Vikan - 27.08.1970, Síða 30
Vegna sumarleyfa hefur ekki
unnzt tími til að geta um ný-
útkomnar hljómplötur jafn-
skjótt og þær hafa komið út,
svo hér kemur öll súpan í
einu, og fljótlega birtum við
meira um nýútkomnar og
væntanlegar hljómplötur —
þar á meðal langþráðu
FESTIVAL-pIötuna.
Þuríður
Um alllangt skeið hefur Þuríður
Sigurðardóttir verið viðurkennd ein
okkar bezta söngkona, og nýlega
kom út, á vegum S.G.-hliómplatna,
þriðja platan sem hún hefur sungið
inn á en önnur platan sem hún syng-
ur inn á sjálfstætt.
Sú fyrri kom út fyrir um það bil
'ári síðan, og var vel heppnuð í alla
staði, en því miður er ekki hægt að
segja það sama um þessa plötu.
Hvorugt lagið hentar Þuriði vel, og
henni tekst ekki vel upp; þetta á þó
sérlega við um lagið á A-hlið plöt-
unnar, „í okkar fagra landi", sem
er amerískt að uppruna og heitir á
þesslenzkri tungu „Harper Valley
P.T.A.". Söngur Þuriðar er mjög líf-
vana svo manni dettur helzt í hug
að hún liggi aftur á bak á gólfinu
heima hjá sér og stari út í loftið.
Textinn, sem er eftir Þorstein Egg-
ertsson, er léttur og hnyttinn á
margan hátt, en missir þó marks á
köflum — sérlega í meðferð Þuríðar,
því víða er komið við og ekki farið
í kringum hlutina.
Hljóðfæraleikur er nokkuð góður,
sérlega gítarleikurinn, en í heild er
tónlistin sjáIf á plötunni full-drunqa-
leg. Hinum megin er lagið „Vinur
kaer", við texta eftir Guðmund Jóns-
son: eldgömul hugmynd um eld-
gamalt efni. Þuríður hefur lengi
gengið betur að eiga við róleg
lög, en einhvernveginn hentar
þetta henni ekki nægilega vel. I laq-
inu er tvísöngskafli sem hún gerir
hin prýðilequstu skil, oq hljóðfæra-
leikur er líflegri í þessu lagi — að
undanskildum trommuleik.
Umslag er sveitamannslegt oq
stellingin sem Þuríður er höfð í, er
vægast sagt tvíræð — þarna bak við
hólinn.
Tatarar
Þetta er önnur plata Tatara, sú
fyrri kom út fyrir tæpu ári síðan
með miklu auglýsingaskrumi og lát-
um; fyrir því stóðu S.G.-hljómplötur
sem gáfu þá — og þessa — plötu út.
A þessari nýju plötu Tatara eru
tvö lög, bæði eftir Tatara, og held
ég að óhætt sé að fullyrða að þetta
er í fyrsta skipti sem íslenzk hljóm-
sveit vinnur eina plötu svona í sam-
einingu: þeir eiga heiðurinn af lög-
um, textum, útsetningum, hljóðfæra-
leik og söng, en í öðru laginu, njóta
þeir aðstoðar 1 1 ára gamallar stúlku,
Valgerðar Jónsdóttur, svo og þriggja
hornleikara úr Svaninum.
Hvorugt lagið er tiltakanlega gott,
en flutningur er með þeim slíkum
afbrigðum, að Tatarar eiga skilið
orðu með sporði og hala fyrir vikið.
Enda skiptir það mestu máli hvernig
farið er með efnið.
Aðallagið er Gljúfurbarn, og er
það bassaleikarinn, Jón Olafsson,
sem sér um sönginn. Hann er ekki
góður söngvari: á það til að fara
svolítið flatt á ýmsum nótum, eða
„hanga í tóninum", eins og það
heitir. Hljóðfæraleikur er fyrsta
flokks, og þá sérlega orgelleikur
Þorsteins Haukssonar, sem einnig
leikur á píanó í þessu lagi. Lipur
kassagítarleikur heyrist á kafla, og
er þar að verki Gestur Guðnason,
hinn snjalli gítarleikari hljómsveitar-
innar. Magnús Magnússon er með
skemmtilegri og betri trommuleikur-
um yngri kynslóðarinnar, skemmti-
lega „jazzy", og um bassaleik Jóns
er óþarfi að fjölyrða.
I hinu laginu, 5. boðorðið, er
mikið af góðum og velheppnuðum
„effektum", sem gefa laginu
drungalegan og viðeigandi svip, þvi
er ekki 5. boðorðið einmitt það sem
kennir okkur að við skyldum ekki
menn deyða? Nánar tiltekið eru
effektarnir vélbyssuskothríð. Söng-
ur stúlkunnar setur skemmtilegan
svip á heildarflutningin, og það
sama er að segia um hornaleikinn.
Báðir textarnir falla vel við löqin
og flutning Tatara á þeim, og ein-
hverra hluta vegna langar mig að
birta línu úr 5. boðorðinu: þú
^Hljómplötu
gagnrýni
30 VIKAN 35. tbi.