Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 39

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 39
Heimsþekkt vörumerki mikiö og fallegt úrval af lífstykkjavörum umboósmenn ÁGÚST ÁRMANN hf. sími 22100 kvikmyndum var mjög lítið, í kvikmyndinni Scudda Hoo, Schudda Hay. Þar átti hún að ganga út úr mannfjölda og segja halló við June Haver. Þetta var kvikmyndað, en þegar yar verið að klippa myndina lentr atriðið á gólfinu í klippiherberflinu. „Þannig byrjaði hin stórkost- lega Marilyn Monroe!“ sagði hún sjálf síðar í hópi frétta- manna. En það voru ekki endalokin. Fox var með áætlanir varðandi þessa ungu, fallegu stúlku, því að í kvikmyndaverinu ríkti mikill áhugi á henni og göngu- lagi hennar. Til að byrja með sáu forráða- menn kvikmyndafyrirtækisins í Marilyn gífurlega fegurð, stór- kostlegan líkama, óskapiegan kynþokka og hæfileika sem lofuðu góðu — en allt var það hulið að nokkru vegna of lítils þroska. Og enda þótt ekki vant- aði nema herzlumuninn,' dró hann úr öllu hinu. Þeir gerðu sér þó vonir um, að smátt og smátt þroskaðist Marilyn eins og aðrar konur og því var haf- in mikil auglýsingaherferð. Nú átti að auglýsa hana upp og undirbúa almenning. Hún sat fyrir á milljón myndum í ver- inu, en hún fékk ekki annað tækifæri til að reyna leikhæfi- leika sína. í kjölfar þessa fylgdu ýmiss konar atburðir og athafnir sem haldnar voru „til heiðurs" Marilyn, allt til að vekja á henni athygli. Myndir af henni í baðfötum, mjög stuttum stutt- buxum, níðþröngum síðbuxum úr glansandi efni og ægiflegn- um kjólum runnu út úr kvik- myndaverinu eins og á færi- bandi. Dagblöð, tímarit og fréttaþjónustur voru skotmörk þessara mynda, sem var skotið út úr Hollywood af þrumandi krafti. En þessi herferð, sem var far- in fyrir Marilyn um leið og tugi annarra smástirna, kom henni aldrei almennilega af stað. Hún fékk hundleið á þessu, og eftir nokkra mánuði hóf hún að nauða í umboðsmanni sínum, Harry Lipton, um að hann út- vegaði henni hlutverk í kvik- mynd. „Þeir eru að leita að rétta hlutverkinu handa þér elskan mín,“ svaraði Lipton óþolin- móður. „Haltu bara áfram með þau verkefni, sem þér eru feng- in. Þau eru góð undirstaða." Og svo einn daginn örlaði á ofur- lítilli von. Tækifæri fyrir Marilyn? Kannski var kúrekamynd með Gene Autry ekki það bezta, en henni skildist, að hún væri ráð- in í myndina. Það kom í ljós, að Gene Autry söng fyrir vegg- mynd af Marilyn á krá og not- aði aðra minni af henni til að hvetja hestinn sinn úr sporun- um. En hún gafst ekki upp. Mari- lyn Monroe beið enn eftir stóra tækifærinu, og það fór að bera á því, að hana vantaði peninga. Kvikmyndaverið borgaði henni 75 dollara á viku, en það rétt nægði fyrir húsaleigu, mat, fatnaði sem hverju smástirni var nauðsynlegur til að líta vel út og nýjum útgjaldalið —• sem var leikskólinn. Marilyn hafði sezt i leikskóla kvikmyndaversins, sem kenndi aðferð Stanislavskis. Hún ein- beitti sér að náminu og í marga klukkutíma á dag sat hún og æfði sig ásamt öðrum ungum dýrkendum Thalíu. Mánuðirnir liðu, en ekkert gerðist. Hún var enn ung, ó- reynd og efnileg. í örvæntingu sinni hringdi hún í — ekki Harry Lipton, umboðsmann sinn, heldur — Ben Lyon hjá Fox. En hann svaraði á sama hátt og Lipton. „Við erum að leita að heppilegu hlutverki handa þér. Við látum þig vita um leið og við höfum eitthvað ...“ Og svo kom að þeim degi í ágúst 1947, að draumur Mari- lyn um að sigra Hollywood hrundi til grunna. 20th Century Fox sagði samn- ingnum við hana upp. Henni fannst sem hún stæði í lausu lofti. Það varði þó ekki lengi. Hún hafði kynnzt slíku áður. Hún var alin upp í von- leysi, og hún ætlaði ekki að 29. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.