Vikan


Vikan - 04.06.1970, Page 29

Vikan - 04.06.1970, Page 29
-4^. Á hcimili fulltrúa Satans hér á jörð er að sjálfsögðu að finna ýmislegt, sem ekki heyrir til venjulegustu híbýlaskreytingum, þar á með- al líkkistur, sem notaðar eru fyrir borð, og dauðra manna bein. Páfi kölska í fullum messuskrúða. } indamaður, en skipti sér ekki af pólitík. Hins vegar geti svo farið að elzti sonur Roberts Kennedys bjóði sig einhvern tíma fram til forsetaembættisins, og móðir hans muni að öllum líkindum hefja afskipti af stjórnmálum. Spíritisminn nýtur eins og vænta mátti meiri vinsælda í Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr, og hann er sú tegund dulariðkana sem millistéttirnar, útborga- búarnir, „hinn þögli meirihluti“, aðhyll- ist mest. Með stjörnuspádómum er fylgzt af meiri áhuga en áður voru dæmi til, og leikarar og margs konar aðrar máls- metandi manneskjur láta nú varla taka svo við sig viðtal að þær gefi ekki upp í hvaða stjörnumerki þær eru fæddar. Um tíu þúsund Bandaríkjamenn kváðu nú hafa atvinnu af því að spá í stjörnurnar og um fimmtíu milljónir landa þeirra eru sagðir trúa fræðunum um dýrahringinn. (Greinaflokkur um þann hring birtist í Vikunni 1968—‘69). Meira að segja eru að komast í tízku klúbbar fójks úr hin- um ýmsu merkjum. Við þetta má bæta lófalestri, spilaspám, kristallsrýni og ótal öðrum tilfæringum til að sjá fram í tím- ann. Eins og vænta mátti kemur tækni nútímans hér einnig fram. Þannig hafa verið fundnir upp spádómasjálfsalar, sem spýta út úr sér sex mánaða spádómi fyrir hvern sem er ef hann stingur tveimur dollurum og fimmtíu sentum inn um þar til ætlaða rifu. Auk alls þessa og margs fleira fer það hraðvaxandi að menn sökkvi sér beinlín- is niður í svartagaldur og tilbiðji djöf- ulinn; þannig er kominn fram í Kalifor- níu trúarflokkur, sem hefur Satan fyrir sinn guð og fer langt í frá dult með það. Æðstiprestur trúarflokks þessa heitir An- ton LaVey, býr í San Fransiskó og er sjálf- sagður gestur í samkvæmum fína fólks- ins þar. Svartigaldur og formælingar eru í miklum metum hjá söfnuði hans, og í prédikunum sínum ráðleggur hann mönn- um eindregið að láta sem flest eftir sér og velta sér upp úr öllum hugsanlegum nautnum, gagnstætt skírlífis- og hófsemd- arboðorðum kristninnar. Framhald á bls. 44.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.