Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 36
— Ekki veit ég hversvegna hún hoppar svona i lendingunni, vona hara að það skaði ekki prófið mitt, herra kennarii ið að renna sér á skíðum. „Eru það ekki tómir auðkýf- ingar, sem þangað sækja?“ sagði Pétur. „O—jú, mestmegnis," sagði maðurinn drýldinn. „Leið ykkur þá ekki illa inn- an um þetta fína fólk,“ gat Pét- ur ekki stillt sig um að segja. Þá slumaði heldur í útivistar- manninum og svolítið seinna spurði hann konuna sína, hvort þau ættu ekki að dansa. „Af hverju varstu svona við manninn?" sagði Stella, þegar þau voru farin. „Hvað ... ég? Má ég ekki tala við fólk,“ sagði hann, en Stella varð hálf afundin og Pétur sá, að það myndi vera óráð að bera upp bónorðið í kvöld og þrjú þúsund krónur farnar í ekki neitt. Klukkan eitt sóttu þau káp- urnar sínar og Pétur hugsaði með sér, að bezt væri að reyna að fá eitthvað út úr kvöldinu. „Getum við farið heim til þin?“ sagði hann, þegar þau voru sezt inn í leigubíl. „Nei, það er ekki hægt,“ sagði hún. Og heim til hans gátu þau heldur ekki farið, móðir hans var svefnstygg og auk þess vildi hún ekki hafa næturgesti. „En að fara niður á skrifstofu til mín,“ sagði hann, „ég á þar danskan bjór.“ í fyrstu var hún treg, en svo lét hún undan. „En ég get ekki verið lengi,“ sagði hún. Þau keyrðu ofan í miðbæinn og þegar þau komu upp á skrif- stofu, færði hann hana úr loð- kápunni. Svo opnaði hann tvær bjórdósir og hellti í glös handa þeim og hann kyssti hana og fór með höndina upp undir pils- ið og það var enginn dívan þarna inn og hann hallaði henní upp að skrifborðinu. „Ekki hérna,“ sagði hún og líkami hennar dúaði undan þunga hans og það var þessi haltu-mér, slepptu-mér tónn í röddinni og hann fálmaði upp undir hana og hugsaði um það, hvernig bezt væri að bera sig að í þess- ari vandasömu aðstöðu. Hæg- indastóllinn var of grunnur og gólfið var bæði hart og skítugt og Stella var engin venjuleg dræsa, heldur tilvonandi eigin- kona hans. Hann kyssti hana aftur og allt í einu datt honum snjallræði í hug. Á baka til átti hann vindsæng, prufa, sem hann hafði fengið senda fyrir nokkrum dögum og hann sótti hana. „Fáðu þér meiri bjór,“ sagði hann og byrjaði að blása upp vindsængina. Þegar tapp- inn var kominn í, slökkti hann ljósið og hann kyssti Stellu og fór úr jakkanum. „Nei, ekki... ekki,“ sagði hún og hann lét hana leggjast á vindsængina og ljóst hár henn- ar snerist upp í lokk öðru meg- in dálítið eins og vísifingur, sem segir komdu og hann smeygði af sér axlaböndunum. En allt í einu heyrðist ókennilegt hljóð, „kviss“, heyrðist og Stella hvarf tvær, þrjár tommur lengra í burtu frá honum ofan í hálf- rökkrið þarna í herberginu. Loftið hafði farið úr vindsæng- inni og Stella stóð vandræða- lega upp og hann byrjaði að blása á ný. Axlaböndin löfðu niður með síðunum og hann blés allt hvað af tók. En svo fékk hann óstjórnlegan sting i hiartað og hann missti vind- sængina og það var engu líkara en vír væri dreginn um holdið ofan úr handarkrika og fram í fingurgóma. „Pilluglasið, sæktu pilluglas- ið þarna í jakkavasa minn,“ stundi hann og hún kveiktd ljósið og rétti honum glasið. Hann skolaði niður þremur töflum með bjórsopa og Stella leit á hann eins og hann væri geislavirkur eða líkþrár eða stæði yfir. henni með reiddan hníf á lofti. ..Hvað amar að þér,“ sagði hún. „Ekki neitt,“ sagði hann, „þetta lagast.“ En kötturinn var kominn úr sekknum. Maðurinn hennar sálugi hafði dáið úr hjartaslagi og Pétur vissi að hún ætlaði sér ekki að verða ekkja í annað sinn. „Ertu með hjartabilun?“ sagði hún og var komin í pels- inn og Pétur gekk ekki að því gruflandi, að nú var allt búið á milli þeirra. Samt saeði hann. „Ég tala við þig í vikunni." „Nei, ég verð ekki í bænum,“ sagði hún og tók um hurðar- húninn. „Hvað um Oddfellowballið?“ sagði hann, en dyrnar lokuðust og setningin klipptist í sundur miðja vegu. Pétur sat þarna einn eftir og axlaböndin löfðu niður með síðunum og á vind- sænginni fyrir framan hann lá pilluglasið. Verkurinn var nú að mestu horfinn og hann stóð upp og sparkaði í vindsængina og hugsaði með sér, að bezt væri að útvega dívan á skrif- stofuna. LOKSINS f HOLLYWOOD ' Framhald af bls. 29. lega góðar til sölu árið 1945; fimm þeirra náðu á forsíður blaða, sem seld voru um allt landið, — vitaskuld allt karl- mannablöð. Marilyn sjálf sagði siðar, að það sem slík blöð þrifust á, væru forsíðumyndir af stúlk- um, sem væru ekki flatbrjósta, og hún hitti svo sannarlega naglann á höfuðið með þeim orðum. Það var undarleg tilfinning, sem greip hana, þegar hún sá sitt eigið andlit — og líkama — á forsíðum blaða og tímarita. Hún fann á sér, að takmark hennar hafði nálgazt. Hennar mikla vandamál var, hvert hún ætti_ nú að snúa sér. Lausnin kom fljótlega fyrir tilstilli þess sama Potters Hu- eth. Hann fór með myndirnar til Emaline Snively, forstöðu- konu Blue Book Models Agency í Hollywood, og áður en langt um leið, hafði Norma Jeane sjálf fengið viðtal við fröken Snively. Þetta viðtal hefði auðveld- lega getað eyðilagt alla fram- tíðarmöguleika fyrir Normu Je- ane, en þarná kom í ljós í fyrsta skipti, að Norma Jeane hafði hæfileika til leiks. Hún vissi nákvæmlega, hvernig hún átti að haga sér. Hún varð að vera stóreyg og undrandi á svip, helzt stamandi, því að frammi fjrrir henni stóð fyrirsætudrottn- ingin í Hollywood: þessi kona réði framtíð hennar. Öll merki of mikils sjálfsöryggis hefðu gert ungfrú Snively henni frá- hverfa. Ungfrú Snively horfði hvasst á ungu stúlkuna fyrir framan sig og mældi hana út. „Segðu mér,“ ávarpaði hún hana, „hversu alvarleg er þessi löng- un þín til að verða fyrirsæta?“ Norma Jeane fór með það, sem hún hafði æft sig í: „Ó, mig langar það alveg ó- skaplega, ungfrú Snively. En ... en ... Ég veit ekki, hvort ég get orðið það . . . Ég hef séð sumar fyrirsæturnar og... Ég veit, að ég er ekki svo falleg... En ef ég fengi tækifæri, þá gæti ég það. Ég... mig langar alveg óskaplega að rejma ...“ Ungfrú Snively varð ánægð yfir þessum viðbrögðum stúlk- unnar. „Svona líkar mér,“ sagði hún. „Þeir, sem reyna af ákafa og ákveðni, geta náð langt.“ Þetta viðtal varð hverfi- punktur í lífi Normu Jeane. Hún hætti í hergagnaverk- smiðjunni og hóf nám í fyrir- sætuskóla ungfrú Snively. Hún fékk fljótlega vinnu við að sitja fyrir á auglýsinga- myndum, og smátt og smátt fékk hún meixi og betur borg- aða vinnu. Fljótlega eftir það sá Raphael Wolff, þekktur Ijós- myndari, nokkrar uppstillinga- myndir af henni og bauðst til að ráða hana fyrir 10 dollara á tímann. Hún átti að vísu aðeins að vinna 6 tíma við að sitja á sjampó-auglýsingum, en það var vinna. Wolff setti henni þó eitt skilyrði. „Þú verður að lýsa á þér hár- ið, stelpa. Þú ert of litlaus svona. Fólk vill ljóshærðar stelpur.“ „Það yrði óeðlilegt," mót- mælti Norma Jeane. En Wolff lét ekki undan, svo að hún gerði það. Eftir nokkr- ar tilraunir hafði henni tekizt að ná fram gullnu hári og eftir það fór hún í „permanent“. Hár Marilyn Monroe hafði fæðzt! Það var á þessu tímabili, að hún skildi við Jim Dougherty. „Eins og ég er þegar búin að útskýra," sagði Marilyn, „kom okkur Jim aldrei vel saman, og skilnaðurinn var óumflýjanleg- ur. Ég man ekki lengur daginn, en það var í október árið 1945 að ég fékk skilnað í Reno. Jim veitti mér strax skilnað, enda var hann í hernum og staðsett- ur á Kyrrahafinu. Það er ekki rétt, að ég hafi skrifað honum eitthvað „Kæri Jón“-bréf, eins og oft hefur verið haldið fram.“ Skömmu eftir skilnaðinn gerðist atburður, sem átti eftir að hafa miklar afleiðingar á líf Normu Jeane. Án þess að hún vissi hafði voldugur kvikmyndaframleið- andi í Hollywood eytt löngum stundum í að skoða myndirnar af henni á forsíðum karlmanna- blaða. Þetta var enginn annar en Howard Hughes. Hughes hafði lent í flugslysi skömmu áður og var á sjúkra- húsi. Hedda Hopper skrifaði um það leyti í slúðurdálki sínum: „Howard Hughes hlýtur að vera að ná sér, því að hann lét 36 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.