Vikan


Vikan - 20.08.1970, Qupperneq 28

Vikan - 20.08.1970, Qupperneq 28
wmM "ÉG LÆT MIG EKKI FYRR EN ÞEIR RREPA MIG." Svo segir Hússein Jórdaníukonungur, sem þegar hefur lif- að af yfir tultugu banatilræði. Að baki tilræðanna hafa stað- ið leiðtogar annarra Arabaríkja, sem munar í völdin í ríki hans, þeirra helztur Na&ser í Egyptó. E'n mörg tilræðanna við þennan ódrepandi konung hafa framið arabískir Pale- stínumenn, sem telja hann of deigan í baráttunni gegn ísrael. Núna fyrir fáum vikum gerðu Arabar í Jórdaníu nokkurra daga hlé á baráttu sinni gegn ísrael og fóru þess í stað að berj- ast innbyrðis, svo sem til til- breytingar, og með ólíkt meiri afköstum og árangri en gegn Gyðingum. Þannig er fullyrt að þegar fyrsta dag bardaganna í Amman hafi um hundrað manns verið vegnir, og enginn veit hve margir féllu alls. Þarna áttust við Jórdanir sjálfir og misjafn- lega velkomnir gestir þeirra, Ar- abar frá Palestínu, sem vilja vera sjálfráðari í Jórdaníu en stjórninni þar er ljúft að leyfa. Þegar þetta er ritað er helzt svo fylgdi í uppreisn gegn Hund- tyrkjanum. Afi Hússeins var Abdúlla, bróðir Feisals þess er var duglegasti herforingi Araba í þeirri uppreisn. Flóttamennirnir frá Palestínu krefjast fulls sjálfræðis í Jórd- aniu, svo og þess að fá frjálsar hendur um árásir á Israel frá jórdönsku landi. Þetta leyfir Hússein nauðugur, því að hann veit af beiskri reynslu að þá er á öllu hinu versta von frá Isra- elsmönnum í staðinn. En hingað til hefur hann neyðzt til að láta flest eftir Palestínumönnunum. Núna í ársbyrjun leyfðu þeir sér meira að segja þann ósóma Konxingshjónin kveðjast. Báðum er þeim fullljóst að meira en líklegt er að hver kveðjustund þeirra verði sú síðasta. Hússein konungur scgist trúa því að Alla sé sín hiíf og skjöldur, og sé svo hefur hann oft haft ærna ástæðu til að þakka guði sínum, eins og hann sést hér gera i cinni moskunni. að sjá að frekar þokist í sam- komulagsátt með ísrael og stjórn- um Arabaríkjanna, enda mjög til þess hvatt af hálfu stórveld- anna. Áreiðanlega yrði enginn fegnari því en Hússein konung- ur ef endir yrði bundinn á erj- urnar við ísrael, en Palestínu- mennirnir erkifjendur hans verða sjálfsagt beiskari en nokkru sinni fyrr. í ríki Hússeins býr nú um ein milljón Jórdana og þrjú hundr- uð þúsundum betur, en flótta- mennirnir frá Palestínu eru nærri jafnmargir. Her konungs- ins telur sextíu og átta þúsund manns, og er tryggasti hluti hans fimmtán þúsund bedúínar í Ar- abalegíóninni frægu, sem býr að nokkurri rómantík frá dögum Arabíu-Lárens. Hússein sjálfur er af ætt Hasjemíta, furstaætt þeirri arabískri er réði yfir Hedjas, föðurlandi Múhameðs spámanns, og Arabíu-Lárens að ræna hinni enskfæddu eigin- konu Hússeins á götu í Amman, á þeim forsendum að hún hefði misboðið múhameðsku siðgæði með því að láta sjá sig á al- mannafæri í evrópskri buxna- dragt. Hún var fyrst látin laus er lífvörður konungs hótaði palestínsku skæruliðunum hörðu. Skömmu eftir veitti náungi frá neðanjarðarhreyfingu að nafni A1 Tahrír konungi tilræði í Stórmoskunni í Amman. Lauti- nant úr lífverðinum, Taímúr að nafni, kastaði sér á milli og særðist hættulega, en konung sakaði ekki. Þegar Taímúr slapp af sjúkrahúsinu, gaf konungur honum í launaskyni systur sína fyrir konu að fornum sið í æv- intýrum. Síðan árið 1955 hefur að minnsta kosti tuttugu sinnum verið reynt að ráða Hússein kóng af dögum, og má víst með sanni Framhald á bls. 46 28 VIKAN 34- t»i.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.