Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 27
VEIZLUPOTTUR I I 450 gr. lifur 2 svínanýru 300 gr. coctailpylsur 12 litlir laukar 2 grænar paprikur skornar ! strimla salt, pipar 1 tsk. hvítlaukssalt 1 tsk. paprikuduft 3 msk. smjör ca. 4 dl. teningasoð sósulitur madeira eða sherry Lifrin skorin í litla bita. Nýrun skorin í sneiðar og laukurinn einn- ig. Brúnið lifur, nýru og lauk við ekki of mikinn hita. Pylsurnar skornar í tvennt, og bætið þeim við ásamt paprikunni og látið krauma um stund. Kryddið. Setjið soðið á. Sjóðið í ca. 20 mínútur. Bragðið til með víni eftir þörfum. Berið fram heitt með kartölfumós, soðnum kartöflum eða hrísgrjón- um. Soðið má jafna ef vill. Þá með sojamjöli eða maizene mjöli. JJr amerísku eldhúsi POTTARÉTTUR FATÆKAMANNSINS (Poor man's stew) 4 stórar kartöflur 4 sneiðar léttsaltað flesk 4 laukar ca. 2 dl vatn eða soð ögn af salti pipar 1 búnt graslaukur Brúnið fleskið í eigin feiti í potti með þykkum botni. Það á að verða stökkt. Bætið í flysjuðum lauknum þegar fleskið er næstum brúnað og látið laukinn brúnast dálítið. Setjið síðan vatnið á eða kjötsoðið og kartöflurnar (fiysjaðar og skornar í fernt). Kryddið, látið sjóða við vægan hita í ca. 20 mínútur. Stráið klipptum graslauk yfir og berið fram með nýju helzt „heima- bökuðu" brauði. 500 gr. medisterpylsa 1 I. vatn 2 tsk. salt 1 lárviðarlauf 2 sneiðar af lauk 4 hvít piparkorn 1 bt. gulrætur 1 pk. frystar baunir ) ds. eða pk. baunabelgir 1 lítið blómkálshöfuð. Sjóðið medisterpylsuna í vatn- inu með salti, lárviðarlaufi lauk og piparkornum. Takið pylsurnar upp og síið soðið. Hreinsið græn- metið og sjóðið mjúkt ( soðinu. Pylsurnar skornar ( jafna bita og setjið þá aftur í pottirtn með grænmetinu. SUMARRÉTTUR I P0TTI 29. TBl. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.