Vikan - 04.06.1970, Qupperneq 26
4 Frú Blavatsky var rússnesk aðalskona, sem
gerðist bandarískur ríkisborgari og varð mikill
brautryðjandi austrænna trúarfræða og hvers
kyns launspeki í nýja landinu.
Hræddir og yfirspenntir
þegnar hins bandaríska
tækniþjóðfélags leita
í stríöum straumum á náðir
allrahanda launspeki,
spíritisma, stjörnuspeki, aust-
rænnar dultrúar og galdra.
Mestu andstæður innan
þessarar hreyfingar eru hipp-
arnir, sem afneita hruna-
dansi tækniþjóðfélagsins
og hreinir djöfladýrkendur,
sem líta svo á að
Satan sé hinn eini og
sanni guð athafnamanna.
Sú var tíðin að íslendingar þóttu kunna
talsvert fyrir sér í fornum fræðum, eins
og það er orðað í þjóðsögum, og allt fram
á þennan dag hefur fjöldi manns hér á
landi lifandi áhuga á ýmiss konar laun-
speki. Það orð er hér haft sem þýðing á
enska heitinu occultism, er á þeirri tungu
virðist notað sem samnefni yfir spá-
mennsku í spil og kúlur, lófalestur, spíri-
tisma, djöfladýrkun, galdra og annað þð,
sem í daglegu tali er kallað yfirnáttúrlegs
eðlis.
Upp á síðkastið virðist dulrænn áhugi
íslendinga einkum hafa beinzt að einu af-
brigði launspekinnar, spíritismanum, en
einnig hafa margir mikla trú á fyrirboð-
um í draumum, stjörnuspádómum, lófa-
lestri og fleiru af því tagi. Islenzkar völv-
ur eru ennþá til í góðu gengi, eins og sýndi
sig bezt nú nýverið er ein þeirra spáði
engu góðu fyrir síðasta tunglskoti Banda-
ríkjanna — og kom fram! Það var kann-
ski varla við öðru að búast; sá Apolló var
merktur einkennistölunni 13 og til að bæta
gráu ofan á svart var honum skotið á loft
þrettánda dag mánaðar!
En fjarri fer því að launspekiáhuginn
sé bundinn við íslendinga eina þessi árin.
Fyrir skömmu var í Vikunni sagt frá eins
konar ásatrú í Brasilíu, sem er mjög
menguð göldrum og gerningum og nýtur
sívaxandi fylgis. Að vísu má segja að ekki
sé annars að vænta í vanþróuðu landi
eins og Brasilíu, þar sem meirihluti fólks
heyr hverja mínútu síns lífs tvísýna bar-
áttu við hungur og pestir. Hitt kemur ef
til vill undarlegar fyrir sjónir að í há-
tæknilegustu iðnaðarþjóðfélögum heims,
Bandaríkjunum og Bretlandi, veður nú
allrahanda launspeki uppi sem aldrei
fyrr, þótt í fljótu bragði væri hægt að
ætla að allt svoleiðis væri löngu útdautt
í jafn rækilega vélvæddum efnishyggju-
paradísum og þessi stórveldi eru. En þeg-
ar betur er að gáð örlar á eðlilegum or-
sökum. Engilsaxar eru að erfðavenju trú-
hneigt fólk og ekki eingöngu í kristnum
skilningi orðsins. Þeir eru að miklu leyti
af keltneskum uppruna en Keltar höfðu
þegar í fornöld orð á sér sem miklir trú-
menn og voru jafnframt taldir fjölkunn-
ugir í meira lagi. I Bretlandi hefur svarti-
galdur verið við lýði á öllum öldum og
er langt í frá niðurlagður enn.
Félags- og sálfræðingar, sem rannsaka
þetta merkilega fyrirbæri, sem mikill
uppgangur launspekinnar síðustu árin er,
telja hér vera um að ræða leið fjöldans
til flótta frá þeirri yfirgengilegu streitu
og taugaspennu, sem líf svo að segja hvers
einstaklings í tækniþjóðfélögum, og þá
sérstaklega Bandaríkjunum, er gagntekið
af. Þar við bætist að daglegt líf í Banda-
ríkjum dagsins í dag er mengað ofbeldi
og linnulausri hræðslu við það; veldur þvi
glæpafaraldurinn sem gert hefur stór-
borgir landsins hættulegri villtustu frum-
skógum, kynþáttaóeirðir og mórölsk
hnignun í kjölfar Víetnamstríðsins.
Frá þessu hektíska, yfirspennta hvers-
dagslífi flýr nú sívaxandi fjöldi Banda-
ríkjamanna á náðir einhvers konar
drauma og dulúðar. Hippahreyfingin
margumtalaða er í ætt við þessa stefnu,
en í henni kveður mikið að áhuga á aust-
rænum trúarbrögðum; Katmandu, höfuð-
4 Ein kunnasta aðferð spákvenna við að sjá fyr-
ir óorðna atburði er að rýna í þar til gerðar
kristalskúlur.