Vikan


Vikan - 27.08.1970, Síða 15

Vikan - 27.08.1970, Síða 15
■ Ófrjósemi er vandamál sem fer í vöxt með aukinni velsæld, líka í löndum þar sem talað er um of mikla fólksfjölgun. Fyrstir með eggjastokkaflutning voru Ind- verjar núna í vor, en ennþá hefir ekki verið talað um frjóvgun í því tilfelli. Eggjastokkarnir, þessi 3—5 cm undur lífsins, sem strax við fæð- ingu litillar stúlku fela í sér egg, sem svo losna, eitt og eitt á mán- uði, á öllu frjósemistímabili hennar í lífinu! Hvers getum við vænst í fram- tíðinni af eggjastokkaflutningi og tilraunaglasbörnum? — Það síðara er ekki æskilegt, segir aðstoðaryfirlæknir Arne Strand, við kvensjúkdómadeild- ina á ríkisspítalanum í Oslo. — Við vitum að það er hægt að koma frjóvguðu eggi til að vaxa í tilraunaglasi, en hvort það get- ur orðið barn er ennþá óráðin gáta. Ég þori engu að spá um það. En aftur á móti ætti ekkert að vera því tilfyrirstöðu um að hægt sé að flytja eggjastokka, frá einni konu til annarrar, það hefir ver- ið gert á öpum með góðum ár- angri. eftir að búið var að kom- ast yfir mótstöðu líkamans við hinum nýiu líffærum og smit- hættu. Á næstu tíu árum verða eflaust gerðar tilraunir á þessu sviði. Það er samt ekki hægt að 1aka siíka hættu með líffæri, sem pVki eru eins nauðsynleg manns- lífum, e>ns og t.d. nýru og h’örtu. En aftur á móti er auðveidara að flyba þessi líffæri. þar sem þau eru ekki flutt frá látn-j fÓlkí Það liggur í augum uppi, að það er auðveldara að flytia þessi líf- færí. þar sem konurnar liggia hbð vjð hlið, sú sem fær líffærið og sú sem gefur það. annaðhvo,-t veena þess að sú sem gefur hefir eivnast nógu mörg börn og vill híálpa kynsystur sinni. eða sú sem gefur annarri konu annan eggiastokk sinn, þar sem auð- veldlega er hægt að komast af með einn eggjastokk. — En eins og er, tekur yfir- læknirinn fram, — er óvíst hvort egglos getur farið fram, eða að slímhimnur legsins geti tekið við egginu. En hversu vel sem slíkir líf- færaflutningar takast í framtíð- inni, mun það aðeins geta hjálp- að mjög fáum. Það er líka ákaf- lega sjaldgæft að konur á frjóvg- unarskeiði vanti eggjastokka. Þar sem við, nú í dag, stöndum hjálp- arvana, er ekki vegna þess að þetta líffæri vanti í konurnar! Það er undir báðum kynjum komið, hvort frjóvgun getur átt sér stað. Það er svo margt, sem kemur til greina og fólk veit svo lítið um þessa hluti. Hér er, í stuttu máli, gerð grein fyrir því hvaða leið hjón, sem ekki hafa eignast börn, en þrá það, eiga að fara: — Það er ákjósanlegast að hjónin komi saman til rannsókn- ar, vegna þess að það er jafn oft að að það er karlmaðurinn sem ekki er frjósamur, segir Strand læknir, — frjósemi beggja þarf að koma til. Þótt annar aðilinn hafi litla frjósemismöguleika, getur samt orðið frjóvgun, ef hinn aðilinn hefir mikla. En séu báðir aðilar iítt friósamir, eru möguleikarnir minni. Þessveena er það svo nauðsynlegt að rannsaka báða aðila. Áður og fyrr fannst kon- um það niðrandi, ef þær gátu eVM orðið barnshafandi, veena þess að þá var það almennt álitið að sökin væri h’á þeim. En nú á dögum er ekkert gert fyrr en sæðissýni karlmannsins hafa ver- ið rannsökuð, ef rannsókn sýnir að líffæralega séð, sé konan heil- brigð. Sæðissýnið má ekki vera nema ^veggja klukkustunda gamalt og ekki undir 18 gráðum, þegar það er rannsakað. Eiginmaður, sem býr langt frá sjúkrahúsi, verður því að koma sjálfur á staðinn. Plastdós og fyrirmæli fær hann á sjúkraúhsinu. Við verðum að rannsaka þessi flýni undir smásjá. Þau eru í í lag- inu eins og púkar með langa rófu og það er urmull af þeim! En það eru aðeins þau sem hreyfa sig ört og þjóta áfram, sem koma til greina ,ekki þau sem snúast i hring, og það þurfa að vera 60—70 milljónir þessara spræku sáðfruma í einum millilítra af sæði. (Minna en einni fingur- björg). Það er fyrst ef allt reynist vera í lagi með sæði karlmannsins að kona er tekin til rannsóknar. Þá er fyrst að athuga hvort hún hef- ir haft botnlangabólgu eða ein- hverjar bólgur í kviðarholi. Slíkt getur oft orsakað samgróninga, sem svo aftur geta orsakað ófrjó- semi. Ef ekkert reynist grun- samlegt í því efni, fær hún lík- amshitatöflu til að fylla út, til athugunar á líkamshita við egg- los og að athuga hvort hún hef- ur egglos, hvenær það byrjar og hvenær það endar. Ef þetta tíma- bil er of stutt, nægir sá tími ekki til þess að slímhimnur legsins nái að verða við því búnar að taka við egginu. Hiá flestum konum er þetta reglulegt. Við egglos lækkar lík- amshitinn ört, en stígur fliótt aftur og við að taka sýni af slím- himnu legsins er oftast hægt að segia ákveðið um frjósemimögu- ip;Va. En vissa fæst samt aldrei fyrr en þungun er hafin. Svo er líka hægt að styðmst við hormóna-rannsóknir. Þá eru tek- m þvag og blóðsýni, til að vita hvort nægilegt hormónamagn er fyrir hendi til frjóvgunar. Ef egglos er staðreynd, þá er að athuga hvort egg:aleiðarar séu opnir og þá hafa verið at- Það er mjög nauðsynlegt að sá læknir, sem rannsakar sæðið, hafi haldgóða reynslu í því efni. Á þessari mynd er hjúkrunarkona að undirbúa sýni fyrir aðstoðaryfirlækn- inn, en við hlið hennar situr læknir frá Ghana, sem stundar framhaldsnám á sjúkrahúsinu. huguð tvö aðalskilyrði fyrir frjóvgun: Egglos og opnir eggja- leiðarar, sem flytja eggið til legs- ins. Rannsókn er líka læknis- aðgerð. Ef blásið er koldyoxiði gegnum eggjaleiðara eða röntgenmyndir teknar til að athuga hvort eggja- leiðarar séu nógu víðir til að flytja eggið, getur það orðið til þess að frjóvgun verði. Það sama er að segja þegar tekin eru slim- himnusýni úr leginu. Ef konan verður ekki barns- hafandi eftir slíkar rannsóknir, þá verður að athuga hvort sæðis- frumurnar komast upp í legháls- inn. Slímsýni, sem tekið er við egglos og nokkrum klukku- stundum eftir samfarir, geta sagt læknum hvort nægilegt magn af sæðisfrumum hefir komizt sína leið. Kæsta skref er að athuga sam- ræmi milli sæðis karlmannsins og blóðs konunnar, hvort það samlagast. í nokkrum tilfellum er það alls ekki hægt. Þá er ráð- lagt að halda sæðinu frá konunni í fjóra til fimm mánuði með verjum, og hafa svo samfarir á egglostímabilinu. —- Allar rannsóknir taka marga mánuði og jafnvel ár, áð- ur en staðreyndir liggja fyrir, og stundum tekst aldrei að komast að hinu rétta, segir læknirinn. — Geta það verið sálrænar ástæður? — Já, þær hafa, án efa, mikið að segja. Þar við bætist að ef konan tekur róandi lyf, getur það haft áhrif á egglos. Konan verður þá að hætta við þau og ráðlegast er að hafa samband við sálsjúkdómalækni. Hafði aldrei tíðir, en eignað- ist samt barn. Eins og sjá má á framan- Framhald á bls. 45. 35. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.