Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 45
Sðlbrún án sólbruna John Lindsaa hf. SÍMI 26400 að þeir unnu saman. Hún gat hvergi verið. — Ég get ekki rekið Göran af skrifstofunni, sagði Yngvi útskýrandi. — Og það er ekki hægt að ráða fleiri, því að fyr- irtækið er ekki það stórt. Hann sat þarna hugsandi og þreytulegur og ástúðin fékk Önnu til að blygðast sín. Þetta var allt svo nýtt, framandi og erfitt. En það, var það líka fyrir hann. Hingað til hafði allt geng- ið sinn vana gang og enginn hafði spurt neins. Það var kannski ekki svo auðvelt fyrir hann að þola allt þetta nýja- brum, sem fylgdi í kjölfar hennar. — Seinna, sagði Yngvi og roðnaði svolítið á enninu, — seinna færðu kannski meira að gera — ég á við, ef við verðum fleiri, þá ... Barn! hugsaði Anna. Og þó að það virðist hlægilegt, þá sló þetta hana eins og sprenging. Barn ... lítið barn! Og það var gott, að Yngva skildi detta það fyrstum í hug! — Enn ein í viðbót í konungs- ættina Ekander, sagði hún, en nú hló hún. — Elskan mín, sagði Yngvi. — Finnst þér það óhugsandi? Ég er reiðbúinn. Hann faðmaði hana að sér, en Anna kærði sig ekkert um faðmlög hans. Hún hló, en henni fannst hún köld og stíf í faðmi hans, en Yngvi fann það ekki. — Ég verð að fara, sagði hann. — En ef þig langar Anna — ég á við, að Göran er stund- um að heiman, hann fer í sum- arleyfi og þess háttar. Hann hefur engan, sem tekur við af honum, svo að ég hef neyðst til að vinna á við tvo. Það væri gott, ef þú vildir koma þá. Það er bara ekkert, sem ég get gert, nema það bitni á honum. — Ég veit það, sagði Anna og skammaðist sín. — Þetta fer allt vel. — Þú ert svo góður, Yngvi. Hún tyllti sér á tá og kyssti hann á kinnina og skammaðist sín eins og hún gerði alltof oft. Því að hún bar ekki þær til- finningar í brjósti til hans, sem hún ætti að bera, því að hún gat ekki hætt að hugsa um lík- amlega ást, sem hafði verið svo ólík. Ást hennar og Kristjáns. Hún var bitur allan daginn. Yngvi fann það, þegar heim kom og hann leit áhyggjufullur á hana. — Langar þig ekki til að fá frí í nokkra daga? spurði hann. — Skreppa tii Málmeyjar og fara í búðir? Ég skil það vel, að þér finnst einmanalegt hérna. Anna beit á vör sér. Hann var svo góður við hana og svo fór hún í fýlu eins og smábarn. Hún yrði að vera skynsamari. En hún gat ekki að því gert. Hana langaði til Málmeyjar! Hún gæti líka skroppið til Kaupmannahafnar og farið í Magasin du Nord og Illum og keypt sér einhvern fáfengileg- an óþarfa, farið á krá og borð- að góðan mat, kínverskan mat, framandi og kryddaðan, gert eitthvað annað en hér í Stein- brú! — Það yrði skemmtilegt, sagði hún. — En þú? Kemur þú ekki líka? — Ekki núna. Yngvi hristi höfuðið. — Ég var of mikið að heiman í vor — eins og þú kannski veizt. Og nú verð ég að vinna það upp. Hann hló, þegar hann sagði þetta og ýfði á henni hárið. En hann var þreytulegur og það var komin hrukka á ennið, sem ekki hafði verið þar fyrr. Anna fékk slæma samvizku. — Þú vinnur of mikið, sagði hún. — Mér finnst ég — finnst ég vera sníkjudýr, Yngvi. — Engar ýkjur. Svo er kom- inn tími til að þú léttir þér eitt- hvað upp. Það er ekki svo auð- velt fyrir þig að koma frá borg- inni og blaðinu hingað. Það skil ég meira að segja. — Það tekur sinn tíma að venjast þessu, sagði hún hrein- skilnislega. — En ég læri að vera hér og kunna því vel, það veit ég. Þetta síðasta var ekki rétt og hún hefði átt „að halda í putta“ meðan hún sagði það. En hún vildi kunna vel við sig þarna, það var þó satt og rétt. — Ætlarðu að búa hjá bróð- ur þínum? spurði Yngvi svona til að segja eitthvað og tók símaskrána. — Nei, flýtti Anna sér að segja. — Það ætla ég ekki að gera. Ég vil geta komið og farið í búðir. Hjá Pétri yrði það — þrátt fyrir allt — þvingandi. Yngvi ýtti frá sér síma- skránni. — Gerðu það, sem þú vilt, sagði hann. Það var efi í rödd hans, líka óróleiki, en Anna heyrði hvor- ugt. Hún var bara svo glöð, svo hrifin, æst og ánægð. Það yrði yndislegt að geta komist á brott í nokkra daga. Yngvi fylgdi henni til lestar- innar og samvizkan fþyngdi henni aftur. Henni átti alls ekki að létta við það að sleppa, en það var nú samt svo. Og henni létti með hverri mílunni. Hún mátti ekki telja sér trú um, að hún væri á heimleið, því að hún bjó ekki lengur í Málmey. Hún varð að muna, að hún var í heimsókn. Hún tók leigubíi til hótelsins, sem Yngvi hafði beðið um her- bergi handa henni á og hennar fjusta verk var að taka síma- skrána og hringja á tímaritið, sem Kristín teiknaði fyrir. — Kristín Werner? Ég hef heimasímanúmerið hennar, sagði röddin. — Andartak. Svo Kristín var þar ekki eins og svo oft áður. Þetta gat bent til svo margs — að henni gengi illa, að hún væri flutt úr borg- inni. Það gat Kka verið að hún væri hætt að teikna og skrifa .. Anna fékk hjartslátt. Ef síma- númer hennar... væri nú símanúmer Kristjáns? En svo var ekki. Þau bjuggu þá ekki saman. Nema þau hefðu fengið nýtt númer. Jæja, eina leiðin til að útkljá þetta var sú, að hringja. — Kristín? Þetta er ég — Anna. Það varð þögn í símanum og Anna minntist þess, hvernig Kristín hafði snúist á hæl og hlaupið, þegar þær hittust í bænum. Myndi hún skella á ...? En Kristín hvíslaði lágt, ei- lítið móð: — Ert það þú? Ertu í bæn- um? — Já, ég... Anna beit á vör- ina. — Mig langar að hitta þig, sagði hún svo óðamála. — Get- um við ekki borðað saman í dag? Talað saman. Ef Kristín segði nú, en við Kristján ... Eða: ágætt, Krist- ján getur passað Stefán. Eða bara nei. En Kristín sagði: — Stefán er í leikskólanum. Ég verð bara að komast þangað fyrir þrjú. — Gott. Hittu mig fyrir utan Beká, þá getum við ákveðið hvert við förum. Klukkan hálf eitt? Hún hafði ekki nema rúma klukkustund að skipta um föt. Hún fór í bað og klæddi sig. Hún stóð andartak og horfði á morgungjöf Yngva, þunga handsmíðaða gullarmbandið, sem hann hafði gefið henni í Kaupmannahöfn. Það var fall- egt og svo breitt, hvað skildi það hafa kostað... en hverju skipti það annars? Hún festi það um úlnliðinn og flýtti sér niður tröppurnar, án þess að hugsa um lyftuna. Kristín hafði grennst, hún var næstum mögur. En hún bar höfuðið hærra, virtist frjálsari, öruggari. Anna sá það á stund- inni og vissi ekki, hvort hún átti að gleðjast. — Sæl, sagði hún. — Ég er fegin að þú komst. - Ég er líka fegin, sagði Kristín. Þær tókust í hendur en föðm- uðust ekki eins og þær höfðu gert áður. Þær litust í augu og undan. Það yrði kannski ekki svo auðvelt. En spennan minnkaði, þegar þær voru seztar við borð í horninu og búnar að fá vín í glösin. Þjónninn bar á borðið og hvarf. Borðið var afsíðis og þær gátu talað saman. En orðin brugðust þeim. Loksins dró Kristín andann djúpt. Það var engu líkara en hún hefði ákveð- ið að taka stökkið. — Ég reyndi að tala við þig, 29. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.