Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 18
ISLAND - Landið bar sem láloir lifi
Sænskur blaðamaður, Rune Pár Olofsson að nafni, var nýlega
staddur hér á landi og hefur nú skrifað um þá ferð í kvennablaðið
Husmodern, sem gefið er út í Stokkhólmi. Fjallar greinin einkum
um launspekihneigð íslendinga, en ef trúa má Olofsson er allt svo-
leiðis nú svotil útdautt hjá Svíum sjálfum. Allt öðru máli gegnir um
ísland, segir Olofsson. Á Sögueyjunni virðist önnur hver manneskja
sýsla með einhvers konar kukl og meira en helmingur prestanna
spjallar við anda þeirra látnu. Á íslandi eru andarnir ekkert spaug,
þeir eru jafn eðlilegt og hversdagslegt fyrirbrigði og Nató-hermenn
— nei, auðvitað miklu eðlilegri.
Svíi þessi er ekki frá því að ísland sé svo mengað allrahanda dul-
aröflum að útlendir gestir, jafnvel slíkir efnishyggjuþrælar sem Sví-
ar, ánetjist þeim jafpskjótt og þeir koma til landsins. Til dæmis um
það segir hann frá reynslu sinni í ökuferð austur að Geysi. Einhvers
staðar á leiðinni hemlaði hann snögglega — án þess að gera sér grein
fyrir hvers vegna í ósköpunum hann gerði það, því að engin hindr-
un var í vegi. En á næsta andartaki geystist stóreflis hrútur yfir
veginn þvert fyrir bílinn, svo nærri að hann reif af sér nokkur kíló
af ull á stuðaranum. Olofsson var ekki í vafa um að hefði hann
hemlað þó ekki hefði verið nema andartaki síðar hefði hann drepið
eða stórskaðað hrútinn.
í skrifum sínum lætur Olofsson þess raunar getið að fsland eigi
fleiri furður en dultrúna eina. Sem dæmi um það nefnir hann það
stórvirki, sem þessi vesalings litla þjóð upp á ein tvö hundruð þús-
und hafi ráðizt í með því að koma sér upp eigin sjónvarpi en láta
sér ekki duga Kanasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli. Svíinn má varla
vatni halda af aðdáun á íslenzku þjóðarstolti er hann segir frá því að
ofan í kaupið heimti fólk að sendingarvídd Kánasjónvarpsins verði
dregin saman, svo að íslendingar geti ekki séð það! Ástæðan sé sú,
að íslendingar vilji ekki láta viðgangast að Andrésar-andarmenn-
ing og pang-pangkvikmyndir Ameríkana kæfi þeirra eigin þjóðar-
sérkenni.
Næstum eins furðulegt finnst Olofsson það tiltæki íslendinga að
byggja sér alúmínverksmiðju, þótt ekki finnist flís af alúmíni í
fjöllunum þeirra. Og ofan á það ætla þeir að sækja alúmínið til
Ástralíu!
Sem eitt undrið enn nefnir Olofsson bjórleysið. Hann segir orð-
rétt: „Á íslandi fæst aðeins óáfengt öl (láttöl).... Ölgerðin (sem
bruggar það) heitir Egill Skallagrímsson. Það hljómar eins og grín:
Egill drap mann fyrir það eitt að hann bauð hetjunni upp á vont
öl.“ Hér ruglast Rune Pár að vísu svolítið í fræðunum; Agli varð
bumbult í veizlunni hjá Bárði af því að honum var gefið öl ofan í
skyr, en hins vegar stendur ekkert um það í Eglu að það öl hafi
verið annað eins skolvatn og hér á landi er framleitt og burðast við
að kalla bjór.
En sem sagt: það er anda- og dultrú íslendinga sem er aðalefni
skrifa Olofssons.
Hann byrjar með því að segja frá þekktum atburði frá því í byrj-
18 VIKAN 23-tbl