Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 5
Þú getur orðið áskrifandi aS
VIKUNNI á mjög einfaldan hátt:
Hrindu í síma 35320 og til-
kynntu nafn og heimilsfang.
Næsta fimmtudag þar á eftir
færSu senda VIKUNA og síSan
eins lengi og þú kærir þig um
— sem verSur geysilega lengi.
Árni, Hörður ogTrölli
Kæri Póstur!
Ég ætla að byrja á að þakka
allt gott í VIKUNNI, sérstaklega
þó „Heyra má" og svo auðvitað
Póstinn. Mig langar að biðja
þig, Póstur góður, að svara fyrir
mig nokkrum spurningum.
1. Hvað eru þeir Hörður Torfa-
son og Arni Johnsen gamlir?
2. Hvar eiga þeir heima?
3. Eru þeir trúlofaðir?
4. Hver syngur í sjónvarpsaug-
lýsingunni frá Útvegsbankanum
(um Trölla-sparibaukinn)?
Svo vona ég að þetta lendi ekki
í ruslakörfunni, því síðasta
spurningin er veðmál.
Ein spurul á Akureyri.
HörSur er 22 ára og Arni 26.
HörSur er búsettur í Danmörku
um þessar mundir, en Árni býr
meS konu sinni á Háteigsvegi
18. Hann er sem sé giftur en
HörSur er ólofaSur — aS því aS
bezt er vitaS.
Og þaS er HörSur sem syngur
Tröllasönginn.
Ég er hrifin af
strák, en ...
Kæri Póstur!
Ég les VIKUNA alltaf og það er
mjög margt skemmtilegt í henni,
til dæmis viðtöl við ýmsa fræga
menn og konur.
Þannig er mál með vexti að ég
er mjög hrifin af strák sem var
í mínum bekk í vetur og er því
iafn gamall mér, 15 að verða
16. Hann er mjög vinsæll en
hefur ekki verið með neinni
stelpu í okkar skóla, en núna
er hann með stelpu sem er einu
ári eldri en við. Hann hefur samt
sagt að hann sé ekkert hrifinn
af henni. Hann horfir mjög mik-
ið á mig og býður mér oft upp
á skólaböllum. Ég hef aldrei séð
hann dansa við neina aðra þar,
en það verður aldrei neitt meira
á milli okkar nema ég dansa
marga dansa við hann.
Hann bauð mér einu sinni í
partý og ég þorði ekki að fara
því ég er svo feimin við vini
hans, en nú sé ég mjög eftir
að hafa ekki farið, en það þýð-
ir náttúrlega ekki að tala um
það.
Kæri Póstur, getur þú sagt mér
hvernig ég á að fara að því að
ná í hann. Ekki láta bréfið lenda
í ruslakörfunni. Hvernig erskrift-
in og hvað lestu úr henni?
Með fyrirfram þökk,
Sigga.
Hann er búinn að gera sitt til
að fá þig og þá er það þitt næst.
Bjóddu honum í partý, fáðu
hann til að dansa við þig (vang-
aðu hann svo allt í einu) á balli
eða eitthvað í þá áttina, en
gættu þess að hann verði búinn
að segja hinni stelpunni upp
fyrst. Annars gæti allt farið i
steik.
Skriftin er þokkaleg og ber með
sér viðkvæmni en ákveðni.
Poppblöð
Kæri Póstur-
Ég ætla að byrja á að þakka VIK-
UNNI fyrir allt gamalt og gott.
Ég hef mikinn áhuga á popp-
blöðum. Eru ekki seld einhver
útlend hér á landi? Ef svo er,
viltu þá segia mér hvar ég fæ
þau?
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna, SJ.
Jú, útlend poppblöð geturðu
fengið hér á íslandi og meira
að segja nóg af þeim. Fyrstu
staðirnir sem okkur dettur í hug
eru Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og L. Blöndals í
Vesturveri. Og ef við megum
leyfa okkur að benda þér á gott
blað, þá skaltu kaupa „Melody
Maker", sem er tvímælalaust
bezta, áreiðanlegasta og alvar-
legasta blaðið. Einnig er „Roll-
ing Stone" frábært, en einhverj-
um erfiðleikum ku vera bundið
að verða áskrifandi að því og
öðruvísi fæst það ekki hér á
landi.
Það er fátt eins hressandi og góður
svaladrykkur og Malta súkkulaðikex.
Annars mælir Malta með sér sjálft.
Bragðið er svo miklu betra.
H.F. SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN SÍRÍUS
þegar annirnar éru
mestar er gotMð Hafa
Malta
við hendina.....
29. TBL. VIKAN 5