Vikan


Vikan - 04.06.1970, Side 15

Vikan - 04.06.1970, Side 15
enda séu engir skólanemar í landinu áhugaminni um stiórnmál og félags- mál. „Ofrjálsar manneskjur verða oft sljóar félagsverur," segir kverið. ,,Og ófrjálsir kennarar eiga erfitt með að þróa frjálsa nemendur." Til þess að geta kennt á sómasam- legan hátt evrði kennarar að leggja á sig mikið og tímafrekt sjálfsnám og því nenni fæstir þeirra. Arangur- inn verður svo auðvitað eftir því, segir kverið, og mistök sín reynir kennarinn svo gjarnan að afsaka með því að koma sö ksinni yfir á aðra, til dæmis með rausi um hve æskan sé erfið viðfangs nú til dags, vöntun á kennsluútbúnaði og skiln- ingi foreldra. Þessum aumingja kennurum er auðvitað vorkunn, og það er ekki nema sjálfsagt að nemendur rétti þeim hjálparhönd. „Segið þeim að það skipti engu máli þótt þeir séu fávlsir . . . Utskýrið fyrir þeim að aldrei fari hjá því, þegar börnum er kennt, að maður verði að viður- kenna að það sé margt sem maður ekki viti, og því verði að finna það út í félagi við nemendurna." Ef kennarinn tekur sönsum við þessar fortölur og aðrar álíka, getur hann orðið afbragðs kennari, hversu slæmur sem hann hefur verið áður. Oft er það kennurum fjötur um fót að þeir eru hræddir við íhaldssama starfsbræður sína, sem fljótir eru til að fordæma hverskyns nýmæli. Þá er nemendum nauðsynlegt að hafa í huga að ímyndunarafl kennara er oft af heldur skornum skammti, og þeim mun meiri nauðsyn á að þeir njóti örvunar og handleiðslu nem- enda. „Ef þið komið fram með nýjar hugmyndir um innihald kennslunn- ar, munið þið oft og tíðum uppgötva að kennarar vita eitt og annað um það, sem er að gerast í þjóðfélag- inu," segja höfundar kversins, og má lesa á milli línanna að þeir séu hálffeimnir við að koma fram með svo hæpna fullyrðingu. Hitt sé mein- ið, halda þeir áfram, að kenarar líti á skólann sem lokaðan heim, sem sé í alls engum tengslum við umhverf- ið. Þá er bent á að oft sé samkeppni og rígur milli kennaranna innbyrð- is og nemendur hvattir til að nota sér það eftir beztu getu. Ef kennar- inn reynist algerlega óforbetranleg- ur og forherðist gagnvart óskum nemenda, eru ráðlagðar ýmsar mót- mælaaðgerðir, verkföll og að „fjar- lægja" ýmis kennslutæki, svo að kennarinn beinlínis neyðist til að breyta kennslufyirkomulaginu eitt- hvað, allavega til bráðabirgða. Lögð er áherzla á að ekkert frumskilyrði sé að segja við kennarann það sem maður meinar, ef maður er hræddur við hann. „. . .munið að vel mögu- legt er að segja eitt og framkvæma annað," segir þetta rauða kver. Framhald á bls. 36. Ef kennarinn reynist óforbetranlegur og forherðist... 23. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.