Vikan - 27.08.1970, Page 12
Börnunum fer yfirleitt ákaflega mikið fram
og hér fá þau þá undirstöðu, sem gerir þeim
fært að verða þarfir og nýtir þjóðfélags-
þegnar.
— Hvað er að segja um möguleika nem-
enda ykkar á vinnumarkaðnum, þegar námi
er lokið?
— Þegar um líkamlega ágalla er að ræða,
eins og til dæmis lömun, á þetta fólk í mikl-
um erfiðleikum í samkeppninni á vinnu-
markaðnum, því að flest af því fer út í lík-
amleg störf. Þess vegna er eitt helzta áhuga-
mál okkar, sem að þessu störfum, að koma
upp vinnustöðvum fyrir þetta fólk, sem ekki
á í raun og veru kost á vinnu á almennum
markaði. Sérstaklega eiga stúlkurnar í erf-
iðleikum hvað þetta snertir.
— Höfðaskólinn hefur verið fyrsta stofn-
un sinnar tegundar hérlendis?
— Já, og sú eina á landinu sem ennþá er
til í dag.
— Og er það nóg?
-Nei, ekki einu sinni fyrir höfuðborgar-
svæðið, en auðvitað er ákaflega mikil hjálp
i þessu. Ég veit að aðrir skólar vilja fyrir
hvern mun að starf okkar haldi áfram, þar
eð það hefur létt mjög mikið á þeim. Reykja-
víkurborg hefur verið ákaflega liðleg þegar
um það hefur verið að ræða að taka börn
úr nágrenninu. Hér hafa verið börn úr Hafn-
arfirði, Kópavogi, af Seltjarnarnesinu, ofan
úr Mosfellssveit og víðar hér úr næsta ná-
grenni. Við höfum meira að segja verið með
börn austan af fjörðum. Þó nokkrir foreldr-
ar hafa flutt í bæinn eingöngu til þess að
koma börnunum sínum í þennan skóla. Við
sjáum bezt á því að þörfin fyrir skóla sem
þennan er ekki einungis hér í Reykiavík,
heldur og úti um land. Lágmarkið ætti að
vera einn slíkur skóli í hvern fjórðung. En
talið er að um tvö Drósent allra barna þurfi
á að halda þess konar kennslu, sem hér er
veitt.
— Hver átti hugmyndina að stofnun skól-
ans?
- Þannig var að 1961 var Sálfræðideild
skóla sett á stofn innan Fræðsluskrifstof-
unnar, og þá varð ljósara en áður hve mikil
nauðsyn var að skóla sem þessum.
Þessi starfsemi á sér þegar langa sögu er-
Framhald á bls. 47
■ :
4 ' :
Á kvöldum og óveðursdög-
um var sinnt ýmsum inni-
störfum, svo sem teikn-
ingu.
Og hér er einn bóndabæj-
anna, sem sumargestirnir
frá Höfðaskóla byggðu,
heldur myndarlega húsaður
og með fjalllendi í baksýn,
eins og vera ber.
Sigurður Guðmundsson,
kennari, aðstoðar nemend-
ur sína hér við brúarsmíði.
Kubbar eru alltaf vinsælt
byggingarefni hjá yngstu
aldursflokkunum.