Vikan


Vikan - 04.06.1970, Side 10

Vikan - 04.06.1970, Side 10
Jack London sér óskadraum lífs síns hrynja í rústir. Á fjórtán árum hefur hann skrifað 41 bók, en nú fer þeim hrakandi. Samt heldur hann áfram, þrátt fyrir veikindi og annað mótlæti. Joan, elzta dóttir Jacks London. Hann gerði margar árangurslausar tilraunir til að vinna hana á sitt band, en hún var alla tíð með móður sinni. DLFAHDSID BRENNDR TIL KALDRA KOLA Jack London sleit viðskipl- uin sínum við „Macmillan“- forlagið árið 1912 og gerði samning við „The Century Company“. En liann var al- drei verulega ánægður með þau skipti, og nú þegar verið var að senda út „Bakkus konung“, sem virtist ætla að verða lang víðlesnasta og þekktasta hók hans um þriggja ára skeið, gerði hann margar tilraunir, bæði bréf- lega og símlciðis, til að losa sig við „Century“ og hverfa aftur til „Macmillan“. „Allir forleggjarar eru á einu máli um það, að yður sé hægðarleikur að láta „Bakk- us konung“ ganga yfir til „Macmillan“. Eina ástæðan til þess, að þér viljið ekki sleppa henni, er sú, að þér hafið von um að græða drjúgan skilding á henni. Þér mvnduð sjálfsagt fúslega selja sjálfan yður og hinn góða orðstír forlags yðar fyr- ir 30 silfurpeninga. Gleymið ekki, að ég er engin blóðsuga, og að þær milljónir manna, sem lesa „Bakkus konung“, munu seinna lesa um yður. Bergmálið af þvi mun fá vð- ur til að biðja heiminn mörg- um sinnum um fyrírgefn- ingu, og þegar þér eruð orð- inn að dufti í gröf yðar, mun hergmálið í hugum þeirra, sem enn eru ófæddir fá duft yðar til að skjálfa. Mér væri kært að sjá yður svara, að þér vilduð heldur vera karl- menni en blóðsuga....“ „Ég hef brotizt í gegnum óteljandi helvíti, sem þér og yðar líkar liafið aldrei látið yður dreyma um, og ég er gæddur svo takmarkalausrí þolinmæði, að það er lang- samlega ofvaxið yðar skiln- ingi. Mér stendur svo hjart- anlega á sama um velferð sjálfs mín og fjárhagslegan hagnað, að þið botnið ekkert í því. Ég get litið i spegil án þess að blygðast mín, og er það meira en hægt er að segja um yður og yðar líka.“ „Ég lit upp í bókahilluna mína, þar sem liinar þrjátíu og fjórar bækur eftir mig standa. Af öllum þessum hókum er aðeins eitt lélegt bindi — „Hnefaleikarinn“ -— sem þér hafið gefið út. . . .“ „Ég bíð alltaf eftir svari við skeyti mínu frá 10. maí 1913. Þér liafið nú haft marga daga til að borða sunnudagsmiðdagsverði í ástúðlegu skauti heimilisins og mæta þar vináttu og sann- girni. Getið þér nú ekki lika verið vingjarnlegur og sann- gjarn i minn garð og gefið mig lausan? Þér vitið, að það eina, sem ég á hjá forlagi yð- ar er „Bakkus konungur“. Látið nú þessa fáu dollara sigla sinn sjó, og látið mig ekki fara frá yður algerlega rúinn inn að skinni.“ Þegar „Century“ svarar ekki að lieldur, sendir hann þeim i örvæntingu sinni síð- asta skeytið. „Ég get vel skilið, að fólk geti reiðst, en önuglyndi finnst inér svo óumræðilega frummanneskj ulegt fyrir- brigði, minnir mig svo mjög á heimskt dráttardýr, að ég skil ekki slíkt geðslag hjá mönnum, sem álíta sig fylgj- ast með tímanum og vera sæmilega menntaða.“ En þegar „Century" neit- aði loks eindregið að levsa liann frá samningunum, skrifaði hann: „Ég hef of oft fengið ráðningu um dagana lil Jiess að erfa það, þó að ég verði fyrir nokkrum vandar- höggum,“ og upp frá þvi vann hann í fullri samvinnu við forlagið. En undir eins og „Bakkus konungur“ var kominn út, hvarf liann aftur til „Macmillan“ og liætti sér aldrei þaðan aftur. Hann viðurkenndi fvrir Brett, að hann liefði neytt nokkuð róttækra ráða til að losna við samninginn við „Century“. I ágúst 1913 var liann bú- inn að nota 80.000 dollara í „Úlfahúsið", sem nú var næstum fullgert. Blöðin fóru lilífðarlausum liáðsorðum um jafnaðarmanninn, sem væri að byggja sér liöll, skoðana- bræður lians voru reiðir og fannst hann hafa svikið sig. Hann fullvissaði blaðamenn- ina um það, að hversu stórt sem „Úlfaliúsið“ yrði, þá væri liann ekki auðvalds- sinni, því að liann byggði fyrir peninga, sem liann liefði sjálfur unnið sér inn. 1 hvert skipti, sem menn töluðu um „Úlfahúsið“ sem liöll, svar- aði liann, að þessi glæsilegu, kanadisku rauðtré og þessir rauðu hleðslusteinar væru hans eign, og ef húsið yrði eitthvað líkt liöllum Cæsars og Justinians, væri það að- eins skemmtileg tilviljun, sem hann fengi sem ókeypis uppbót. En þegar einn af vin- uin lians sagði við liann, að hann ætti fallegasta heimil- ið i Ameriku, vissi hann, að liann hafði ekki evtt lil einsk- is öllum þeim miklu pening- um og þeirri fyrirhöfn, sem „Úlfaiiúsið“ hafði kostað liann. Loksins þann 18. ágúst rann upp sá dagur, jiegar húsið var tilbúið til að flytja inn i ]iað. Verkamennirnir gengu um og söfnuðu saman rusli, sem þeir höfðu vætt í terpentínu og notað til þess að þurrka tréþiljurnar með. Morguninn eftir átti liópur verkamanna að hyrja á að flytja búslóð Jacks og Char- mian inn í hið nýja heimili þeirra. Þetta kvöld unnu Jack og Forni byggingar- meistari við húsið til klukk- an ellefu. Bétt fyrir tólf vaknaði Forni við það, að bóndi kom hlaupandi til lians og hrópaði. „Fomi, það er kviknað í! Úlfahúsið stendur í björtu báli!“ Þegar 10 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.