Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 33
Ná Iíðav mér vel... dralon svefnpokinn er fisléttur og hlýr. Pokanum fylgir koddi, sem festur er viS hann meff rennilás. Pokanum má meff einu handtaki breyta í sæng. Auk þess er auffvelt aff reima tvo poka saman (meff rennilás) og gera aff einum tveggja manna. Fariff ekki í útilegu án dralon-svefnpoka frá Qefjuri J SÍÐASTA OG FEGURSTA... FramhalcL af hls. 11. þau sátu að miðdegisverði hélt hann höndum hennar á meðan lávarðar þeir, sem hún hafði treyst, drógu einkaritara henn- ar og ráðgjafa, ítalann David Rizzio, frá borðinu og stungu hann 56 hnífstungur. Er María sá blóð Rizzios fljóta um gólf Holyrood hallar, opnuðust augu hennar loks fyrir því, hvaða mann Darnley hefði í raun og veru að geyma, og þar með brustu þeir rómantísku töfra- hlekkir, .sem hann fram að þessu hafði lagt hana í. Hún hugsaði nú aðeins um hefnd, hún var ákveðin í að hætta ekki fyrr en allir morð- ingjar Rizzios hefðu látið lífið. Með blíðlegum fortölum fékk hún Darnley til að segja sér allt um samsærið. Samsærismenn- irnir höfðu í rauninni haldið Maríu sem fanga í höllinni, en nótt eina tókst henni, ásamt Darnley, að flýja gegnum neð- anjarðargöng. Þegar út var komið, vildi Darnley flýja sem hraðast, en María, sem bar barn hans í skauti sínu, vildi fara hægt og gætilega á hinum höstu reiðskjótum. „Við getum búið til annað barn!“ öskraði Darn- ley í sinni miskunnarlausu rag- mennsku. María sagði honum þá með sambitnum tönnum að ríða á undan og bjarga sjálfum sér. Hann lét ekki segja sér það tvisvar, yfirgaf þungaða konu sína og lét hana og tilvonandi erfingja þeirra eiga allt undir miskunn óvina sinna. Einn var sá maður, sem ávallt hafði tekið málstað hennar djarflega, jarlinn af Bothwell. Hann var alþekktur kvenna- ræningi, stór vexti, djarfur og harður í horn að taka, svo að nálgaðist hrottaskap, en ávallt hollur ætt Stúartanna. Það kom nú í hans hlut að draga saman lið, til þess að koma yfirráðun- um í höllinni aftur í hendur Maríu. f Greenwich, í Englandi, var Elísabet drottning kvöld eitt að dansa, þegar sendiboði frá Mar- íu ruddi sér braut gegnum dans- fólkið og hvíslaði að Englands- drottningu, að drottningu Skot- lands hefði fæðzt tilvonandi konungur. Elísabetu brá svo, að hún skipaði hljóðfæraleikurun- um að hætta og hraðaði sér til svefnherbergis síns, yfirkomin af reiði og vonbrigðum — því að hún vissi, að sjálf gat hún aldrei orðið barnshafandi. í Stirling-kastala í Skotlandi, einn desemberdag 1566, var ungi prinsinn, tilvonandi Jakob VI. Skotakonungur og Jakob I. Englandskonungur, skírður með mikilli viðhöfn. Guðmóðir hans, Elísabet drottning, lét ekki svo lítið að vera viðstödd! Og faðir hans, sem var þó staddur í kast- alanum, dvaldi móðgaður í her- bergjum sínum og lét ekki sjá sig. Því að nú var Bothwell svo greinilega tekinn fram yfir hann, að það var Bothwell, sem tók á móti gestunum, sem við- staddir voru athöfnina. María, hin sigri hrósandi móðir þessa erfingja að tveimur hásætum, ljómaði eins og kertaljós, sem í hundraðatali lýstu upp sviðið, og gekk um meðal gestanna ró- leg og hlæjandi, þrátt fyrir sína erfiðu aðstöðu. En hið innra með sér var hún ósegjanlega vansæl. Einhverjir höfðu heyrt hana hrópa: „Ó, að ég fengi að deyja!“ þar sem hún lá grátandi á rúmi sínu. Hún var orðin ær af ást til Both- wells og þráði að losna við Darnley. Þegar Darnley veiktist af bólusótt og fluttist í hús föður síns, fylgdi María honum þang- að, eins og skyldurækin eigin- kona. Og þegar honum tók að batna, flutti hún hann aftur í lítið hús í útjaðri Edinborgar, sem nefnt var Kirk of Field — það hafði Bothwell útvegað — og hélt þar áfram að stunda hann. En eina nótt, þegar María hafði farið aftur til Holyrood hallar, vaknaði öll borgin við geysilegar sprengingar. Húsið Kirk o’ Field hafði verið sprengt í loft upp. En svo und- arlega bar við, að líkamar Darn- leys og skjaldsveins hans fimd- ust úti í garðinum, ekki sund- urtættir af sprengingunum, heldur kyrktir. Grunurinn beindist þegar að Bothwell. — Náðu strax í hann, við er- um búin að eyða of miklum peningum í menntun hans til að missa hann svona! 29. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.