Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 16
Lifðu Ufinu Hér birtist fyrsti hluti nýrrar framhaldssögu eftir H. Sheffield. Sagan hefur verið kvikmynd- uð og verður myndin sýnd íTónabíói einhvern- tíma næsta vetur. Söguna prýða myndir úr kvikmyndinni. Fyrsti kafli ROBERT Þegar ég ók þarna með henni þennan einkennilega haustdag, var ég hugsandi en samt í góðu skapi. Ekki svo að skilja að ég væri ánægður með líf mitt og framferði; öðru nær, ég var ekkert sérlega hress yfir lifn- aðarháttum mínum. Ég hugsaði með mér hve lik viðhorfin eru, hvort sem um ást eða hatur er að ræða. Mismunurinn er raun- ar aðeins í ytri búnaði, sem sagt, herklæðin eru með mis- munandi móti. Vegna atvinnu minnar var ég vel kunnur tveim sjónarmiðum; þátttakandi annarsvegar en áhugasamur áhorfandi hinsveg- ar. Hugur minn leitaði eðlilega til þess sem var nærtækast, stúlkunnar sem sat við hlið mér. Ég hugsaði til áranna þeg- ar ég var ungur og mér var ljóst að jafnvel þá hefði þessi stúlka alltaf verið álitin „bón- góð“. Það var aðeins ytri svip- ur, sem hafði breytzt. Nú var búið að strjúka burt allar pifur og litskrúðugar slaufur. Stúlk- an við hlið mér var slétt og felld i klæðaburði, kvenlegleik- ann var eiginlega aðeins að finna í blíðum augnasvip henn- ar. Rödd hennar var óaðfinnan- leg, yfirborðskennd en ekki laus við fágun. Það var heldur ekki hægt að neita því að hún var lagieg, reyndar stórglæsileg og í alla staði ákjósanleg ást- mey. Hún var fagurlimuð, nokkuð stór, sérstaklega voru hendur hennar stórar, munnur- inn stór og munaðarlegur og hlátur hennar einkar þægilegur. En hún var eins og aðrar stúlkur af hennar tagi, klædd dýrum leðurjakka, mjög stutt- um pilsgopa og háum stígvél- um. Þetta var eiginlega líkara einkennisbúningi en að það minnti á kvenlegar flíkur. Orr- ustan milli kynjanna var að lík- indum hafin fyrir alvöru, jafn heiftarleg og seigþrúgandi og striðið i Vietnam. Þetta var ekki i fyrsta sinn sem hún skrapp í burtu með mér og ég vissi af gamalli reynslu að þessi samfundur okkar yrði bæði ánægjulegur og árekstralaus. Það gat verið að vaninn hefði orsakað var- kárni milli okkar, því að eftir á að hyggja var hún mótstöðu- maðurinn, eða var það ekki þannig? Hún hafði sínar skoð- anir, rétt eins og ég hafði mín- ar. Ég hefi aldrei getað hugsað mér sjálfan mig vondan og lastafullan mann og ekki held- ur stríðshetju í hinum enda- lausa leik, nútímaskýringin á Lýsiströtu. En þó getur það verið að minn eigin ofsi sé ná- kvæmlega eins óútmálanlegur eins og stríðið sem ég er áhorf- andi að, því það er atvinna mín að kvikmynda þessa atburði og skrifa texta og athugasemdir .. Þegar við fórum út úr biln- um og gengum heim að gisti- húsinu, brosti ég hughreystandi til hennar, eins og ég væri að bæta fyrir hugsanir minar. Ég var líka feginn að dyravörður- inn kom strax til móts við okk- ur. — Jæja, þið eruð þá komin, sagði hann. — Tvær nætur, er það ekki rétt? — Jú, jú, sagði ég og hann fullvissaði mig um það með mörgum orðum að hann hefði tekið frá bezta herbergið handa mér. Þegar við gengum inn varð hann ennþá smeðjulegri. — Kampavín? spurði hann en röddin bar það með sér að hann tók það sem gefið. Þegar mér datt í hug hve oft hann hefði stungið upp á þessu fyrir fólk í okkar sporum, fann ég hjá mér löngun til að koma honum á óvart og bað hann um að færa okkur te eftir svo sem eina klukkustund. Þegar við komum innfyrir dy::nar, faðmaði stóra fegurðar- dísin mín mig að sér og lét ekki sitt eftir liggja, en samt var það nú svo að í fyrsta sinn í lífi mínu sem elskhugi, fann ég enga glóð, ég var kaldur og dauður. Ástríðan var mér fyrir- munuð, ég var eins og nakið tré í vetrarskapi. Það var ekk- ert annað fyrir mig að gera en að komast burt frá þessu með góðu móti. Vinkona mín, sem var ekkert annað en ástúðin, bað mig að Ég sneri mér snarlega að hinni votu fegurðardís minni, sem hafði vafið sig í baðhandklæði. — Sagðir þú nokkrum frá því hvert þú ætlaðir að fara...? NÝ FRAMHALDSSAGA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.