Vikan - 20.08.1970, Side 26
Eftir vígsluna í Las Vegas árið 1966. Allt gekk vel í byrjun cn hjónabandið var mishcppnað frá upphafi til cnda.
MIA FARROW
hvaða hátt sem er, það er og
verður hreint efni, beint úr nátt-
úrunni. En önnur efni, eins og
til dæmis LSD, eru hættuleg,
því maðurinn bjó þau til í ófull-
komleika sínum.
Mia Farrow er margbrotin
persónuleiki sem margir hafa
burðast við að lýsa, en það sem
sennilega lýsir henni bezt, eru
þessi orð sem hún sagði sjálf:
Ég er eins og kviksjá. í
hvert skipti sem ég lít í spegil,
sé ég nýja manneskju.
Hún fæddist inn í Hollywood
„establishmentið“, sem hún gef-
ur nú dauðann og djöfulinn í,
og hún fékk allt sem peningar
gátu veitt henni. En meðal þess
sem þeir gátu ekki gefið henni
var hrein og tær bernska, eins
og flest fólk, allavega á þessum
hluta jarðar, þekkir. Eins og góð
vinkona hennar, Liza Minelli
(dóttir söngkonunnar Judy Gar-
land), ólst Mia upp í köldum og
miskunnarlausum heimi
skemmtanaiðnaðarins.
Faðir hennar, leikarinn og
leikstjórinn John Farrow, var
heittrúaður kaþólikki - þegar
hann var heima. Þegar hann var
einhvers staðar annars staðar var
hann aftur á móti hinn mesti
kvennabósi og flagari, og reglan
var sú að sögurnar af honum
náðu heim á undan honum. John,
sem fæddist í írlandi, kynntist
móður Miu, Maureen O'Sullivan,
þegar þau unnu bæði fyrir Met-
ro Goldwyn Mayer. Hin fagra,
svarthærða Maureen hélt frá
Dyflinni til Hollywood aðeins 17
ára gömul, og hélt, eins og allir
aðrir, að hún ætti fyrir sér mikla
framtíð í kvikmyndum. En fljót-
lega eftir að hún giftist Farrow
árið 1936, hætti hún að leika í
kvikmyndum —- án þess að
verða nokkurn tíma sú stjarna
sem búizt var við. Eina hlut-
verkið sem hún lék, var Jane í
nokkrum Tarzan-myndum.
John Farrow þjónaði í hinum
konunglega kanadíska flota
(hann var ekki enn orðinn
26 VIKAN 34. tbi.