Vikan - 04.06.1970, Blaðsíða 47
kom Césarine til min, alveg
orðlaus, og fékk mér bréf.
Ég las:
— Frú de Jadelle vonast
til þess að losna við nærveru
hr. de Brives undir eins.
Ég fór.
OG ÉG ER ennþá óhuggandi.
Ég hef reynt á allar hugsan-
legar lundir að bæta fyrir
brot mitt, en það hefur ver-
ið árangurslaust.
Og síðan fyllist ég söknuði
í hvert skipti, sem ég finn
f jóluangan. . . .
☆
ÞaS verSur ekki síSasta
kvikmyndin
Framhald af bls. 9.
Nú hafa þeir verið í fleiri
vikur með leikflokkinn í
fjöllunum i Peru. I Chinch-
ero eru 500 íbúar og þeir eru
allir orðnir vinir þeirra fé-
laga, fyrir utan það að þeir
eru meðleikarar i mörgum
atriðum.......
☆
lyggingavörur h.f.
Laugavegi 178 - Sími 35697 - Box 325.
HAGKVÆMAST
AÐ VERZLA HJÁ
OKKUR. SENDUM í
PÓSTKRÖFU
HVERT Á LAND
SEM ER.
NýkomiS
bezta úrval af
gardínustöng-
um sem
fáanlegt er.
STANLEY
Ævintýri á Spáni
Framhald af bls. 31.
fluttur niður til strandarinnar. Þetta er afskekktur staður og fremur en hús
er það höll með virkisgröf og vindubrú og mikið af hertygjum f anddyr-
inu." Desmond leit nú í spegilinn og skuggi leið yfir andlitið. „Sá sem
kemur á eftir okkur, er mikið að flýta sér."
„Kannske er það maðurinn, sem þú viit hitta," varð mér að orði.
„Gæti verið, Lísa. En hann má ekki sjá okkur á leiðinni til Maginas. Við
lítum fyrst á la Ciudad Encantada . . ."
„Hvar er sá skemmtilegi bær?" spurði Anna.
Desmond sagði, að það væri klettadrangar, og ég sá þá nú milli trjánna.
Desmond stöðvaði bílinn og mælti: „Farið eftir gangstígnum Ég kem
rétt strax."
Hann gekk þangað, sem hann sá betur yfir veginn. En við Anna gengum
eftir mjóum stígnum. Þetta voru sannarlega fallegir og sérkennilegir klett-
ar. En athygli mín beindist samt meir að hávaðanum frá bílnum sem ók
til Magina.
„Heyrðu, — hvert ertu að fara?" kallaði Anna, er ég vatt mér við og
hljóp sömu leið til baka.
„Að sjá bílinn, sem kom á eftir okkur. Hann sést af þessari hæð.
Komdu!"
„Nei, ég er í svo slæmum skóm."
Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur vegna fótabúnaðarins í þetta sinn, og
nú sá ég bílinn og á hlið hans stóð með hvítum stöfum POLICIA. Þetta
var orð sem ég skildi. Oeinkennisklæddur lögreglumaður sat undir stýri,
og bak við hann sá ég ríkislögreglumann.
Við Desmond komum næstum samtímis til Önnu, og ég spurði: „Sástu
bílinn, Desmond?"
„Já, en hann ók svo hratt, að ekki var hægt að sjá farþegana. Við
fréttum af þessu, þegar við komum til hússins."
Ég fann á mér, að hann skrökvaði, og nú bætti hann við: ..Sást þú
hver var í bílnum?"
„Ég var bara forvitin, eins og vant er," svaraði ég og leitaði að vara-
litnum til að forðast augnaráð hans.
„Lísa, ég var að spyrja, hvort þú hefðir séð bílinn greinilega." Rödd
hans var krefjandi.
„Hvernig ætti ég að hafa séð hann greinilega fremur en þú," svaraði
ég eins og ekkert væri. „Ég var líka lengra burtu en þú. Ég sá, að bíllinn
var svartur, ef það gagnar eitthvað."
Ég vonaði, að ástæðan til að hann skrökvaði, væri ekki slæm. Ef lög-
reglan var á eftir okkur, gat það verið til að vernda okkur. Desmond hafði
komið mjög vel fram við okkur. En ! Barcelona hafði hann sagt okkur, að
rlkislögreglan gæti verið mjög harðskeytt, sérstaklega við pólitíska and-
stæðinga.
Var hugsanlegt, að Desmond væri eftirsóttur pólitískur andstæðingur
ríkisstjórnarinnar, sem var einræðisstjórn? En var það nokkuð undarlegt,
þar sem írar eru frægir fyrir, hversu uppreisnargjarnir þeir eru ... Ég
brosti að tilhugsuninni.
Þegar við komum aftur að bílnum, kom Desmond honum ekki í gang
þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Við Anna litum skelfdar hvor á aðra.
„Ég held það sé einhver stífla," sagði Desmonnd. „Er ekki bezt að
koma út og teygja úr sér."
Við hjálpuðum Desmond til með að rétta honum ýms verkfæri, en hann
þurfti að taka sitthvað ! sundur í vélinni. En eftir þessar aðgerðir hans neit-
aði vélin eftir sem áður að fara í gang.
Anna hafði fengið smurningsblett í andlitið, en ekki var húgsað um það.
Dagurinn leið, og myrkrið féll yfir og öll aðstoð var margar mílur í burtu.
Skyndilega kallaði Anna upp: „Ég heyri í bíl. Kannske er hægt að fá
hjálp þar."
Við hlustuðum öll, og vissulega heyrðist veikt hljóð ! bílvél. Ég sagði
vonglöð: „Hann keyrir í áttina til Cuenca . . ."
„Við skulum reyna að stöðva hann!" sagði Anna full óróa.
„Bíddu, Anna," aðvaraði Desmond. „Ég held ég hafi fundið bilunina.
Já, þessi leiðsla er laus." Hann sýndi okkur leiðsluenda sigri hrósandi.
„Ertu viss?"
23. tbi. VIKAN 47