Vikan - 04.06.1970, Qupperneq 17
I
SMÁSAGA EFTIR MAUPASSANT
Hún virtist sköpuð til ásta.
Hún var af hinu dásamlega
normanska kyni, sem er hvort
tveggja í senn: holdugt og
grannvaxið....
fara að binda einhvern endi á
þetta. Og eitt kvöldið varð ég upp-
vægur. Framkoma hennar við mig
var þannig, að ég varð að halda
mér í skefjum án frekari árása.
En ég var gripinn af löngun til að
hefna mín á einn eða annan hátt
fyrir meðferðina, sem ég varð að
sæta. Og ég beið aðeins eftir tæki-
færi til að hefna mín.
ÞÚ ÞEKKIR CÉSARINE, vinnu-
stúlkuna liennar, — lagleg hnáta
frá Granville, þar sem allar stúlk-
ur eru laglegar. Hún er eins ljós
yfirlitum og húsmóðir hennar er
dökk.
Eitt kvöldið dró ég stúlkuna inn
í herbergið mitt, lagði fimm
franka í lófa hennar og sagði:
— Ég ætla ekki að biðja þig að
gera neitt rangt, barnið gott, en
ég ætla að fara með húsmóður
þína, eins og hún fer með mig.
Stúlkan brosti háðslega og ég
hélt áfram:
— Ég veit, að það er liaft vak-
andi auga með mér dag og nótt.
Ég er undir ströngu eftirliti, —
þegar ég borða, drekk, klæði mig,
raka mig og svo framvegis.
Stúlkan tók nú til máls:
— En þér sjá'ið, herra, að. . . .
Hún þagnaði í miðjum kliðum
og ég hélt áfram:
— Þú sefur í næsta herbergi við
mig til þess að komast á snoðir
um, hvort ég hrýt eða tala upp úr
svefninum. Það er þýðingarlaust
fyrir þig að bera á móti því.
Hún fór að hlæja og sagði:
— En þér sjáið, herra, að. .. .
Og svo komst hún ekki lengra.
Ég hélt áfram:
— Jæja, þú sérð, stúlka mín, að
það er ekki rétt, að hún fái að vita
allt um mig, en ég fái aftur á móti
ekki að vita neitt um konu, sem
ég ætla mér þó að kvænast. Ég
elska liana af öllu lijarta. Hún er
yzt sem innst eins og ég hefði helzt
getað kosið mér, en samt sem áð-
ur eru nokkrir smámunir, sem ég
vildi gefa mikið til að vita....
Césarine álcvað að stinga pen-
ingunum í vasann, og ég áleit það
merki um samþykki hennar.
— Taktu nú eftir, stúlka min.
Við karlmennirnir förum mikið
eftir vissum . . . líkamlegum smá-
munum, sem ekki eru mjög þýð-
ingarmiklir i sjálfu sér, en breyta
þó verðleikum konunnar í okkar
augum. Ég ætla ekki að biðja þig
Framhald á bls. 45.
23. tbi. VIKAN 17