún er dáfalleg, að
vísu ekki laus við tilgerð. Bréf-
ið er ekki villulaust, og sem stíl-
ista ætti þér að geta farið fram.
Allt of stór
brjóst
Kæri Póstur!
Segðu mér hvernig hægt er að
losna við feita kálfa eða vöðva-
mikla. Og alltof stór lafandi
leiðinleg brjóst. Einnig ef þú
kannt góð ráð til að losna við
ofsalega stóran botn (rass) og
læri. Annað en megrunarkúr. ■—■
Skriftin er ferleg, ég veit það.
Ein í vanda.
Fyrir skömmu var í Vikunni
sagt frá stofnun sem ber heitið
Heilsuræktin og er til húsa í Ár-
múla 14, Reykjavík. Meðal ann-
ars ágæts starfs sem Heilsu-
ræktin leysir af hendi er að
hjálpa fólki til að ná af sér of
miklum holdum, hvar sem þau
safnast fyrir á líkamanum. Við
sjáum ekki betur en að upplagt
væri fyrir þig að snúa þér þang-
að.
Skriftin er mjög viðvanings-
leg, en hreint ekki ljót.
Hárgreiðsla
og andlitssnyrting
Kæri Póstur!
Fyrst ætla ég að þakka þér og
Vikunni fyrir margt skemmtilegt
efni, sem þið hafið birt.
Ég ætlaði líka að gera eitt-
hvað annað en að þakka ykkur
efnið.
Mig langar að spyrja þig nokk-
urra spurninga um eitt og ann-
að.
Ég ætla að forvitnast um hár-
greiðslunám og andlitssnyrtingu,
svo sem hvað maður þarf að
vera gamall og hvað þetta er
langt nám og bara allt sem þú
veizt um þetta.
Hvernig passa saman merkin
bogmaðurinn og ljónið og svo
bogmaðurinn og steingeitin?
Ég vonast eftir góðu svari og
það sem allra fyrst, með þökk
fyrir birtinguna.
Kær kveðja.
Brynja.
P.S. Hvernig er skriftin og
stafsetningin?
Lágmarksaldur í hárgreiðslunám
er sextán ár, en átján ár í and-
litssnyrtingu. Hárgreiðslunámið
tekur þrjú ár og er verklegt, og
jafnframt því er bóklegt nám í
iðnskóla. — Til þess að komast
í snyrtinámið þarf gagnfræða-
próf eða hliðstætt. Þar er náms-
tíminn eitt til þrjú ár, eftir því
hvernig náminu er hagað.
Margt er líkt með bogmann-
inum og ljóninu, enda takast
samhönd þeirra að jafnaði vel.
Þeim lætur mjög vel að vinna
saman þegar mikið er færzt í
fang og misskilningur þeirra á
milli er tiltölulega sjaldgæfur.
Með bogmanninn og steinbukk-
inn gengur það öllu erfiðlegar,
en oft geta þeir þó hjálpað dug-
lega upp á hvorn annan. Þeim
tekst bezt upp þegar þeir starfa
saman að eirihverju, sem skipu-
lagt er langt i'ram í tímann.
Skriftin er skýr og þokkaleg
og allt í lagi með stafsetninguna.
Ég sagði honum upp
Kæri Póstur!
Ég vil byrja á að þakka þér
fyrir allt gamalt og gott. En mig
langar til að biðja þig að svara
þessu bréfi fyrir mig, en enga
útúrsnúninga. Ég er 16 ára, og
ég var með strák fyrir tveim
árum (ég sagði honum upp). En
ég er ennþá svo hrifin af hon-
um, að það kemst ekkert annað
í hausinn á mér. En, kæri Póst-
ur, getur þú gefið mér ráð.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Ein einmana.
P.S. Hvernig er skriftin?
Ósköp voru á þér að segja
drengnum upp, fyrst þú færð
hann ekki með nokkru móti út
úr hausnum á þér. — Hvað bréf-
ið þitt snertir, þá er það of fá-
tækt af upplýsingum til að ráð
þau, sem við gefum þér, geti
þyggzt á öðru en ágizkunum. Þú
segist hafa sagt honum upp.
Fyrst það var ekki öfugt, dettur
okkur í hug að hugsanlegt væri
að drengurinn tæki guðsfeginn
við þér aftur, ef þú léðir máls á
þvi. Þér ætti ekki að verða nein
skotaskuld úr því, fyrst þú varst
nákunnug honum áður.
Skriftin er skýr og vel læsi-
leg, en viðvaningsleg.
Svar til Bþ, Búðum
S-Múl.
Algengast mun að stúdents-
próf þurfi til að komast í nám
það, sem þú spyrð um, og í há-
skóla tekur það varla skemmri
tíma en fjögur ár. Hugsanlegt er
þó að hægt sé að komast í ein-
hver námskeið í þessari fræði-
grein án þess að hafa stúdents-
próf, og þau myndu þá áreiðan-
lega taka miklu skemmri tíma.
Við ráðleggjum þér að skrifa eða
hafa á annan hátt samband við
Háskóla fslands, en þar gætirðu
áreiðanlega fengið allar nánari
upplýsingar þessu viðvíkjandi.
Skriftin er skýr, en nokkuð
stafastór og viðvaningsleg.
A EVUKLÆÐUM EINUM
I UDEN EN TRÆVL)
Hin margumrædda og æsidjarfa metsölubóR á Norð-
urlöndum, eftir norska rithöfundinn Jens Björneboe,
er nú fáanleg í islenzkri þýðingu. Bókin, sem er
bönnuð i heimalandi höfundar, lýsir flestum stigum
kynlýfsreynslu ungrar stúlku í mörgum stórborgum
meginlandsins á frjálslegri, opinskárri og teprulaus-
ari hátt en tíðkast. og hefur nú þegar verið kvik-
mynduð.
Bókin verður aðeins seld til áskrifenda, á meðan hið
takmarkaða upplag endist, og geta þeir sem óska að
eignast hana, gerzt áskrifendur með því að útfylla
greinilega meðfylgjandi pöntunarseðil og senda hann
ásamt áskriftargjaldinu i ábyrgðarbréfi í Giro-reikn-
ing númer 65 við Útvegsbanka Islands í Reykjavik og
öllum útibúum hans.
Ef bókin hefur ekki borizt yður innan þriggja vikna frá
pöntun, þá látið vinsámlegast Giro-þjónustu Útvegs-
bankans strax vita.
UTGEFANDI
------------------------------------------------------------1
Gíró-reikningur númer 65 í Útvegsbanka fslands:
Ég undirrit óska aö gerast áskrifandi að bókinni I
A EVUKLÆÐUM EINUM, og sendi hér með greiðsl- I
una kr. 400.00. Bókin sendist mór burðargjaldsfrítt. ■
Nafn ................................................ |
Heimili.......................................
S____________________________________________________________!
Ungir og aldnir njóta þess að borða
köldu Royal búðingana.
Brag’ðtegundir: —
Súkkulaði. karamellu. vanillu og
jarðarberja.
23. tbl.
VIKAN 7