Vikan


Vikan - 27.08.1970, Síða 16

Vikan - 27.08.1970, Síða 16
Sakamálasaga eftir Henry Slesar JAGÚARBÍLLINN, hvítur og gljáandi eins og stór köttur, stóð í útstillingarglugganum og freistaði vegfarenda með öllum sínum glæsileik. Loú Rice horfði á hann í gegnum rúðuna. Honum fannst hann verða þurr í kverkunum og fiðringur fara um magann af löngun í þennan hvíta bíl. Hann varð sjúk- ur af því að sjá bílinn, og sömuleðiis varð hann sjúkur af hatri til gamla bílsins síns, sem var módel 1959. Bíllinn hans skrölti all- ur og skjökti og var eiganda sínum hvar- vetna til skammar. Lou var sjúkur af löng- un til að setjast upp í mjúkt sæti Jagúarins við hvítt og nýtízkulegt stýrið, — sjúkur af löngun í að finna hraðann, sem gefið var upp að vélin næði, sjúkur af löngun að fá að stjórna og ríkja yfir þessu lúxusdýri, meðan hraðinn ykist stöðugt, 100 110 — 120... . Hann ýtti hattinum aftur á hnakka og stundi þungan. Hann velti því fyrir sér, hvort hann ætti að fara inn og hlusta á sölu- manninn lofa og prísa vagninn, veita sér þann munað að fá að setjast upp í hann og taka utan um stýrið. Hvað sakaði, þótt hann ætti ekki einu sinni peninga fyrir einu hjóli á bíl? Hann var útlits eins og maður, sem á töluvert undir sér. Hann var í nýtízkulegum og snyrtilegum fötum og gat þess vegna hæg- lega verið forstjóri. Já, því ekki það? En svo gnísti hann tönnum, stakk höndun- um djúpt niður í buxnavasana og gekk fram- hjá glugganum. Ekki í dag, tautaði hann við sjálfan sig, ekki í dag, en ef til vill einhvern tíma. . . . Hann var ekki fyrr kominn fyrir hornið á götunni en ný fjárhagsáætlun hringsólaði í höfðinu á honum, rétt eins og fréttirnar á byggingu stórblaðsins New York Times. Hann ætlaði að vinna mikið. Hann ætlaði að spara og spara og sömuleiðis að þéna meira og meira. Áætlunin átti að hefjast strax í dag. Hann keypti sér morgunblöðin og gekk í ömurlega hverfið, þar sem ömurlega hótel- ið hans var. Hann kinkaði kolli til dyravarð- arins, Charlie, og tók ískrandi lyftuna upp á fjórðu hæð. Þegar hann var kominn inn í herbergið sitt, fór hann úr jakkanum og fleygði sér upp í óumbúið rúmið með blöð- in, sígarettur og öskubakka. Fimm mínútum síðar kom Charlie með kaffi. Vinna Lou Rice var hafin. Síðurnar með dánartilkynningunum lof- uðu góðu. Það voru þrjár langar minningar- greinar allar með myndum. Hin fyrsta var um forstjóra fyrir stóru fyrirtæki, aldur 66 ár. Lou renndi augunum yfir greinina. Heim- ili hins látna var í Cleveland. Engar nánari upplýsingar. Næsta fórnardýr var frá New York og honum leizt betur á það. Sá gamli hafði lifað nær alla sina nánustu ættingja. Sá eini, sem lifði ennþá, var frænka í Wuchita. Árans vandræði, tautaði Lou. Hann sá strax og hann fór að lesa þriðju minningargreinina, að hún væri álitlegust: „Gerald T. Otwell, eigandi vefnaðarvöru- verksmiðju fórst í bílslysi." Hann las alla 16 VIKAN 35. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.