Vikan


Vikan - 04.06.1970, Page 16

Vikan - 04.06.1970, Page 16
ÉG KYNNTIST FRÚ Jadelle í París í vetur. Ég varð þegar í stað lirifinn af henni. Þú þekkir hana eins vel og ég, nei . . . fyrirgefðu, liér um hil eins vel og ég. Þú veizt, að hún er hvort tveggja í senn. livikul og draumlynd. Hún er ein- arðleg í frainkomu og tilfinninga- nœm, en þóttafull og fyrtin. Hún er ekkja. Ég tilbið ekkjur, vegna þess að ég er latur. Ég var í gift- ingarhugleiðingum og reyndi að koma mér í mjúkinn hjá lienni. Eftir því sem ég kynntist henni hetur, fannst mér meira til henn- ar koma, og ég ákvað að biðja hennar upp á von og óvon. Ég var vissulega ástfanginn af henni og það munaði minnstu, að ég væri of ástfanginn. Þegar maður geng- ur í heilagt hjónahand ætti maður ekki að vera alltof hrifinn af kon- unni, því að það gerir mann að bjána: Glati maður húsbóndavald- inu strax fyrstu nóttina, þá fellur það aldrei framar í hlut hans. DAG NOKKURN SETTI ég upp hvíta hanzka, fór í heimsókn til hennar og sagði: - Frú, ég er svo hamingju- samur að elska yður. Ég kem til þess að spyrja vður, hvort ég megi gera mér vonir um að geðjast yð- ur. Það er mín heitasta ósk, að svo megi verða — og gefa yður nafn mitt. Hún svaraði rólega. — Ég veit sannarlega ekki, nema mér mundi að lokum htast á yður. Ég hef ekkert á móti því að hugleiða málið. Þér eruð mjög karlmannlegur í ytra útliti. En hitt er eftir að rannsaka, hvernig ])ér eruð skapi farinn og hvers konar óvana þér hafið. Flest hjónabönd mistakast, af því að báðir aðilar þekkja ekki hvort annað nógu vel, áður en þau gift- ast. Hinn minnsti hégómi, fast- heldni i siðvenjum eða trúar- hrögðum, ávanar eða smávægileg- ir ágallar hafa oft breytt innileg- um elskendum í hatrama óvini. Ég mun aklrei gifta mig, fyrr en ég þekki öll skapgerðareinkenni mannsins, sem ég ætla að ganga að eiga. Ég verð að kynnast hon- um i návígi og góðu næði mánuð- um saman.... Og nú sting ég upp á því, að þér komið og dveljið á sveitasetri minu í Lauville. Þar munum við komast að raun um, hvort við hæfum hvort öðru. Ég sé, að þér brosið, en yður skjátl- ast, kæri vinur. Ég mundi ekki stinga upp á þessu við yður, ef ég væri ekki alveg örugg með að þekkja sjálfa mig. Ég hef fyrir- litningu og viðbjóð á ást eins og þið karhnennirnir skiljið hana, og ég mun aldrei missa stjórn á mér. . . . Samþykkið þér tillöguna? Ég kyssti á hönd hennar. — Hvenær getum við byrjað? — 10. maí. Erum við sammála um það? — Með ánægju. MÁNUÐI SEINNA hafði ég kom- ið mér fvrir i húsi hennar. Hún var sannarlega óvenjulegur kven- maður. Hún rannsakaði mig frá morgni til kvölds. Og þar sem hún hefur mikið dálæti á hestum, eyddum við mörgum stundum á degi hverjum á hestbaki og töluð- um um allt milli liimins og jarð- ar. Hún var ákveðin í að rannsaka mínar leyndustu hugsanir og skoðanir. Og hvað sjálfum mér viðkemur, þá var ég alltof ást- fanginn til að geta brotið heilann hið allra minnsta um það, hvort unnt væri að samrýma lundarfar olckar. Ég komst hrátt að raun um, að jafnvel svefn minn var rannsakað- ur. Einliver hélt vörð í litlu her- bergi við hliðina á mínu. Loks var svo komið, að þolin- mæði mín var á þrotum. Ég vildi 16 VIKAN 23-tw-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.