Vikan


Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 19
NÝLEGA VAR STADDUR HÉR Á LANDI SÆNSKUR BLAÐAMAÐUR, SEM KYNNTI SÉR SÉRSTAKLEGA TRÚ ÍSLENDINGA Á LÍF EFTIR DAUÐANN. „Á SÖGUEYJUNNI VIRÐIST ÖNNUR HVER MANNESKJA SÝSLA MEÐ EIN- HVERS KONAR KUKL OG MEIRA EN HELMINGUR PRESTANNA SPJALLA VIÐ ANDA ÞEIRRA LÁTNU,“ SEGIR BLAÐAMAÐURINN MEDAL ANNARS. „Á ÍSLANDI ERU ANDARNIR EKKERT SPAUG, ÞEIR ERU JAFN EÐLILEGT OG HVERSDAGSLEGT FYRIRBÆRI OG NATÓ-HERMENN — NEI, AUÐVITAÐ MIKLU EÐLILEGRI.“ Til hægri sést höfundur greinanna ura andatrú á íslandi, Bune Par Olofsson, ræöa viö Hafstein Björnsson raiðil. Þar sem Hafsteinn talar ekki erlend tungu- mál, var Jón Júlíusson raenntaskólakennari fenginn til að vera túlkur. un þessa áratugs. Hann átti sér stað í vegavinnu nálægt Akureyri. Þar var um að ræða klöpp eða stein, sem ryðja þurfti úr vegi, en þegar til átti að taka gekk allt öfugt, vélar og verkfæri biluðu og allt eftir því. Að lokum þóttust menn sjá að þetta væri ekki ein- leikið. Tólf ára drengur, sem var skyggn, var kallaður á vettvang. Hann komst fljótlega að raun um að huldufólk bjó í steininum og var skiljanlega ekki viljugt til að láta mölva ofan af sér íbúðina. Þó var það ákaflega lipurt í samningum þegar til kom: fór ekki fram á annað en tíma til að flytja. Eftir það stóð ekkert á því að hægt væri að ryðja steininum úr vegi. Út frá þessu segir Olofsson að svipir og andar, álfar og aftur- göngur heyri ekki fortíðinni til á íslandi sem í Svíþjóð. Á íslandi séu þetta blákaldar staðreyndir, sem taka verði fullt tillit til. Og til að fyrirbyggja allan misskilning tekur hann fram að það séu ekki einungis sveitamenn og taugaveiklað kvenfólk, sem hallist að spíri- isma og dultrú. Þar í flokki eru prestar eins og séra Jón Auðuns dómprófastur, séra Sveinn Víkingur, fyrrverandi biskupsritari, og séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Núverandi formaður sálarrann- sóknafélagsins íslenzka, heldur Olofsson áfram, er enginn minni maður en Úlfur Ragnarsson læknir, bróðursonur Ásgeirs Ásgeirs- sonar, fyrrverandi forseta þar á eyjunni. Af öðrum íslenzkum spíri- istum eru nefndir Guðmundur Einarsson, verkfræðingur sem byggði meðal annars „stora delar av Natobasen“ í Keflavík, Otto Michel- sen, yfirmaður IBM á íslandi og Sigm'ður Ólason hæstaréttarlögmað- hann frétti nokkuð af Jónasi. Ójújú, svaraði Hafsteinn. Jónas er ákaf- lega athafnasamur hinum megin og sérstaklega hjálpsamur við þá, sem koma yfir um. Hann segir að sér líði ákaflega vel. Hafsteinn sagði Svíanum líka frá sínum minnisstæðasta miðils- fundi, á Fljótshólum í Flóa fyrir tuttugu og þremur árum. Þar gekk aftur ungur maður og hrelldi fólkið á bænum. Það kvaddi Hafstein sér til liðs, og hann fór þangað með þá Jónas Þorbergsson og séra Jón Auðuns sér til fulltingis. Meðan þeir voru á leiðinni austur yfir fjall kom draugurinn að máli við nágranna Fljótshólafólks er Andr- és hét. Draugurinn mælti: „Mikils þykir nú við þurfa úr því að það sækir menn til Reykjavíkur til að losna við mig.“ „Þú lætur þér nú varla segjast fyrr,“ svaraði Andrés. Draugurinn: „Þeir komast ekki!“ Andrés: „Hvernig kemurðu í veg fyrir það?“ Draugur: „Það rignir svo mikið í nótt.“ Og það rigndi. Svo mikið að bíll þeirra Hafsteins festist. En þeir héldu áfram á hestum og komust á ákvörðunarstað. „Fundurinn varð óhugnanlega erfiður,“ sagði Hafsteinn. „Það varð að binda mig við stólinn, en þess hafði aldrei þurft áður. Og það var ekki fyrr en eftir fjóra framhaldsfundi í Reykjavík að tókst að komast fyrir um hvers konar draugagangur þetta var og friða unga manninn. Honum hafði verið úthýst á bænum vetrarkvöld eitt árið 1893 og varð hann síðan úti um nóttina.“ Olofsson tekur fram að það segi sig sjálft hvílíkt níðingsverk það sé að úthýsa manni þar sem veðráttan er með slíkum ódæmum sem á íslandi. Eftir Guðmundi Einarssyni hefur Olofsson aðra merkilega frásögn um hæfileika Hafsteins. Hún er á þá leið að eitt sinn komu til mið- ilsins tveir sagnfræðingar, sem höfðu verið að grúska í gömlu brota- Séra Sigurður Haukur Guðjónsson: — sannur spíritisti. Hafsteinn Björnsson miðill: — heldur fimm fundi á viku. Úlfur Ragnarsson læknir: — formaður sálarrannsókna- félagsins. Séra Sveinn Víkingur: — trúir á samband við andana. Lára Ágústsdóttir: — 70 ára og frægur miðill. ur. Og Olofsson íullyrðir að ísland sé eina landið i heiminum þar sem atvinnuheitið ,,miðill“ sjáist í símaskránni. Síðan er sagt frá Hafsteini Björnssyni, íslands frægasta miðli, sem hálft árið hefur fimm fundi í viku, fyrir utan skyggnilýsingar. Ol- ofsson hefur komið til íslands einu sinni fyrr, fyrir þremur árum, og þá hafði Hafsteinn fund fyrir hann. Hafsteinn var sjálfur óánægð- ur með þann fund, þar eð honum hafði tekizt óvenju illa upp við það tækifæri, eða aðeins sem svaraði þrjátíu prósentum af því sem hann getur bezt, að hann sagði. Engu að síður þótti Olofsson tals- vert til koma. Hafsteinn kann sem sé ekki orð í neinu máli nema íslenzku og hafði þá ekki hugmynd um hvaðan gestur hans var. Engu að síður töluðu stöðugt í gegnum miðilinn raddir á lýtalausri sænsku og kynntu sig undir sænskum nöfnum. Þá lýsti Hafsteinn roskinni konu, sem hann sagðist sjá hjá gestinum. Hún skýrði svo frá að heima hjá gestinum væri hárlokkur geymdur í skríni, ásamt mynd af konunni. Ekki kom Olofsson lokknum fyrir sig í svipinn, en þegar heim kom, gerði hann leit og fann lokk af konunni sinni í öskju, þar sem líka voru geymdar myndir af þremur gömlum kon- um, þar á meðal ömmu Rune Párs og tengdamóður. Gerði hann ráð fyrir að það hefði verið önnur hvor þeirra, sem reynt hafði að ná sambandi við hann á miðilsfundinum. Olofsson minntist einnig gamals vinar síns íslenzks, Jónasar Þor- bergssonar, sem „fór héðan“ í fyrra. Hann spurði nú Hafstein hvort máli. Fjórir menn höfðu einu sinni fyrir langalöngu verið á leið yfir fjöll með fjárhóp, en þá brast í byl. Aðeins einn mannanna kom lifandi til byggða. Þegar leitarmenn fundu lík hinna þriggja lá eitt þeirra í tjaldi, en hin höfðu verið urðuð skammt frá. Sá eini eftir- lifandi var ákærður fyrir að hafa myrt félaga sína, og þótt hann neit- aði var hann dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Um þetta mál hefur oft verið rætt og ritað síðan og því stundum haldið fram að hinn höggni hafi í raun og veru verið saklaus. Nú vildu sagnfræðingarnir vita hvort Hafsteinn gæti leyst gátuna. Hann féll þegar í trans og það var eins og við manninn mælt: í sér lét heyra sá sem fannst í tjaldinu. Hann kvað þann saklausan, er lifandi komst af fjallinu. Sá sem í tjaldinu fannst hafði sjálfur urðað hina tvo, eftir að þeir voru dánir. Olofsson spyr svo lesendur sína hvort þeir geti hugsað sér sænska sagnfræðinga leita til miðla til að fá gátur úr fortíðinni leystar. Að dómi Michelsens IBM-forstjóra er þó eftirfarandi atburður at- hyglisverðasta dæmið um hæfileika Hafsteins. Sú saga er þannig, að íslenzk kona kom heim frá Norður-Noregi, þar sem hún hafði verið búsett um hríð og gift Norðmanni, sem talaði „várldens vild- sintaste norska dialekt", eins og Olofsson orðar það af þeim sérstaka húmor, sem Svíar bregða gjarnan fyrir sig þegar smærri frændurnir á hinum Norðurlöndunum eru annars vegar. Norðmaðurinn flutti auðvitað til íslands með eiginkonunni, en hefur kannski orðið ein- mana þar endrum og eins, því að konan hans var eina manneskjan á 23. tw. VIICAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.